Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2025 11:24 Ásthildur Úa Sigurðardóttir kemur inn í Óresteiu í stað Elínar Sifjar Halldórsdóttur en æfingar hefjast á næstunni. Vísir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir hefur tekið við af Elínu Sif Halldórsdóttur sem átti að leika aðalhlutverkið í Óresteiu, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári. Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári.
Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira