Fótbolti

Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Sunderland hafa haft ærnar ástæður til að fagna í upphafi tímabils
Leikmenn Sunderland hafa haft ærnar ástæður til að fagna í upphafi tímabils Vísir/Getty

Sunderland vann góðan 0-1 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu en með sigrinum lyfti liðið sér upp í þriðja sæti deildarinnar eftir sex umferðir.

Omar Alderete skoraði eina mark leiksins í dag á 38. mínútu. Gestirnir frá Sunderland vörðust afar vel í leiknum í dag og gáfu fá færi á sér en heimamönnum tókst aðeins að búa til eitt hættulegt færi í dag í 22 tilraunum.

Með sigrinum fer Sunderland eins og áður sagði upp í þriðja sæti er liðið er með ellefu stig eftir sex umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×