Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 16:31 Bernardo Silva í baráttunni við Gabriel í gær. Getty/Marc Atkins Bernardo Silva er afar óánægður með það misræmi sem var á milli aðdraganda stórleiks Arsenal og Manchester City í gær, hjá liðunum tveimur. Hann kallar eftir heilbrigðri skynsemi þeirra sem koma að því að velja leikdaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira