Lífið

Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Óskar stofnaði Omnom  með æskuvini sínum Kjartani Gíslasyni árið 2013.
Óskar stofnaði Omnom  með æskuvini sínum Kjartani Gíslasyni árið 2013.

Óskar Þórðarson, einn stofnenda súkkulaðiverskmiðjunnar Omnom, og eiginkona hans Marta Nowosad, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Akralandi í Garðabæ á sölu. Húsið er 229 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 209 milljónir.

Húsið er byggt árið 2010 og innanhússarkitektinn Berglind Berndsen sá um hönnunina sem er sérlega glæsileg.

Gengið er inn í rúmgott og flísalagt andyri, þaðan í fallegt alrými með gólfsíðum gluggum. Eldhúsið er glæsilegt, með miklu skápaplássi og stórri eldhúseyju með steinborði og setuaðstöðu. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar í svartri eik, og á gólfum er hlýlegt viðarparket.

Falleg hönnun er áberandi í stofurýminu sem er innréttað með mikilli natni. Þar á meðal eru Eames borðstofustólar. Útgengt er úr rýminu út í snyrtilegan suðurgarð með timburverönd.

Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, sjónvarpsrými og rúmgott baðherbergi með frístandandi baðkari. Útgengt er út á góðar svalir frá hjónaherberginu.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.