Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2025 11:02 Niclas Füllkrug er auðþekkjanlegur á tönninni sem virðist vanta í hann. getty/Jacques Feeney Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, leituðu ráða hjá þúsundþjalasmiðnum Rúrik Gíslasyni hvað ætti að gera með tvo þýska leikmenn í Fantasy. Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02