Barnaefni fyrir fullorðna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2025 07:07 Iceguys hafa tröllriðið íslensku samfélagi frá því þeir stigu fram á sjónarsviðið sumarið 2023. Eftir tólf sjónvarpsþætti er sögu þeirra á skjánum lokið en þeir munu vafalaust halda áfram að troða upp fyrir æsta áhorfendur. IceGuys Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. Þriðja sería Iceguys var frumsýnd á Sjónvarpi Símans föstudaginn 15. ágúst og síðasti þáttur hennar sýndur síðasta föstudag. Saga ísgauranna fimm og Mollýjar, umboðsmanns þeirra, heldur áfram þar sem frá var horfið í annarri seríu þegar þeir afplánuðu samfélagsþjónustu, unnu í sjálfum sér og tróðu upp á Arnarhóli. Núna býðst þeim að leika í stórri kvikmynd en ekki er allt sem sýnist. Sem fyrr eru í aðalhlutverkum tónlistarmennirnir Friðrik Dór Jónsson, Jón Jónsson, Árni Páll Árnason (Herra hnetusmjör) og Aron Can auk Rúriks Gíslasonar, fyrrverandi fótboltamanns, og Söndru Barilli, grínista. Við leikhóp þriðju seríu bætast leiklistarhjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, og bankamaðurinn Þórólfur Sverrisson, sem hefur ekki leikið í kvartöld, auk annarra minna þekktra leikara. Sólmundur Hólm skrifar handritið líkt og í fyrri seríunum tveimur. Tríóið Hannes Þór Halldórsson, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason fara með leikstjórn en þættirnir eru jafnframt framleiddir af framleiðslufyrirtæki þeirra, Atlavík. Ísöld af manna völdum, ógnarvinsældir og flaggskip Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Arons Can og Friðriks Dórs og sömuleiðis haft gaman af tónlist Herra hnetursmjörs og Jóns Jónssonar. Þrátt fyrir það hafði ég ákveðna fordóma fyrir stofnun sveitarinnar Iceguys strax frá byrjun. Sjá: „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“Fyrir það fyrsta fannst mér sykrað strákasveitarpoppið ekki spennandi og verra en það sem fjórmenningarnir höfðu sjálfir verið að gera. Stofnun sveitarinnar virkaði ónáttúruleg og pródúseruð, eins og hönnuð af auglýsingastofu. Sumarið 2023 leið mér eins og aðra hverja viku birtust nýjar fréttir um bandið. Undir lok sumars kom í ljós að það væru þættir á leiðinni um Iceguys svo bandið virtist greinilega stofnað í kringum þá. Hannes Þór lýsti því seinna að hann hefði verið með hugmynd að heimildarþáttum og lengi verið aðdáandi þátta á borð við Curb Your Enthusiasm og Klovn þar sem þekktir einstaklingar leika sjálfa sig og gera grín að sér. Hann hafi mátað þá hugmynd við strákana sem áttu eftir að mynda Iceguys og síðan fengið Sólmund Hólm með sér í lið til að skrifa handritið. Nú er hægt að kaupa bók um strákana, föt og ís. Fyrsta sería Iceguys kom í október 2023 og önnur í nóvember 2024. Vegna fordóma minna missti ég af þeim báðum og hef ekki lagt mig fram við að hlusta tónlistina, sem samanstendur af plötunni 1918 (sem er skemmtileg vísun í frostaveturinn), stuttskífunni Þessi týpísku jól og nokkrum smáskífum. Á sama tíma hefur fyrirbærið Iceguys breyst í heljarinnar vörumerki: í matvöruverslunum er hægt að kaupa Iceguys-ís, Heiða Björk Þórbergsdóttir skrifaði bókina ICEGUYS fyrir Króniku, sveitin hefur selt föt merkt sveitinni og jólatónleikar sveitarinnar seldust upp bæði í fyrra og í ár. Nú þegar Sjónvarp Símans er ekki lengur með enska boltann má segja að Iceguys séu orðnir að flaggskipi fyrirtækisins. Það var því ekki skrítið að þegar enski boltinn var að hefjast hjá Sýn hafi Síminn ákveðið að frumsýna þriðju seríuna á nákvæmlega sama tíma upp á dag. Gagnrýnandi ákvað sömuleiðis að brjóta odd á oflæti sínu og horfa loksins á fyrstu tvær seríurnar og svo rýna aðeins í þá þriðja. Iceguys... hvað er það? Fyrir utan vinsældirnar er Iceguys-fyrirbærið nokkuð merkilegt vegna þess að maður á erfitt með að festa nákvæmlega hendur á því hvað eða fyrir hverja það er. Til að byrja með er Iceguys strákasveit búin til fyrir sjónvarpsþætti þar sem meðlimirnir gera grín að sjálfum sér. Grínið í þáttunum byggir að miklu leyti á fyrirliggjandi þekkingu áhorfenda á „fræga fólkinu“ sem er haft að háði og spotti. Aðalleikararnir leika breyskari útgáfur af sér sjálfum og rekast á annað þekkt íslenskt fólk, sem leikur líka ýktar útgáfur af sér sjálfum. Snúið er á væntingar áhorfenda með því að láta fólkið vera gjörólíkt því sem maður heldur. Strákasveitin Iceguys er sú langvinsælasta hér á landi þessi misserin.Róbert Arnar Á sama tíma er tónlistin sem Iceguys gera í raunheimum „alvöru“ tónlist en ekki grín. Allavega eru Iceguys ein vinsælasta hljómsveit landsins í dag, spila fyrir fullum höllum og líta stoltir á hana sem viðbót við eigin sólóferla. Mest stuðnings virðist sveitin hins vegar njóta meðal barna enda eru lögin grípandi, einföld og bera skemmtilega barnalega titla, samanber „Krumla“ og „Draumaprins“, þrátt fyrir að fjalla flest um einhvers konar ást (eins og öll popplög). Sama má segja um þættina sem eru auðmeltanlegir, léttir og skemmtilegir. Hluti grínsins er vissulega ögn fullorðins, í fljótu bragði man ég þó ekki eftir nema örfáum bröndurum, en heilt yfir eru þeir mjög barnvænir. Þættirnir eiga þannig að ná bæði til barna og fullorðinna. Bræðurnir Jón og Friðrik með dætrum sínum á tónleikum sveitarinnar. Mér fannst áhugavert að fjórir af aðalleikurunum fimm, allavega tveir af leikstjórunum þremur og handritshöfundurinn eru fjölskyldufeður. Iceguys er þannig algjört fjölskyldubatterý, pabbar að leikstýra pöbbum í sögu eftir annan pabba. Fyrsta sería: Frumleg, fyndin og fersk „Þetta er bara Iceguys,“ sagði Bjarki Sigurðsson, kollegi minn, við mig þegar ég var að ræða um gagnrýni á þættina í vinnunni. Meining hans var að það þyrfti ekki að rýna neitt djúpt í efnið, það væri hugsað til afþreyingar og ætti að fá að vera í friði sem slíkt. Mann grunar að það sé útbreitt sjónarmið en vinsælt efni, sérstaklega íslenskt, á borð við Iceguys þarf einmitt á slíku halda. Þannig er hægt að bera það saman við sambærilegt erlent efni, velta fyrir sér stöðu íslensks gríns og sjá hvernig menningin speglast í afþreyingunni. Strákarnir með ljósahaf í bakgrunni. Fyrsta serían af Iceguys er sér á parti, áhorfendur sjá strákana í fyrsta sinn í þessum ýkta ham þannig að konseptið er mjög ferskt. Grínið og handritið eru vel unnin og aðalpersónurnar sjarmerandi hver á sinn máta. Framan af eru meðlimir sveitarinnar aðeins fjórir, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, rapparinn Herra Hnetusmjör og popparinn Aron Can. Hver þeirra er breyskur á sinn hátt sem býr til frábæra dýnamík. Friðrik er kominn í kulnun af því að spila stöðugt sömu lögin, Jón lifir í skugganum af bróður sínum hjá almenningi og móður þeirra, Aron er lygasjúkur og Herra Hnetusmjör er, ólíkt ímyndinni, gjörsamlega á kúpunni. Rúrik hefur fengið viðurnefnið „Sexý Rú“ í kjölfar þáttanna og Sandra Barilli er orðin landsþekkt vegna þeirra. Rúrík bætist í hópinn sem fimmti meðlimur sveitarinnar og reynist ýktari prímadonna en maður hefði haldið. Leigubílstjórinn Mollý (Sandra Barilli) slysast síðan til að verða umboðsmaður þrátt fyrir að kunna ekkert fyrir sér. Konseptið er einfalt: Strákarnir eru að starta strákasveit og ætla svo að meika það. Hver þáttur inniheldur að minnsta kosti einn frægan einstakling. Þetta virkar ágætlega framan af: rokkarinn Magni er frábær sem mislukkaður fimmti meðlimur bandsins, Hústónar eru geggjaðar sem frekar tæfur, Æði-strákarnir skrúfa upp stælana og svo bregður Birgittu Haukdal fyrir í lokaþætti fyrstu seríu. Það sem stendur hins vegar upp úr að mínu mati er Jón Jónsson sem er yfirburðarbesti leikari hópsins. Hinir eru misgóðir: Friðrik er alltaf með hálfgerðan hvolpasvip, Árni Páll er ágætis „straight-man“, Aron nýtir sakleysislegt yfirbragð sitt vel meðan Rúrik er frekar stífur. Önnur sería: Dæs gæjs... Önnur sería tekur við þar sem frá var horfið og þarf sveitin að afplána samfélagsþjónustu með því að halda tónleika fyrir þúsundir starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hugmyndin er ágæt en áhorfendum er þrælað ítrekað í gegnum sömu senurnar af sveitinni að troða upp fyrir fólk sem nennir ekki að hlusta á þá. Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can , Jón Jónsson og Rúrik Gíslason.Iceguys Búið er að uppfæra þræði strákanna, Jón er orðinn vinsæll markþjálfi sem reynir að endurheimta traust bróður síns, Friðrik er farinn að vinna sem bakari og reynir að stofna matarvagn með kollega sínum, Aron reynir að vinna bug á lygasýkinni og Rúrik reynir að meika það sjálfstætt. Herra hnetusmjör er enn að reyna að græða pening og er orðinn margfalt vitlausari en í fyrstu seríunni. Enginn þráðanna er hins vegar nógu spennandi til að halda manni sérstaklega við efnið. Á sama tíma eignast sveitin óvini í Eurojóladívunum Selmu Björns, Siggu Beinteins og Helgu Möller. Söngkonurnar eru góðar sem miskunnarlausir óþokkar en dýnamíkin er sú sama og hjá Hústónum í seríunni á undan Villi Vill er góður, en ekki svona góður. Það er ekki eina endurvinnslan, stjörnulögfræðingurinn Villi Vill birtist í lokaþætti fyrstu seríunnar með frasann „Þetta er ekki kjaftæði, þetta er lögfræði.“ Lögfræðingurinn og þessi frasi hans birtist tvisvar í annarri seríunni áður en hann skýtur upp kollinum í fjórða sinn í þeirri þriðju. Maður hafði sæmilega gaman af þessu í fyrsta sinn en seinni skiptin þrjú er grínið hætt að vera fyndið og bara þreytt. Lokaþátturinn er síðan enn önnur endurtekning frá þeirri fyrstu. Aftur þarf sveitin að lauma sér upp á svið, nú á Menningarnótt. Spaugstofan er þjóðareign, ef ekki þjóðargersemi, segir í dómnum. Þó strákarnir séu engir snilldarleikarar þá slapp það með góðu handriti í fyrstu seríunni. Það bregst í seríu tvö og leikstjórnin er ekki nógu góð til að draga fram alvöru frammistöður. Þetta er sérstaklega sýnilegt þegar fimmenningarnir leika á móti öðrum óreyndum leikurum en þá verða þættirnir amatöralegir og grínið er ekki nógu sterkt til að maður geti horft framhjá því. Eftir að hafa horft á þátt með Spaugstofumönnum sem grimmum krimmum og svo lokaþáttinn var ég farinn að halda að kannski væri þetta bara fyrir börn. Tónninn, sagan og leikurinn minnti helst á myndirnar um Algjöran Sveppa eða jóladagatal á Rúv. „Þetta er eins og nemendaráð í tíunda bekk hafi fengið alltof mikinn pening fyrir árshátíðarmyndbandið sitt,“ sagði konan mín án þess að skafa af því. Þriðja sería: Örlítið frískað upp á formúluna Eftir að hafa heillast af fyrstu seríunni var ég aftur orðinn dálítið skeptískur fyrir þá þriðju. En stundum er líka gott að vera ekki með of háar væntingar. Þriðja sería hefst á því að strákarnir eru boðaðir á fund með dularfulla auðkýfingnum Madeleine og aðstoðarmanni hennar, Þórhalli Sverrissyni sem snýr aftur á skjáinn eftir margra ára fjarveru. Madeleine vill búa til tónlistarmynd með Iceguys og býður strákunum svo mikinn pening að þeir pæla ekki einu sinni í handritinu. Þórhallur Sverris varð frægur fyrir að leika Tóta í Íslenska Draumnum árið 2000 en hefur ekki leikið síðan. Myndin reynist vera períóda sem fjallar um vistarbandið, ekki hasarmynd eins og þeir bjuggust við. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Örn Garðarsson, Vesturport-stofnandi, sem er harður á því að myndin verði períóda og samningurinn heldur strákunum föstum í Vistarbandinu þannig þeir verða að spila með. Gísli Örn er afar góður sem sjálfumglöð útgáfa af sjálfum sér sem getur ekki hætt að segja leiðinlegar sögur. Gísli lætur strákana leika fyrir sig en finnst þeir allir glataðir. Verstur þykir honum Friðrik meðan Jón er alveg frábær. Það er sérstaklega fyndið því það er satt en líka góð leið til að snúa dýnamík Friðriks og Jóns við - skyndilega er Jón orðinn uppáhalds. Strákasveitin Iceguys fær það verkefni að leika í kvikmyndinni Vistarbandinu í þriðju seríunni. Rúrik fær meira pláss en í síðustu seríu og stendur vel undir því. Þráður hans virkar vel af því það er gengið enn lengra með karakterinn, skyndilega kemur í ljós að hann kann ekki ensku og borgar síðan ungum dreng til að geta þóst vera pabbi hans. Hvort tveggja er mjög fyndið. Fléttur bæði Arons Can og Herra hnetumsjörs eru frekar óáhugaverðar og draga þættina niður, bæði hvað skemmtanagildi og tempó varðar. Þörfin fyrir því að ná utan um alla meðlimina fimm veldur því að þættirnir eiga það til að verða of langir og frásögnin langdregin - þetta á almennt við um seinni tvær seríurnar. Hjónin Nína Dögg og Gísli Örn fara með hlutverk í þáttunum. Unnur Agnes Níelsdóttir Fleiri karakterar koma við sögu, sprellarinn Nína Dögg veitir gott mótvægi við eiginmann sinn og tvífarar meðlimanna eru ráðnir til að auðvelda tökur myndarinnar sem leiðir til ýmissa skemmtilegra uppákoma. Hápunktur seríunnar er þriðji þátturinn þar sem Jón bregður sér í nýtt hlutverk sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Grínið nær hér aftur sama flugi og maður sá í fyrstu seríunni, það er eitthvað bit í því. Innblásturinn frá Curb Your Enthusiasm og Klovn, sem Hannes Þór talaði um, er áþreifanlegri þó Iceguys séu samt órafjarri því groddalega gríni. Seríunni lýkur á svipuðum slóðum og í fyrstu tveimur, með löngu hasar-atriði. Það er vissulega mun metnaðarfyllra að umfangi en í hinum tveimur seríum en gerði samt lítið fyrir mig. Ég ímynda mér þó að börnin kunni að meta hasarinn. Niðurstaða: Fyrsta sería af Iceguys er frábært sjónvarpsefni þökk sé frumlegri hugmynd og góðu handriti. Ekki tekst að byggja ofan á það í annarri seríu sem einkennist af endurteknu efni, barnalegri tón og amatöralegri senum. Ísgaurarnir rétta kúrsinn í þriðju seríunni með því að fríska upp á formúluna, fara á skrítnari slóðir og bæta góðum gestaleikurum í fléttuna. Þó maður hlæi inn á milli eru þættirnir samt of langdregnir á köflum. Oft leið mér eins og betri leikstjórn, klipping og tónlistarval hefði getað breytt miklu. Slíkt hefði bætt óspennandi myndatöku, stífan leik og flæði og endurtekin tónlistarstef. Iceguys er greinilega hugsað sem fjölskylduefni sem á að ná til breiðasta mögulega hóps. Þannig festist það eiginlega milli tveggja flokka, gríns fyrir fullorðna og fjölskylduefnis. Með fleiri sénsum hefðu þættirnir getað orðið mun betri grínþættir og á hinn bóginn hefði mátt auka á fíflaganginn fyrir betra fjölskylduefni. Ég veit ekki hvað Iceguys segir sem þjóðfélagsspegill um afstöðu okkar til „fræga fólksins,“ skemmtanabransans eða auglýsingavæðingar. En við þurfum meira af íslensku efni, bæði gríni og barnaefni, þannig maður fagnar Iceguys sem slíku. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Síminn Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. 11. ágúst 2025 07:01 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Þriðja sería Iceguys var frumsýnd á Sjónvarpi Símans föstudaginn 15. ágúst og síðasti þáttur hennar sýndur síðasta föstudag. Saga ísgauranna fimm og Mollýjar, umboðsmanns þeirra, heldur áfram þar sem frá var horfið í annarri seríu þegar þeir afplánuðu samfélagsþjónustu, unnu í sjálfum sér og tróðu upp á Arnarhóli. Núna býðst þeim að leika í stórri kvikmynd en ekki er allt sem sýnist. Sem fyrr eru í aðalhlutverkum tónlistarmennirnir Friðrik Dór Jónsson, Jón Jónsson, Árni Páll Árnason (Herra hnetusmjör) og Aron Can auk Rúriks Gíslasonar, fyrrverandi fótboltamanns, og Söndru Barilli, grínista. Við leikhóp þriðju seríu bætast leiklistarhjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, og bankamaðurinn Þórólfur Sverrisson, sem hefur ekki leikið í kvartöld, auk annarra minna þekktra leikara. Sólmundur Hólm skrifar handritið líkt og í fyrri seríunum tveimur. Tríóið Hannes Þór Halldórsson, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason fara með leikstjórn en þættirnir eru jafnframt framleiddir af framleiðslufyrirtæki þeirra, Atlavík. Ísöld af manna völdum, ógnarvinsældir og flaggskip Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Arons Can og Friðriks Dórs og sömuleiðis haft gaman af tónlist Herra hnetursmjörs og Jóns Jónssonar. Þrátt fyrir það hafði ég ákveðna fordóma fyrir stofnun sveitarinnar Iceguys strax frá byrjun. Sjá: „Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“Fyrir það fyrsta fannst mér sykrað strákasveitarpoppið ekki spennandi og verra en það sem fjórmenningarnir höfðu sjálfir verið að gera. Stofnun sveitarinnar virkaði ónáttúruleg og pródúseruð, eins og hönnuð af auglýsingastofu. Sumarið 2023 leið mér eins og aðra hverja viku birtust nýjar fréttir um bandið. Undir lok sumars kom í ljós að það væru þættir á leiðinni um Iceguys svo bandið virtist greinilega stofnað í kringum þá. Hannes Þór lýsti því seinna að hann hefði verið með hugmynd að heimildarþáttum og lengi verið aðdáandi þátta á borð við Curb Your Enthusiasm og Klovn þar sem þekktir einstaklingar leika sjálfa sig og gera grín að sér. Hann hafi mátað þá hugmynd við strákana sem áttu eftir að mynda Iceguys og síðan fengið Sólmund Hólm með sér í lið til að skrifa handritið. Nú er hægt að kaupa bók um strákana, föt og ís. Fyrsta sería Iceguys kom í október 2023 og önnur í nóvember 2024. Vegna fordóma minna missti ég af þeim báðum og hef ekki lagt mig fram við að hlusta tónlistina, sem samanstendur af plötunni 1918 (sem er skemmtileg vísun í frostaveturinn), stuttskífunni Þessi týpísku jól og nokkrum smáskífum. Á sama tíma hefur fyrirbærið Iceguys breyst í heljarinnar vörumerki: í matvöruverslunum er hægt að kaupa Iceguys-ís, Heiða Björk Þórbergsdóttir skrifaði bókina ICEGUYS fyrir Króniku, sveitin hefur selt föt merkt sveitinni og jólatónleikar sveitarinnar seldust upp bæði í fyrra og í ár. Nú þegar Sjónvarp Símans er ekki lengur með enska boltann má segja að Iceguys séu orðnir að flaggskipi fyrirtækisins. Það var því ekki skrítið að þegar enski boltinn var að hefjast hjá Sýn hafi Síminn ákveðið að frumsýna þriðju seríuna á nákvæmlega sama tíma upp á dag. Gagnrýnandi ákvað sömuleiðis að brjóta odd á oflæti sínu og horfa loksins á fyrstu tvær seríurnar og svo rýna aðeins í þá þriðja. Iceguys... hvað er það? Fyrir utan vinsældirnar er Iceguys-fyrirbærið nokkuð merkilegt vegna þess að maður á erfitt með að festa nákvæmlega hendur á því hvað eða fyrir hverja það er. Til að byrja með er Iceguys strákasveit búin til fyrir sjónvarpsþætti þar sem meðlimirnir gera grín að sjálfum sér. Grínið í þáttunum byggir að miklu leyti á fyrirliggjandi þekkingu áhorfenda á „fræga fólkinu“ sem er haft að háði og spotti. Aðalleikararnir leika breyskari útgáfur af sér sjálfum og rekast á annað þekkt íslenskt fólk, sem leikur líka ýktar útgáfur af sér sjálfum. Snúið er á væntingar áhorfenda með því að láta fólkið vera gjörólíkt því sem maður heldur. Strákasveitin Iceguys er sú langvinsælasta hér á landi þessi misserin.Róbert Arnar Á sama tíma er tónlistin sem Iceguys gera í raunheimum „alvöru“ tónlist en ekki grín. Allavega eru Iceguys ein vinsælasta hljómsveit landsins í dag, spila fyrir fullum höllum og líta stoltir á hana sem viðbót við eigin sólóferla. Mest stuðnings virðist sveitin hins vegar njóta meðal barna enda eru lögin grípandi, einföld og bera skemmtilega barnalega titla, samanber „Krumla“ og „Draumaprins“, þrátt fyrir að fjalla flest um einhvers konar ást (eins og öll popplög). Sama má segja um þættina sem eru auðmeltanlegir, léttir og skemmtilegir. Hluti grínsins er vissulega ögn fullorðins, í fljótu bragði man ég þó ekki eftir nema örfáum bröndurum, en heilt yfir eru þeir mjög barnvænir. Þættirnir eiga þannig að ná bæði til barna og fullorðinna. Bræðurnir Jón og Friðrik með dætrum sínum á tónleikum sveitarinnar. Mér fannst áhugavert að fjórir af aðalleikurunum fimm, allavega tveir af leikstjórunum þremur og handritshöfundurinn eru fjölskyldufeður. Iceguys er þannig algjört fjölskyldubatterý, pabbar að leikstýra pöbbum í sögu eftir annan pabba. Fyrsta sería: Frumleg, fyndin og fersk „Þetta er bara Iceguys,“ sagði Bjarki Sigurðsson, kollegi minn, við mig þegar ég var að ræða um gagnrýni á þættina í vinnunni. Meining hans var að það þyrfti ekki að rýna neitt djúpt í efnið, það væri hugsað til afþreyingar og ætti að fá að vera í friði sem slíkt. Mann grunar að það sé útbreitt sjónarmið en vinsælt efni, sérstaklega íslenskt, á borð við Iceguys þarf einmitt á slíku halda. Þannig er hægt að bera það saman við sambærilegt erlent efni, velta fyrir sér stöðu íslensks gríns og sjá hvernig menningin speglast í afþreyingunni. Strákarnir með ljósahaf í bakgrunni. Fyrsta serían af Iceguys er sér á parti, áhorfendur sjá strákana í fyrsta sinn í þessum ýkta ham þannig að konseptið er mjög ferskt. Grínið og handritið eru vel unnin og aðalpersónurnar sjarmerandi hver á sinn máta. Framan af eru meðlimir sveitarinnar aðeins fjórir, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, rapparinn Herra Hnetusmjör og popparinn Aron Can. Hver þeirra er breyskur á sinn hátt sem býr til frábæra dýnamík. Friðrik er kominn í kulnun af því að spila stöðugt sömu lögin, Jón lifir í skugganum af bróður sínum hjá almenningi og móður þeirra, Aron er lygasjúkur og Herra Hnetusmjör er, ólíkt ímyndinni, gjörsamlega á kúpunni. Rúrik hefur fengið viðurnefnið „Sexý Rú“ í kjölfar þáttanna og Sandra Barilli er orðin landsþekkt vegna þeirra. Rúrík bætist í hópinn sem fimmti meðlimur sveitarinnar og reynist ýktari prímadonna en maður hefði haldið. Leigubílstjórinn Mollý (Sandra Barilli) slysast síðan til að verða umboðsmaður þrátt fyrir að kunna ekkert fyrir sér. Konseptið er einfalt: Strákarnir eru að starta strákasveit og ætla svo að meika það. Hver þáttur inniheldur að minnsta kosti einn frægan einstakling. Þetta virkar ágætlega framan af: rokkarinn Magni er frábær sem mislukkaður fimmti meðlimur bandsins, Hústónar eru geggjaðar sem frekar tæfur, Æði-strákarnir skrúfa upp stælana og svo bregður Birgittu Haukdal fyrir í lokaþætti fyrstu seríu. Það sem stendur hins vegar upp úr að mínu mati er Jón Jónsson sem er yfirburðarbesti leikari hópsins. Hinir eru misgóðir: Friðrik er alltaf með hálfgerðan hvolpasvip, Árni Páll er ágætis „straight-man“, Aron nýtir sakleysislegt yfirbragð sitt vel meðan Rúrik er frekar stífur. Önnur sería: Dæs gæjs... Önnur sería tekur við þar sem frá var horfið og þarf sveitin að afplána samfélagsþjónustu með því að halda tónleika fyrir þúsundir starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hugmyndin er ágæt en áhorfendum er þrælað ítrekað í gegnum sömu senurnar af sveitinni að troða upp fyrir fólk sem nennir ekki að hlusta á þá. Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can , Jón Jónsson og Rúrik Gíslason.Iceguys Búið er að uppfæra þræði strákanna, Jón er orðinn vinsæll markþjálfi sem reynir að endurheimta traust bróður síns, Friðrik er farinn að vinna sem bakari og reynir að stofna matarvagn með kollega sínum, Aron reynir að vinna bug á lygasýkinni og Rúrik reynir að meika það sjálfstætt. Herra hnetusmjör er enn að reyna að græða pening og er orðinn margfalt vitlausari en í fyrstu seríunni. Enginn þráðanna er hins vegar nógu spennandi til að halda manni sérstaklega við efnið. Á sama tíma eignast sveitin óvini í Eurojóladívunum Selmu Björns, Siggu Beinteins og Helgu Möller. Söngkonurnar eru góðar sem miskunnarlausir óþokkar en dýnamíkin er sú sama og hjá Hústónum í seríunni á undan Villi Vill er góður, en ekki svona góður. Það er ekki eina endurvinnslan, stjörnulögfræðingurinn Villi Vill birtist í lokaþætti fyrstu seríunnar með frasann „Þetta er ekki kjaftæði, þetta er lögfræði.“ Lögfræðingurinn og þessi frasi hans birtist tvisvar í annarri seríunni áður en hann skýtur upp kollinum í fjórða sinn í þeirri þriðju. Maður hafði sæmilega gaman af þessu í fyrsta sinn en seinni skiptin þrjú er grínið hætt að vera fyndið og bara þreytt. Lokaþátturinn er síðan enn önnur endurtekning frá þeirri fyrstu. Aftur þarf sveitin að lauma sér upp á svið, nú á Menningarnótt. Spaugstofan er þjóðareign, ef ekki þjóðargersemi, segir í dómnum. Þó strákarnir séu engir snilldarleikarar þá slapp það með góðu handriti í fyrstu seríunni. Það bregst í seríu tvö og leikstjórnin er ekki nógu góð til að draga fram alvöru frammistöður. Þetta er sérstaklega sýnilegt þegar fimmenningarnir leika á móti öðrum óreyndum leikurum en þá verða þættirnir amatöralegir og grínið er ekki nógu sterkt til að maður geti horft framhjá því. Eftir að hafa horft á þátt með Spaugstofumönnum sem grimmum krimmum og svo lokaþáttinn var ég farinn að halda að kannski væri þetta bara fyrir börn. Tónninn, sagan og leikurinn minnti helst á myndirnar um Algjöran Sveppa eða jóladagatal á Rúv. „Þetta er eins og nemendaráð í tíunda bekk hafi fengið alltof mikinn pening fyrir árshátíðarmyndbandið sitt,“ sagði konan mín án þess að skafa af því. Þriðja sería: Örlítið frískað upp á formúluna Eftir að hafa heillast af fyrstu seríunni var ég aftur orðinn dálítið skeptískur fyrir þá þriðju. En stundum er líka gott að vera ekki með of háar væntingar. Þriðja sería hefst á því að strákarnir eru boðaðir á fund með dularfulla auðkýfingnum Madeleine og aðstoðarmanni hennar, Þórhalli Sverrissyni sem snýr aftur á skjáinn eftir margra ára fjarveru. Madeleine vill búa til tónlistarmynd með Iceguys og býður strákunum svo mikinn pening að þeir pæla ekki einu sinni í handritinu. Þórhallur Sverris varð frægur fyrir að leika Tóta í Íslenska Draumnum árið 2000 en hefur ekki leikið síðan. Myndin reynist vera períóda sem fjallar um vistarbandið, ekki hasarmynd eins og þeir bjuggust við. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Örn Garðarsson, Vesturport-stofnandi, sem er harður á því að myndin verði períóda og samningurinn heldur strákunum föstum í Vistarbandinu þannig þeir verða að spila með. Gísli Örn er afar góður sem sjálfumglöð útgáfa af sjálfum sér sem getur ekki hætt að segja leiðinlegar sögur. Gísli lætur strákana leika fyrir sig en finnst þeir allir glataðir. Verstur þykir honum Friðrik meðan Jón er alveg frábær. Það er sérstaklega fyndið því það er satt en líka góð leið til að snúa dýnamík Friðriks og Jóns við - skyndilega er Jón orðinn uppáhalds. Strákasveitin Iceguys fær það verkefni að leika í kvikmyndinni Vistarbandinu í þriðju seríunni. Rúrik fær meira pláss en í síðustu seríu og stendur vel undir því. Þráður hans virkar vel af því það er gengið enn lengra með karakterinn, skyndilega kemur í ljós að hann kann ekki ensku og borgar síðan ungum dreng til að geta þóst vera pabbi hans. Hvort tveggja er mjög fyndið. Fléttur bæði Arons Can og Herra hnetumsjörs eru frekar óáhugaverðar og draga þættina niður, bæði hvað skemmtanagildi og tempó varðar. Þörfin fyrir því að ná utan um alla meðlimina fimm veldur því að þættirnir eiga það til að verða of langir og frásögnin langdregin - þetta á almennt við um seinni tvær seríurnar. Hjónin Nína Dögg og Gísli Örn fara með hlutverk í þáttunum. Unnur Agnes Níelsdóttir Fleiri karakterar koma við sögu, sprellarinn Nína Dögg veitir gott mótvægi við eiginmann sinn og tvífarar meðlimanna eru ráðnir til að auðvelda tökur myndarinnar sem leiðir til ýmissa skemmtilegra uppákoma. Hápunktur seríunnar er þriðji þátturinn þar sem Jón bregður sér í nýtt hlutverk sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Grínið nær hér aftur sama flugi og maður sá í fyrstu seríunni, það er eitthvað bit í því. Innblásturinn frá Curb Your Enthusiasm og Klovn, sem Hannes Þór talaði um, er áþreifanlegri þó Iceguys séu samt órafjarri því groddalega gríni. Seríunni lýkur á svipuðum slóðum og í fyrstu tveimur, með löngu hasar-atriði. Það er vissulega mun metnaðarfyllra að umfangi en í hinum tveimur seríum en gerði samt lítið fyrir mig. Ég ímynda mér þó að börnin kunni að meta hasarinn. Niðurstaða: Fyrsta sería af Iceguys er frábært sjónvarpsefni þökk sé frumlegri hugmynd og góðu handriti. Ekki tekst að byggja ofan á það í annarri seríu sem einkennist af endurteknu efni, barnalegri tón og amatöralegri senum. Ísgaurarnir rétta kúrsinn í þriðju seríunni með því að fríska upp á formúluna, fara á skrítnari slóðir og bæta góðum gestaleikurum í fléttuna. Þó maður hlæi inn á milli eru þættirnir samt of langdregnir á köflum. Oft leið mér eins og betri leikstjórn, klipping og tónlistarval hefði getað breytt miklu. Slíkt hefði bætt óspennandi myndatöku, stífan leik og flæði og endurtekin tónlistarstef. Iceguys er greinilega hugsað sem fjölskylduefni sem á að ná til breiðasta mögulega hóps. Þannig festist það eiginlega milli tveggja flokka, gríns fyrir fullorðna og fjölskylduefnis. Með fleiri sénsum hefðu þættirnir getað orðið mun betri grínþættir og á hinn bóginn hefði mátt auka á fíflaganginn fyrir betra fjölskylduefni. Ég veit ekki hvað Iceguys segir sem þjóðfélagsspegill um afstöðu okkar til „fræga fólksins,“ skemmtanabransans eða auglýsingavæðingar. En við þurfum meira af íslensku efni, bæði gríni og barnaefni, þannig maður fagnar Iceguys sem slíku.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Síminn Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. 11. ágúst 2025 07:01 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00
Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. 11. ágúst 2025 07:01
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01
Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30