Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 10:31 Alexander Ceferin og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir málin í síðustu viku. KSÍ Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“ UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“
UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira