Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 08:33 Hér sjást stuðningsmenn Independiente beita bareflum á stuðningsmann Universidad. Sebastián Ñanco/Getty Images Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir. Independiente tók á móti Universidad de Chile í sextán liða úrslitum bikarsins en leiknum var hætt eftir að mikil slagsmál höfðu ítrekað brotist út. Rúmlega hundrað voru handteknir og um tuttugu slösuðust, þar af einn alvarlega. Kúk var kastað og heimagerðar handsprengjur flugu manna á milli í einum ofbeldisfyllsta slag sem sést hefur á fótboltaleik. Málinu var vísað til suður-ameríska knattspyrnusambandsins CONMEBOL sem sagði Independiente hafa brotið fjölmargar reglur sem lúta að öryggi áhorfenda. Niðurstaða sambandsins var að halda leikinn ekki aftur heldur senda Universidad áfram í næstu umferð en banna báðum liðum að bjóða áhorfendum á næstu sjö leiki, heima og úti. „Réttlætinu er framfylgt“ sagði forseti Universidad, en mótmælti áhorfendabanninu. Independiente var þar með dæmt úr keppni en tók því ekki þegjandi og gagnrýndi ákvörðunina „með harðasta hætti.“ Compartimos con nuestras socias, socios e hinchas la nota que el Club Atlético Independiente le presentó hoy al Presidente de la CONMEBOL, Alejandro Domínguez. pic.twitter.com/CG4WMGM6mZ— C. A. Independiente (@Independiente) September 5, 2025 Argentínska félagið heldur því fram í yfirlýsingu sinni að ákvörðunin hafi verið pólitísk og gefur í skyn að CONMEBOL forgangsraði félögum í einkaeigu fram yfir félög sem eru í hefðbundinni eigu samfélagsins. Universidad sé eitt af þeim félögum sem forgangsraði gróða, en Independiente sé „allt sem suður-amerískt fótbolti á að standa fyrir.“ Þá óskaði Independiente þess einnig að allir minjagripir tengdir félaginu verði fjarlægðir af safni CONMEBOL, vegna þess að sambandið „hefur yfirgefið allt sem einkennir suður-amerískan fótbolta.“ Argentína Síle Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Independiente tók á móti Universidad de Chile í sextán liða úrslitum bikarsins en leiknum var hætt eftir að mikil slagsmál höfðu ítrekað brotist út. Rúmlega hundrað voru handteknir og um tuttugu slösuðust, þar af einn alvarlega. Kúk var kastað og heimagerðar handsprengjur flugu manna á milli í einum ofbeldisfyllsta slag sem sést hefur á fótboltaleik. Málinu var vísað til suður-ameríska knattspyrnusambandsins CONMEBOL sem sagði Independiente hafa brotið fjölmargar reglur sem lúta að öryggi áhorfenda. Niðurstaða sambandsins var að halda leikinn ekki aftur heldur senda Universidad áfram í næstu umferð en banna báðum liðum að bjóða áhorfendum á næstu sjö leiki, heima og úti. „Réttlætinu er framfylgt“ sagði forseti Universidad, en mótmælti áhorfendabanninu. Independiente var þar með dæmt úr keppni en tók því ekki þegjandi og gagnrýndi ákvörðunina „með harðasta hætti.“ Compartimos con nuestras socias, socios e hinchas la nota que el Club Atlético Independiente le presentó hoy al Presidente de la CONMEBOL, Alejandro Domínguez. pic.twitter.com/CG4WMGM6mZ— C. A. Independiente (@Independiente) September 5, 2025 Argentínska félagið heldur því fram í yfirlýsingu sinni að ákvörðunin hafi verið pólitísk og gefur í skyn að CONMEBOL forgangsraði félögum í einkaeigu fram yfir félög sem eru í hefðbundinni eigu samfélagsins. Universidad sé eitt af þeim félögum sem forgangsraði gróða, en Independiente sé „allt sem suður-amerískt fótbolti á að standa fyrir.“ Þá óskaði Independiente þess einnig að allir minjagripir tengdir félaginu verði fjarlægðir af safni CONMEBOL, vegna þess að sambandið „hefur yfirgefið allt sem einkennir suður-amerískan fótbolta.“
Argentína Síle Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira