Enski boltinn

City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Starfsmaðurinn í treyju Manchester United.
Starfsmaðurinn í treyju Manchester United.

Manchester City hefur rekið barþjón sem mætti í vinnuna í treyju Manchester United.

Manchester-liðin, City og United, leiddu saman hesta sína á Etihad í ensku úrvalsdeildinni í gær. City hafði betur, 3-0, með tveimur mörkum frá Erling Haaland og einu frá Phil Foden.

Þótt flestir stuðningsmanna City hafi verið í góðu skapi í gær fór það í taugar sumra þeirra að starfsmaður í veitingasölu á Etihad hafi verið í United-treyju í vinnunni.

Starfsmaðurinn var í nokkurra ára gamalli, blárri United-treyju og dældi bjór fyrir viðstadda eins og ekkert væri eðlilegra.

Eftir nokkra umræðu á samfélagsmiðlum brást City við og greindi frá því að starfsmaðurinn hefði verið látinn taka pokann sinn.

Fyrir leikinn í gær hafði City tapað tveimur deildarleikjum í röð. Liðið er nú í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig. Næsti leikur City er gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×