Fótbolti

Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elías Rafn var öryggið uppmálað, ólíkt andstæðingi sínum í Sturm Graz. 
Elías Rafn var öryggið uppmálað, ólíkt andstæðingi sínum í Sturm Graz.  Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images

Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 2-0 sigri Midtjylland gegn Sturm Graz í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar.

Elías átti góðan leik, varði fjögur skot, greip tvær fyrirgjafir og gerðist ekki sekur um slæm mistök, annað en kollegi hans í markinu hjá Sturm Graz sem skoraði sjálfsmark á sjöundu mínútu.

Markið var mjög klaufalegt hjá honum Oliver Christianssen, sem fékk boltann beint á sig en missti hann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Upphaflega flautaði dómarinn brot en eftir endurskoðun VAR fékk markið að standa og skelfileg mistök markmannsins voru staðfest.

Ousmane Diao bætti svo marki við fyrir Midtjylland á lokamínútunum, þegar Sturm Graz blés til sóknar í leit að jöfnunarmarki.

Á sama tíma gerðu PAOK og Maccabi Tel Aviv markalaust jafntefli. Midtjylland mun því sitja í efsta sæti Evrópudeildarinnar þar til annað kemur í ljós en sjö aðrir leikir hófust núna klukkan sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×