Enski boltinn

Tveir ný­liðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish

Sindri Sverrisson skrifar
Trent Alexander-Arnold verður ekki með enska landsliðinu í næstu leikjum.
Trent Alexander-Arnold verður ekki með enska landsliðinu í næstu leikjum. Getty/Ion Alcoba Beitia

Trent Alexander-Arnold er á meðal þeirra sem ekki urðu fyrir valinu í nýjasta landsliðshópi Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðins í fótbolta.

Trent, sem fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar, var í síðasta landsliðshópi Tuchels en verður ekki með í leikjunum við Andorra og Serbíu í september, þegar undankeppni HM heldur áfram. Hann var ekki í byrjunarliði Real Madrid í 3-0 sigrinum gegn Real Oviedo á sunnudaginn.

Jack Grealish er sömuleiðis ekki í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa byrjað tímabilið vel með Everton.

Djed Spence, bakvörður Tottenham, var hins vegar valinn og gæti spilað sinn fyrsta landsleik, líkt og Elliot Anderson, miðjumaður Nottingham Forest.

Á meðal annarra sem eru í hópnum má nefna Marcus Rashford og Jordan Henderson. Á meiðslalistanum eru hins vegar menn á borð við Jude Bellingham, Cole Palmer, Bukayo Saka og Levi Colwill.

Enski landsliðshópurinn:

Markmenn: Jordan Pickford, James Trafford, Dean Henderson

Varnarmenn: Reece James, Marc Guehi, John Stones, Dan Burn, Ezri Konsa, Myles Lewis-Skelly, Tino Livramento, Djed Spence

Miðjumenn: Elliot Anderson, Morgan Gibbs-White, Jordan Henderson, Adam Wharton, Morgan Rogers, Declan Rice

Sóknarmenn: Harry Kane, Eberechi Eze, Jarrod Bowen, Anthony Gordon, Noni Madueke, Marcus Rashford, Ollie Watkins

England mætir Andorra á Villa Park laugardaginn 6. september og spilar svo við Serbíu í Belgrad þremur dögum síðar. Englendingar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×