Lífið

Ind­versk pizza að hætti Rakelar Maríu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rakel María er margra hatta kona.
Rakel María er margra hatta kona.

Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Indversk pizza með jógúrtsósu

Hráefni:

  • Liba-pizzabotn
  • Kjúklingur 
  • Tandoori marinade 
  • Ostur

  • Saxaðar döðlur

  • Rauðlaukur

  • Kóríander

  • Mangó chutney

Jógúrt sósa, fyrir tvær pizzur:

  • 3 msk Grísk jógúrt
  • 1/4 gúrka rifin niður ( miðjan tekin úr)
  • Graslaukur saxaður smátt
  • Safi úr 1/2 lime
  • Salt & pipar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 180 °C.
  2. Steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður og skerið hann síðan í bita.
  3. Smyrjið botninn með tandoori-kreminu.
  4. Raðið kjúklingbitunum og öðru áleggi ofan á botninn.
  5. Bakið pizzuna í 10–15 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
  6. Toppið pizzuna áður en þið berið hana fram með jógúrtsósu, mangó-chutney og söxuðum kóriander.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.