Lífið

Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Frosti Loga og Helga Gabríel festu kaupa á íbúð við Hvassaleiti.
Frosti Loga og Helga Gabríel festu kaupa á íbúð við Hvassaleiti.

Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa fest kaup á 179 fermetra íbúð ásamt bílskúr við Hvassaleiti í Reykjavík. Kaupverðið nam 96 milljónum króna.

Hjónin settu nýverið íbúð við Háaleitisbraut á sölu og hafa nú þegar fengið nýju íbúðina afhenta. Helga Gabríela hefur gefið fylgjendum sínum á Instagram innsýn í framkvæmdaferlið, þar sem þau eru byrjuð að mála og skipta út hurðum svo eitthvað sé nefnt.

Íbúðin við Hvassaleiti er á annarri hæð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi frá 1960. Hún skiptist í rúmgóða stofu og borðstofu, eldhús, fimm svefnherbergi, baðherbergi og gestasnyrtingu. Útgengt er úr stofu út á nýuppgerðar og rúmgóðar svalir.

Eldhúsið er stórt og með eldri viðarinnréttingu og korkgólfi. Baðherbergið hefur nýlega verið endurgert og er með upphengdu salerni, fallegu baðkari á fótum og sturtuaðstöðu.

Í kjallara er sér þvottahús og geymsla fyrir íbúðina, auk hjóla- og vagnageymslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.