Ekki er allt gull sem glóir Símon Birgisson skrifar 30. september 2025 07:00 Katla Njálsdóttir fer með öll hlutverkin í Þetta er gjöf en að sögn gagnrýnanda er henni talsverð vorkunn að þurfa að komast í gegnum leiktexta sem er allt of háfleygur, ljóðrænn og stundum hreinlega skrýtinn. Þjóðleikhúsið Þetta er gjöf er einleikur eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttir sem var frumsýndur í Skotlandi í sumar en er nú settur upp í Þjóðleikhúsinu þar sem verkið er þýtt og staðfært. Leikritið er nútímaútgáfa af grísku goðsögninni um Mídas konung – sagt frá sjónarhóli dóttur hans. Þrátt fyrir faglega umgjörð nær sýningin þó aldrei flugi og liggur sökin í leiktextanum sjálfum. Sagan er ruglingsleg, persónur næfurþunnar og samfélagslega ádeilan misheppnuð. Þetta er gjöf – Þjóðleikhúsið Frumsýning: 26. september 2025. Höfundur og leikstjóri: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Þýðing: Friðrika Benónýsdóttir og Kolbrún Björt. Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir. Tónlist: Gyða Valtýsdóttir, Úlfur Hansson. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Leikari: Katla Njálsdóttir. Flókin saga Sóley er ung stúlka sem býr hjá einstæðum föður sínum. Kvöld eitt, þegar hún kemur heim af djamminu, er ókunnugur eldri maður fyrir utan húsið þeirra. Hún býður manninum, sem heitir Sylvain, inn til sín að gista og þau verða vinir. Nokkru síðar skýtur annar maður sem heitir Dennis upp kollinum. Hann er vinur Sylvain og hefur einnig þann leynihæfileika að veita mönnum óskir. Hann veitir pabba Sóleyjar ósk og hann óskar sér auðvitað að geta breytt öllu í gull. Nú hefjast heilmiklar flækjur, pabbinn breytir versluninni sinni í gull en hættir að geta borðað því maturinn breytist í gull (drykkir breytast samt ekki í gull þannig að hann fer á einhverskonar djúskúr til að halda sér á lífi svo fleira geti gerst í leikritinu). Á meðan pabbinn er að deyja úr hungri er nóg að gera hjá Sóleyju. Hún flakkar milli staða í Reykjavík, við kynnumst Sjonna – kærastanum hennar og vinkonunni Erlu en að lokum verður gjöf Dennis að raunverulegri bölvun, líkt og í sögunni um Mídas konung verður græðgin mönnum að falli. Því miður heldur söguþráður verksins engu vatni og er þar helst um að kenna lélegri persónusköpun. Hver er þessi Sylvain og af hverju býður Sóley honum inn til sín að gista á sófanum? Hvaðan kemur þessi Dennis og af hverju eru hann og Sylvain vinir? Hver er þessi Sjonni sem Sóley er svona hrifin af? Af hverju vill Erla gullið baðherbergi? Og svo framvegis... Maður nær engum botni í það hvað knýr persónurnar áfram eða hvað þær vilja. Sérstaklega eru þeir kumpánar Dennis og Sylvain manni algjörar ráðgátur. Katla Njálsdóttir er ein á sviðinu í verkinu sem er sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.Þjóðleikhúsið Skrýtin staðfærsla Í leikskrá stendur að verkið sé þýtt og staðfært af höfundi og Friðriku Benónýsdóttur. Þessi staðfærsla virkar illa. Í upphafi verksins fær maður sterkt á tilfinninguna að maður sé staddur í Bretlandi. Tedrykkja Sóleyjar og föður hennar og lýsingar á umhverfi benda manni þangað. En í seinni hlutanum flakkar Sóley á milli Kringlunnar og Ingólfstorgs og skellir sér í Skipholtið að selja gullmola. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir hefur haslað sér völl sem leikskáld og leikstjóri á Bretlandseyjum en þreytir frumraun sína í íslensku atvinnuleikhúsi með Þetta er gjöf. Stundum virkar staðfærsla en stundum er betra að leyfa verkum bara að gerast í því umhverfi sem höfundur sá upprunalega fyrir sér. Líkfundurinn í Nauthólsvíkinni var dæmi um senu sem virkaði bara út úr kú í þessari íslensku staðfærslu. Verkið á líka að fjalla um einhverskonar stéttabaráttu. Sóley og pabbi hennar eiga að tilheyra stétt þeirra sem hafa lítið milli handanna á meðan Sylvain og Dennis tilheyra yfirstéttinni. En ef þú átt þína eigin verslun á Íslandi, eins og pabbi Sóleyjar, ertu þá í hópi lágstéttarfólks? Er Sóley í hrikalega vondum málum þegar hún getur valið sér menntaskóla, býr í öruggu húsnæði með pabba sínum og fer á stefnumót í Bíó Paradís (kannski ekki hefðbundinn samkomustaður fátæklinga á Íslandi). Áskorun fyrir leikara Katla Þórudóttir Njálsdóttir er aðalleikkona sýningarinnar. Katla er efnileg ung leikkona. Var flott í þáttunum Húsó og hefur sterka nærveru á sviði. Henni var þó talsverð vorkunn að þurfa að komast í gegnum þennan leiktexta sem var allt of háfleygur, ljóðrænn og stundum bara skrýtinn. Katla komst ágætlega frá því þrátt fyrir einstaka hökt á texta. Katla Njálsdóttir er sett í afar krefjandi aðstæður að mati gagnrýnanda. Það hjálpar Kötlu heldur ekki að leikstjórnin var ansi handahófskennd. Stundum túlkaði Katla aðrar persónur á leikrænan hátt, stundum sagði hún frá þeim, en stundum var rödd hennar sett í gegnum hátalarakerfið (því rödd Dennis „fyllti út í herbergið“ samkvæmt leiktextanum). Svo er alltaf erfitt að túlka persónur þegar þær hafa litla sem enga rökræna tengingu við sýninguna sjálfa. Ég ætla samt ekki að gefa Kötlu einhverja falleinkunn í þessari sýningu. Hún gerði sitt besta en er sett í afar krefjandi aðstæður, svo ekki sé meira sagt. Illa heppnaður útúrsnúningur Í viðtali í leikskrá sýningarinnar talar höfundur um að hafa fengið innblástur úr sögunni um Mídas konung. Ætli sagan um Mídas sé ekki með betur þekktum goðsögum og hefur ýmsa snertifleti við samtímann. Ég bjóst því við einhverri nýrri, frumlegri nálgun á þessi dæmisögu. Andri Snær Magnason sneri snilldarlega út úr sögunni um Mídas í bókinn LoveStar. Í hans útgáfu segir LoveStar frá Medíasi konungi sem er niðurbrotinn því enginn þekkir hann í konungdæminu – hann óskar sér því að allt sem hann snerti verði frægt, að allt sem hann snerti komist á forsíður blaða og allir muni þrá að hitta hann, heyra og sjá. Andri Snær notar upprunalegu goðsöguna sem efnivið, setur hana í nýtt samhengi svo úr verður ádeila á nútímann þar sem hið raunverulega gull eru læk á samfélagsmiðlum, blaðagreinar og frægð. Kolbrún snýr hins vegar aldrei upp á söguna um Mídas konung. Pabbi Sóleyjar breytist bara í Mídas, allt sem hann snertir verður að gulli en það er ekkert unnið með þá hugmynd áfram. Í raun tekur enginn í samfélaginu eftir því hvað sé að gerast – þrátt fyrir að pabbi Sóleyjar breyti heilli verslun í gull þá vekur það enga eftirtekt. Ekki heldur þegar dýr í nágrenninu fara að breytast í gull eða Sóley röltir með gullmola um Reykjavíkurborg. Ólíkt útgáfu Andra Snæs þá nær saga Kolbrúnar aldrei að breytast í samfélagslega ádeilu. Plakat sýningarinnar vísar í gulleiginleika Mídasar. Kassi eða kúla Þetta er gjöf er sýnd á minnsta sviði Þjóðleikhússins – Kúlunni, sem yfirleitt er notuð í barnasýningar. Mér finnst óvenjulegt að uppfærsla af þessari stærðargráðu sé sett í Kúluna, salurinn er lítill og þröngur, maður sér illa sviðið ef maður fær sæti aftarlega og áhorfendur þurftu að labba út úr Kassanum og fara inn í salinn gegnum hliðardyr að utan. Kannski hefur leikhúsið ekki meiri trú á verkinu en svo að það er falið í kjallaranum en í allri hreinskilni þá er þetta svið ekki boðlegt fyrir sýningar af þessar stærðargráðu. Ef það er eitthvað jákvætt sem ég get fundið við þessa sýningu þá er það umgjörðin. Sviðsmyndin (Guðný Hrund) var skemmtileg, lýsingin (Garðar Borgþórsson) var glæsileg og tónlistin (Gyða Valtýsdóttir, Úlfur Hansson) var falleg. Ef eitthvað ævintýri á hins vegar vel við þessa sýningu er það kannski ekki sagan um Mídas konung heldur frekar Nýju fötin keisarans. En því miður virðist enginn í Þjóðleikhúsinu hafa tekið eftir því að í þessu leikriti er keisarinn nakinn. Niðurstaða Þetta er gjöf er leikrit sem stendur ekki undir væntingum. Sagan er skrýtin, persónur þunnar og textinn allt of háfleygur. Það eru mistök að staðfæra verkið og kannski heldur Kolbrún á of mörgum þráðum í einu sem leikskáld, leikstjóri og höfundur. Eina stjarna sýningarinnar er lýsingin, sviðið og búningarnar sem stóðust væntingar. Gagnrýni Símonar Birgissonar Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Þetta er gjöf – Þjóðleikhúsið Frumsýning: 26. september 2025. Höfundur og leikstjóri: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Þýðing: Friðrika Benónýsdóttir og Kolbrún Björt. Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir. Tónlist: Gyða Valtýsdóttir, Úlfur Hansson. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Leikari: Katla Njálsdóttir. Flókin saga Sóley er ung stúlka sem býr hjá einstæðum föður sínum. Kvöld eitt, þegar hún kemur heim af djamminu, er ókunnugur eldri maður fyrir utan húsið þeirra. Hún býður manninum, sem heitir Sylvain, inn til sín að gista og þau verða vinir. Nokkru síðar skýtur annar maður sem heitir Dennis upp kollinum. Hann er vinur Sylvain og hefur einnig þann leynihæfileika að veita mönnum óskir. Hann veitir pabba Sóleyjar ósk og hann óskar sér auðvitað að geta breytt öllu í gull. Nú hefjast heilmiklar flækjur, pabbinn breytir versluninni sinni í gull en hættir að geta borðað því maturinn breytist í gull (drykkir breytast samt ekki í gull þannig að hann fer á einhverskonar djúskúr til að halda sér á lífi svo fleira geti gerst í leikritinu). Á meðan pabbinn er að deyja úr hungri er nóg að gera hjá Sóleyju. Hún flakkar milli staða í Reykjavík, við kynnumst Sjonna – kærastanum hennar og vinkonunni Erlu en að lokum verður gjöf Dennis að raunverulegri bölvun, líkt og í sögunni um Mídas konung verður græðgin mönnum að falli. Því miður heldur söguþráður verksins engu vatni og er þar helst um að kenna lélegri persónusköpun. Hver er þessi Sylvain og af hverju býður Sóley honum inn til sín að gista á sófanum? Hvaðan kemur þessi Dennis og af hverju eru hann og Sylvain vinir? Hver er þessi Sjonni sem Sóley er svona hrifin af? Af hverju vill Erla gullið baðherbergi? Og svo framvegis... Maður nær engum botni í það hvað knýr persónurnar áfram eða hvað þær vilja. Sérstaklega eru þeir kumpánar Dennis og Sylvain manni algjörar ráðgátur. Katla Njálsdóttir er ein á sviðinu í verkinu sem er sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.Þjóðleikhúsið Skrýtin staðfærsla Í leikskrá stendur að verkið sé þýtt og staðfært af höfundi og Friðriku Benónýsdóttur. Þessi staðfærsla virkar illa. Í upphafi verksins fær maður sterkt á tilfinninguna að maður sé staddur í Bretlandi. Tedrykkja Sóleyjar og föður hennar og lýsingar á umhverfi benda manni þangað. En í seinni hlutanum flakkar Sóley á milli Kringlunnar og Ingólfstorgs og skellir sér í Skipholtið að selja gullmola. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir hefur haslað sér völl sem leikskáld og leikstjóri á Bretlandseyjum en þreytir frumraun sína í íslensku atvinnuleikhúsi með Þetta er gjöf. Stundum virkar staðfærsla en stundum er betra að leyfa verkum bara að gerast í því umhverfi sem höfundur sá upprunalega fyrir sér. Líkfundurinn í Nauthólsvíkinni var dæmi um senu sem virkaði bara út úr kú í þessari íslensku staðfærslu. Verkið á líka að fjalla um einhverskonar stéttabaráttu. Sóley og pabbi hennar eiga að tilheyra stétt þeirra sem hafa lítið milli handanna á meðan Sylvain og Dennis tilheyra yfirstéttinni. En ef þú átt þína eigin verslun á Íslandi, eins og pabbi Sóleyjar, ertu þá í hópi lágstéttarfólks? Er Sóley í hrikalega vondum málum þegar hún getur valið sér menntaskóla, býr í öruggu húsnæði með pabba sínum og fer á stefnumót í Bíó Paradís (kannski ekki hefðbundinn samkomustaður fátæklinga á Íslandi). Áskorun fyrir leikara Katla Þórudóttir Njálsdóttir er aðalleikkona sýningarinnar. Katla er efnileg ung leikkona. Var flott í þáttunum Húsó og hefur sterka nærveru á sviði. Henni var þó talsverð vorkunn að þurfa að komast í gegnum þennan leiktexta sem var allt of háfleygur, ljóðrænn og stundum bara skrýtinn. Katla komst ágætlega frá því þrátt fyrir einstaka hökt á texta. Katla Njálsdóttir er sett í afar krefjandi aðstæður að mati gagnrýnanda. Það hjálpar Kötlu heldur ekki að leikstjórnin var ansi handahófskennd. Stundum túlkaði Katla aðrar persónur á leikrænan hátt, stundum sagði hún frá þeim, en stundum var rödd hennar sett í gegnum hátalarakerfið (því rödd Dennis „fyllti út í herbergið“ samkvæmt leiktextanum). Svo er alltaf erfitt að túlka persónur þegar þær hafa litla sem enga rökræna tengingu við sýninguna sjálfa. Ég ætla samt ekki að gefa Kötlu einhverja falleinkunn í þessari sýningu. Hún gerði sitt besta en er sett í afar krefjandi aðstæður, svo ekki sé meira sagt. Illa heppnaður útúrsnúningur Í viðtali í leikskrá sýningarinnar talar höfundur um að hafa fengið innblástur úr sögunni um Mídas konung. Ætli sagan um Mídas sé ekki með betur þekktum goðsögum og hefur ýmsa snertifleti við samtímann. Ég bjóst því við einhverri nýrri, frumlegri nálgun á þessi dæmisögu. Andri Snær Magnason sneri snilldarlega út úr sögunni um Mídas í bókinn LoveStar. Í hans útgáfu segir LoveStar frá Medíasi konungi sem er niðurbrotinn því enginn þekkir hann í konungdæminu – hann óskar sér því að allt sem hann snerti verði frægt, að allt sem hann snerti komist á forsíður blaða og allir muni þrá að hitta hann, heyra og sjá. Andri Snær notar upprunalegu goðsöguna sem efnivið, setur hana í nýtt samhengi svo úr verður ádeila á nútímann þar sem hið raunverulega gull eru læk á samfélagsmiðlum, blaðagreinar og frægð. Kolbrún snýr hins vegar aldrei upp á söguna um Mídas konung. Pabbi Sóleyjar breytist bara í Mídas, allt sem hann snertir verður að gulli en það er ekkert unnið með þá hugmynd áfram. Í raun tekur enginn í samfélaginu eftir því hvað sé að gerast – þrátt fyrir að pabbi Sóleyjar breyti heilli verslun í gull þá vekur það enga eftirtekt. Ekki heldur þegar dýr í nágrenninu fara að breytast í gull eða Sóley röltir með gullmola um Reykjavíkurborg. Ólíkt útgáfu Andra Snæs þá nær saga Kolbrúnar aldrei að breytast í samfélagslega ádeilu. Plakat sýningarinnar vísar í gulleiginleika Mídasar. Kassi eða kúla Þetta er gjöf er sýnd á minnsta sviði Þjóðleikhússins – Kúlunni, sem yfirleitt er notuð í barnasýningar. Mér finnst óvenjulegt að uppfærsla af þessari stærðargráðu sé sett í Kúluna, salurinn er lítill og þröngur, maður sér illa sviðið ef maður fær sæti aftarlega og áhorfendur þurftu að labba út úr Kassanum og fara inn í salinn gegnum hliðardyr að utan. Kannski hefur leikhúsið ekki meiri trú á verkinu en svo að það er falið í kjallaranum en í allri hreinskilni þá er þetta svið ekki boðlegt fyrir sýningar af þessar stærðargráðu. Ef það er eitthvað jákvætt sem ég get fundið við þessa sýningu þá er það umgjörðin. Sviðsmyndin (Guðný Hrund) var skemmtileg, lýsingin (Garðar Borgþórsson) var glæsileg og tónlistin (Gyða Valtýsdóttir, Úlfur Hansson) var falleg. Ef eitthvað ævintýri á hins vegar vel við þessa sýningu er það kannski ekki sagan um Mídas konung heldur frekar Nýju fötin keisarans. En því miður virðist enginn í Þjóðleikhúsinu hafa tekið eftir því að í þessu leikriti er keisarinn nakinn. Niðurstaða Þetta er gjöf er leikrit sem stendur ekki undir væntingum. Sagan er skrýtin, persónur þunnar og textinn allt of háfleygur. Það eru mistök að staðfæra verkið og kannski heldur Kolbrún á of mörgum þráðum í einu sem leikskáld, leikstjóri og höfundur. Eina stjarna sýningarinnar er lýsingin, sviðið og búningarnar sem stóðust væntingar.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira