Lífið

Leifur Andri og Hug­rún selja í­búðina í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Leifur Andri og Hugrún hafa sett íbúð sína í Urriðaholti á sölu.
Leifur Andri og Hugrún hafa sett íbúð sína í Urriðaholti á sölu. Instagram

Knattspyrnukappinn Leifur Andri Leifsson, og Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, hafa sett íbúð sína við Maríugötu í Urriðaholti í Garðabæ á sölu.

Um er að ræða 90 fermetra íbúð á fjórðu og efstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2021.

Heimilið er smekklega innréttað í mjúkum jarðlitum sem skapa hlýlegt og nútímalegt yfirbragð.

Eldhús, stofa og borðstofa mynda opið og bjart rými með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á suðursvalir með stórbrotnu útsýni yfir Reykjanesið, út á sjó, yfir Heiðmörkina og víðar. Á gólfum er ljóst viðarparket.

Eldhúsið er prýtt svartbæsaðri eikarinnréttingu með góðu skápaplássi og borðplötum úr ljósum kvartssteini. Fyrir miðju er eyja með góðu skápa- og setuaðstöðu.

Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði rúmgóð og með góðum fataskápum. Baðherbergið er snyrtilegt, flísalagt að hluta og með aðstöðu fyrir bæði þvottavél og þurrkara.

Ásett  verð fyrir eignina er 87,9 milljónir.

Nánar upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.


Tengdar fréttir

Leifur Andri og Hugrún trúlofuð

Knattspyrnukappinn Leifur Andri Leifsson, og Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eru trúlofuð. Frá þessu greinir Hugrún í einlægri færslu á Instagram. 

Leifur og Hugrún orðin foreldrar

Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku síðastliðinn föstudag. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.