Lífið

Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lífið er betra með þér 🤎

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan heitir Valdís Ýr. Þetta tilkynna þau í einlægri færslu á Instagram.

Valdís litla kom í heiminn þann 1. maí síðastliðinn og er fyrsta barn foreldra sinna.

„Fjórir mánuðir með þér tíminn líður svo hratt. En það er svo gaman að fylgjast með kláru stelpunni okkar þroskast og uppgötva heiminn. Hjartað okkar stækkar með hverjum deginum,“ skrifar Lára við færsluna.

Lára hefur um nokkurra ára skeið verið ein þekktasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Jens Hilmar er elsti sonur Róberts Wessman, forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvotech og eins ríkasta manns landsins. Parið opinberaði samband sitt síðasta sumar og þau hafa aldrei verið betri.


Tengdar fréttir

Lára og Jens verða mamma og pabbi

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman verða foreldrar árið 2025. Þetta tilkynna þau í einlægri Instagram færslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.