Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. október 2025 23:38 Flugfreyjan Elísabet býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar. Anton Brink Í fallegu rúmlega hundrað ára gömlu bárujárnshúsi í hjarta Hafnarfjarðar búa hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Egill Björgvinsson, ásamt börnum sínum tveimur, Elísu og Elliot. Þau fluttu inn sumarið 2017 og hafa síðan þá verið að gera húsið að sínu. Elísabet og Egill reka saman fjölskyldufyrirtækið E-design, þar sem þau framleiða handgerð ilmkerti úr sojavaxi, ilmstangir og ilmsprey. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2019 og segir Elísabet, sem starfar samhliða rekstrinum sem flugfreyja hjá Icelandair, það ákveðna hugleiðslu að standa við pottana og nostra við vörurnar. Elísabet við störf við kertaframleiðslu.Anton Brink Gul útidyrahurð og sögulegur sjarmi Hús fjölskyldunnar stendur við Öldugötu, var reist árið 1922 og er 110 fermetrar á tveimur hæðum. Gul útidyrahurð gefur húsinu sérstakan karakter og lífgar upp á eignina. Þau fluttu inn sumarið 2017 og við afhendingu réðust Elísabet og Egill strax í framkvæmdir en vildu halda í sjarma hússins eins mikið og mögulegt var – meðal annars fékk gula hurðin að standa. Þau færðu eldhúsið í annað rými og ný innrétting var sett upp. Gólfefnin eru upprunaleg en voru pússuð upp og parketið hvíttað. Á efri hæðinni eru veggirnir úr timbri, málaðir þannig að raufarnar sjáist vel og skapa fallega heildarmynd þar sem upprunalegur sjarmi hússins fær að njóta sín. Sama má segja um neðri hæðina, þar sem hrjúfir veggir og gamalt handbragð minna á uppruna hússins. Gula útidyrahurðin gefur húsinu mikinn karakter.Anton Brink Innlit er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kíkja í heimsókn til fólks og fyrirtækja úr ólíkum kimum þjóðfélagsins og sjá hvernig umhverfi þeirra endurspeglar lífsstíl, áhugamál og starfsemi. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@syn.is. Litadýrð og notalegheit Elísabet lýsir stílnum á heimilinu sem hlýlegum og notalegum, þar sem persónulegir munir fá sitt pláss. „Ég elska gömul hús sem búið er að gera upp og alla litina. Þegar fallegum, gömlum og nýjum hlutum er blandað saman verður heimilið einstaklega hlýlegt,“ segir Elísabet, sem segist oft finna faldar gersemar í Góða hirðinum. Hún hefur ekki tölu á hversu marga vasa eða kertastjaka hún hefur keypt og gefið nýtt líf. Borðstofuborðið er til dæmis borð sem Elísabet bjó til sjálf. „Ég keypti plötu, lét saga hana út og spreyja hana. Það er oft hægt að gera hluti sjálfur á áhugaverðan hátt ef maður leyfir hugmyndafluginu að ráða för. Mér þykir ótrúlega vænt um það, kannski líka vegna þess að ég lagði mikla vinnu og ást í það.“ Fallega dekkað borð í stofunni.Ljósmynd/ Anton Brink Ef þú værir með annan stíl en þinn eigin, hvernig væri hann? „Það er margt sem heillar augað mitt, sérstaklega þegar litir mætast á óvæntan og fallegan hátt. Bohemian-stíllinn heillar mig líka – hann er frjálslegur, lifandi og fullur af persónulegum sögum sem vekur hjá mér sköpunargleði.“ Hvaðan sækir þú helst innblástur? „Ég finn oft innblástur á óvæntum stöðum. Þegar ég fer á bókasafnið með börnunum mínum skoða ég gjarnan innanhússblöð og hugmyndir sem vekja nýja sýn á rými. Pinterest er líka mikill hjálpari, en nýjasta uppáhaldið mitt er að spyrja ChatGPT – það hjálpar mér að sjá heimilið með ferskum augum og endurhugsa rýmið,“ segir hún. Stofurýmið er hlýlegt og notalegt, prýtt persónulegum munum og myndum á veggjum sem gefa því líf og sjarma.Anton Brink Skemmtilegast að innrétta barnaherbergin Hefur stíllinn þinn þróast með árunum? „Já, hann hefur örugglega þróast. Áður fannst mér mikilvægt að eiga allt eins og aðrir en nú snýst þetta meira um að skapa rými sem mér finnst fallegt og hlýlegt, sem endurspeglar hver ég er í dag.“ Hugarðu að heildarmyndinni á heimilinu eða hefur hvert rými sinn stíl? „Heildarmyndin skiptir mig máli. Ég vil að heimilið sé í samhljómi og að öll rými tengist á ákveðinn hátt, þó að hvert þeirra hafi sín persónulegu blæbrigði.“ Sjónvarpsstofan er hlýleg og björt, og rennur fallega saman við borðstofuna.Anton Brink Hvaða rými finnst þér skemmtilegast að vinna með? „Barnaherbergin eru þau rými sem ég hef mest gaman af að vinna með. Þar fæ ég að sameina leikgleði, litadýrð og persónuleg áhrif í sniðugum lausnum. Það eru rými sem geta verið bæði skapandi og hvetjandi, þar sem fagurfræði og notagildi mætast á skemmtilegan hátt.“ Hvar eyðir þú mestum tíma á heimilinu? „Mestum tíma eyði ég í sjónvarpsherberginu og í stólnum mínum við gluggann í borðstofunni.“ Er heimilið þitt alltaf í röð og reglu? „Nei, heimilið okkar er lifandi og það endurspeglar fjölskyldulífið. Ég bý með manninum mínum og tveimur börnum, þannig að lífið og rýmið fara saman – það er hlýlegt, lifandi og ófullkomið, en einmitt það gerir það heimilislegt og raunverulegt.“ Velur þú helst nýtt eða notað þegar kemur að húsgögnum og innanstokksmunum? „Notað, ekki spurning. Ég elska að kaupa notað og gera það upp eða bara kaupa notaða fallega hluti. Flest kaupi ég í Góða hirðinum en ég elska líka að skoða flóa- og loppumarkaði, það er eins konar skapandi leit sem endar oft með litlum gersemum sem bæta sjarma og sögu við heimilið.“ Ef þú ættir að velja, hvort myndir þú velja þægindi eða notagildi? „Bæði skiptir máli, en ég myndi aldrei fórna þægindum fyrir útlit. Fallegur hlutur verður aðeins fullkominn þegar hann er líka nothæfur og þægilegur.“ Eldhúsið var upphaflega staðsett í öðru rými, en var flutt inn í stofurýmið til að skapa opnara og aðgengilegra flæði.Anton Brink Ljósakrónan frá ömmu dýrmætur gripur Hvernig lítur draumaheimilið þitt út? Ég veit að þetta hljómar kannski klisjukennt, en ég bý í því. Trúir þú því að heimilið endurspegli þá sem búa þar? „Algjörlega. Heimilið getur sagt ótrúlega margt um fólkið sem býr þar. Það endurspeglar venjur okkar, áhugamál og jafnvel persónuleika okkar.“ Hver er uppáhalds húsbúnaðarverslunin þín? „Ég elska Illum Bolighus í Danmörku. Það er ansi margt sem hefur læðst með manni heim þaðan.“ Hvar telur þú að eigi ekki að spara þegar kemur að heimilinu? „Ef eitthvað er þess virði að fjárfesta í, þá eru það gardínur – þær gera rýmið fullkomið. Það sama gildir um heimilistæki, rúm og aðra hluti sem þú notar daglega og vilt eiga í mörg ár. Gæði sem endast lengi skila sér alltaf til baka.“ Hvaða hlut eða húsgagn þykir þér vænst um – og hvers vegna? „Það er örugglega stóllinn minn frá Ferm Living sem ég fékk í þrítugsafmælisgjöf frá foreldrum mínum. Ég sit í honum á hverjum morgni, drekk kaffið mitt og horfi út um gluggann áður en dagurinn byrjar.“ Áður en dagurinn hefst sest Elísabet í þennan formfagra stól frá Ferm Living og leyfir sér að njóta kyrrðarinnar með góðan kaffibolla.Anton Brink Hvað var fyrsti hluturinn sem þú keyptir þér í búið, og áttu hann enn? „Þegar ég flutti að heiman byrjaði ég að safna Polska-stellinu úr versluninni Borð fyrir 2, sem var og hét. Ég á stellið enn þann dag í dag og nota það daglega.“ Hvaða hlutur hefur persónulega þýðingu fyrir þig? „Fallega ljósakrónan á neðri hæðinni sem amma mín átti og gaf mér fyrir nokkrum árum. Hún er bæði einstaklega falleg og minnir mig á uppruna minn, frá alveg yndislegu heimili.“ Hvað er dýrasti hluturinn sem þú hefur fjárfest í fyrir heimilið? „Ég held að það séu rúm barnanna minna. Þau eru bæði Zebra-rúm, sem mér finnst einstaklega falleg og passa vel í barnaherbergið. Þau vaxa með barninu þar sem hægt er að lengja þau eftir þörfum, sem gerir þau bæði praktísk og falleg.“ Herbergi Elísu er fagurbleikt og skvísulegt.Anton Brink Bleikur Svanur á óskalistanum Er einhver hlutur sem þig dreymir um að eignast? „Svanurinn eftir Arne Jacobsen hefur lengi verið á óskalistanum mínum. Lagið á honum er algjörlega dásamlegt,“ segir Elísabet. Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og hluta af mér langar að eignast hann í bleiku, en ég er ekki alveg viss um hvort ég myndi fjárfesta í svona dýrri mublu í þessum lit. „Mér finnst koníaksbrúna leðrið líka svo fallegt. Síðan dreymir mig um hvítan Panthella-gólflampa,“ bætir hún við. Býrðu yfir einhverju góðu heimilisráði? „Þetta er kannski ekki beinlínis húsráð en mér finnst þetta algjör snilld. Ég elska þegar allt er klárt og hægt að grípa til. Núna er í uppáhaldi hjá mér að gera chia-graut og setja í nokkrar dollur, þannig að allir geti gripið sér hollan bita,“ segir hún. „Ég þoli ekki lyktina frá ruslinu, svo ég set nokkra dropa af góðri ilmolíu á pappír sem ég legg í ruslatunnuna, undir ruslapokann. Þá kemur eingöngu góð lykt upp.“ Hús og heimili Hafnarfjörður Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Elísabet og Egill reka saman fjölskyldufyrirtækið E-design, þar sem þau framleiða handgerð ilmkerti úr sojavaxi, ilmstangir og ilmsprey. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2019 og segir Elísabet, sem starfar samhliða rekstrinum sem flugfreyja hjá Icelandair, það ákveðna hugleiðslu að standa við pottana og nostra við vörurnar. Elísabet við störf við kertaframleiðslu.Anton Brink Gul útidyrahurð og sögulegur sjarmi Hús fjölskyldunnar stendur við Öldugötu, var reist árið 1922 og er 110 fermetrar á tveimur hæðum. Gul útidyrahurð gefur húsinu sérstakan karakter og lífgar upp á eignina. Þau fluttu inn sumarið 2017 og við afhendingu réðust Elísabet og Egill strax í framkvæmdir en vildu halda í sjarma hússins eins mikið og mögulegt var – meðal annars fékk gula hurðin að standa. Þau færðu eldhúsið í annað rými og ný innrétting var sett upp. Gólfefnin eru upprunaleg en voru pússuð upp og parketið hvíttað. Á efri hæðinni eru veggirnir úr timbri, málaðir þannig að raufarnar sjáist vel og skapa fallega heildarmynd þar sem upprunalegur sjarmi hússins fær að njóta sín. Sama má segja um neðri hæðina, þar sem hrjúfir veggir og gamalt handbragð minna á uppruna hússins. Gula útidyrahurðin gefur húsinu mikinn karakter.Anton Brink Innlit er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kíkja í heimsókn til fólks og fyrirtækja úr ólíkum kimum þjóðfélagsins og sjá hvernig umhverfi þeirra endurspeglar lífsstíl, áhugamál og starfsemi. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@syn.is. Litadýrð og notalegheit Elísabet lýsir stílnum á heimilinu sem hlýlegum og notalegum, þar sem persónulegir munir fá sitt pláss. „Ég elska gömul hús sem búið er að gera upp og alla litina. Þegar fallegum, gömlum og nýjum hlutum er blandað saman verður heimilið einstaklega hlýlegt,“ segir Elísabet, sem segist oft finna faldar gersemar í Góða hirðinum. Hún hefur ekki tölu á hversu marga vasa eða kertastjaka hún hefur keypt og gefið nýtt líf. Borðstofuborðið er til dæmis borð sem Elísabet bjó til sjálf. „Ég keypti plötu, lét saga hana út og spreyja hana. Það er oft hægt að gera hluti sjálfur á áhugaverðan hátt ef maður leyfir hugmyndafluginu að ráða för. Mér þykir ótrúlega vænt um það, kannski líka vegna þess að ég lagði mikla vinnu og ást í það.“ Fallega dekkað borð í stofunni.Ljósmynd/ Anton Brink Ef þú værir með annan stíl en þinn eigin, hvernig væri hann? „Það er margt sem heillar augað mitt, sérstaklega þegar litir mætast á óvæntan og fallegan hátt. Bohemian-stíllinn heillar mig líka – hann er frjálslegur, lifandi og fullur af persónulegum sögum sem vekur hjá mér sköpunargleði.“ Hvaðan sækir þú helst innblástur? „Ég finn oft innblástur á óvæntum stöðum. Þegar ég fer á bókasafnið með börnunum mínum skoða ég gjarnan innanhússblöð og hugmyndir sem vekja nýja sýn á rými. Pinterest er líka mikill hjálpari, en nýjasta uppáhaldið mitt er að spyrja ChatGPT – það hjálpar mér að sjá heimilið með ferskum augum og endurhugsa rýmið,“ segir hún. Stofurýmið er hlýlegt og notalegt, prýtt persónulegum munum og myndum á veggjum sem gefa því líf og sjarma.Anton Brink Skemmtilegast að innrétta barnaherbergin Hefur stíllinn þinn þróast með árunum? „Já, hann hefur örugglega þróast. Áður fannst mér mikilvægt að eiga allt eins og aðrir en nú snýst þetta meira um að skapa rými sem mér finnst fallegt og hlýlegt, sem endurspeglar hver ég er í dag.“ Hugarðu að heildarmyndinni á heimilinu eða hefur hvert rými sinn stíl? „Heildarmyndin skiptir mig máli. Ég vil að heimilið sé í samhljómi og að öll rými tengist á ákveðinn hátt, þó að hvert þeirra hafi sín persónulegu blæbrigði.“ Sjónvarpsstofan er hlýleg og björt, og rennur fallega saman við borðstofuna.Anton Brink Hvaða rými finnst þér skemmtilegast að vinna með? „Barnaherbergin eru þau rými sem ég hef mest gaman af að vinna með. Þar fæ ég að sameina leikgleði, litadýrð og persónuleg áhrif í sniðugum lausnum. Það eru rými sem geta verið bæði skapandi og hvetjandi, þar sem fagurfræði og notagildi mætast á skemmtilegan hátt.“ Hvar eyðir þú mestum tíma á heimilinu? „Mestum tíma eyði ég í sjónvarpsherberginu og í stólnum mínum við gluggann í borðstofunni.“ Er heimilið þitt alltaf í röð og reglu? „Nei, heimilið okkar er lifandi og það endurspeglar fjölskyldulífið. Ég bý með manninum mínum og tveimur börnum, þannig að lífið og rýmið fara saman – það er hlýlegt, lifandi og ófullkomið, en einmitt það gerir það heimilislegt og raunverulegt.“ Velur þú helst nýtt eða notað þegar kemur að húsgögnum og innanstokksmunum? „Notað, ekki spurning. Ég elska að kaupa notað og gera það upp eða bara kaupa notaða fallega hluti. Flest kaupi ég í Góða hirðinum en ég elska líka að skoða flóa- og loppumarkaði, það er eins konar skapandi leit sem endar oft með litlum gersemum sem bæta sjarma og sögu við heimilið.“ Ef þú ættir að velja, hvort myndir þú velja þægindi eða notagildi? „Bæði skiptir máli, en ég myndi aldrei fórna þægindum fyrir útlit. Fallegur hlutur verður aðeins fullkominn þegar hann er líka nothæfur og þægilegur.“ Eldhúsið var upphaflega staðsett í öðru rými, en var flutt inn í stofurýmið til að skapa opnara og aðgengilegra flæði.Anton Brink Ljósakrónan frá ömmu dýrmætur gripur Hvernig lítur draumaheimilið þitt út? Ég veit að þetta hljómar kannski klisjukennt, en ég bý í því. Trúir þú því að heimilið endurspegli þá sem búa þar? „Algjörlega. Heimilið getur sagt ótrúlega margt um fólkið sem býr þar. Það endurspeglar venjur okkar, áhugamál og jafnvel persónuleika okkar.“ Hver er uppáhalds húsbúnaðarverslunin þín? „Ég elska Illum Bolighus í Danmörku. Það er ansi margt sem hefur læðst með manni heim þaðan.“ Hvar telur þú að eigi ekki að spara þegar kemur að heimilinu? „Ef eitthvað er þess virði að fjárfesta í, þá eru það gardínur – þær gera rýmið fullkomið. Það sama gildir um heimilistæki, rúm og aðra hluti sem þú notar daglega og vilt eiga í mörg ár. Gæði sem endast lengi skila sér alltaf til baka.“ Hvaða hlut eða húsgagn þykir þér vænst um – og hvers vegna? „Það er örugglega stóllinn minn frá Ferm Living sem ég fékk í þrítugsafmælisgjöf frá foreldrum mínum. Ég sit í honum á hverjum morgni, drekk kaffið mitt og horfi út um gluggann áður en dagurinn byrjar.“ Áður en dagurinn hefst sest Elísabet í þennan formfagra stól frá Ferm Living og leyfir sér að njóta kyrrðarinnar með góðan kaffibolla.Anton Brink Hvað var fyrsti hluturinn sem þú keyptir þér í búið, og áttu hann enn? „Þegar ég flutti að heiman byrjaði ég að safna Polska-stellinu úr versluninni Borð fyrir 2, sem var og hét. Ég á stellið enn þann dag í dag og nota það daglega.“ Hvaða hlutur hefur persónulega þýðingu fyrir þig? „Fallega ljósakrónan á neðri hæðinni sem amma mín átti og gaf mér fyrir nokkrum árum. Hún er bæði einstaklega falleg og minnir mig á uppruna minn, frá alveg yndislegu heimili.“ Hvað er dýrasti hluturinn sem þú hefur fjárfest í fyrir heimilið? „Ég held að það séu rúm barnanna minna. Þau eru bæði Zebra-rúm, sem mér finnst einstaklega falleg og passa vel í barnaherbergið. Þau vaxa með barninu þar sem hægt er að lengja þau eftir þörfum, sem gerir þau bæði praktísk og falleg.“ Herbergi Elísu er fagurbleikt og skvísulegt.Anton Brink Bleikur Svanur á óskalistanum Er einhver hlutur sem þig dreymir um að eignast? „Svanurinn eftir Arne Jacobsen hefur lengi verið á óskalistanum mínum. Lagið á honum er algjörlega dásamlegt,“ segir Elísabet. Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og hluta af mér langar að eignast hann í bleiku, en ég er ekki alveg viss um hvort ég myndi fjárfesta í svona dýrri mublu í þessum lit. „Mér finnst koníaksbrúna leðrið líka svo fallegt. Síðan dreymir mig um hvítan Panthella-gólflampa,“ bætir hún við. Býrðu yfir einhverju góðu heimilisráði? „Þetta er kannski ekki beinlínis húsráð en mér finnst þetta algjör snilld. Ég elska þegar allt er klárt og hægt að grípa til. Núna er í uppáhaldi hjá mér að gera chia-graut og setja í nokkrar dollur, þannig að allir geti gripið sér hollan bita,“ segir hún. „Ég þoli ekki lyktina frá ruslinu, svo ég set nokkra dropa af góðri ilmolíu á pappír sem ég legg í ruslatunnuna, undir ruslapokann. Þá kemur eingöngu góð lykt upp.“
Hús og heimili Hafnarfjörður Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”