Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 8. október 2025 18:02 Umræðan um Ruben Filipe Marques Amorim þjálfara Manchester United og sveigjanleika. Þegar þú ert þjálfari Manchester United þá færðu meiri athygli og umfjöllun en aðrir þjálfarar. Ég hef tekið eftir umræðunni undanfarið þar sem hann hefur fengið töluverða gagnrýni. Gagnrýnin beinist meðal annars að því að hann sé ósveigjanlegur í sínum þjálfunar aðferðum þ.e. að hann vilji einungis spila eitt ákveðið leikkerfi (343) sem margir vilja meina að henti ekki leikmannahópnum. Þegar leikir hafa tapast hefur því umræðan eðlilega snúist um það hvernig hann stillir upp liðinu og hvort hann sé að fá það besta úr leikmönnum liðsins. Það er auðsjáanlegt að Amorim kemur almennt vel fyrir. Hann er heiðarlegur í viðtölum og virðist búa yfir góðri samskiptafærni. Þá hefur hann verið óhræddur við að taka stórar ákvarðanir. Þó tel ég að hann mætti bæta líkamstjáningu sína á hliðarlínunni, það virðist einhvern veginn alltaf eins og hann sé að fá kvíðakast. Hann virkar óöruggur og stressaður. Sannarlega skiptir sveigjanleiki og hugrekki til að skipta um kúrs máli, hvort sem það er í lífinu sjálfu, sem stjórnandi eða sem þjálfari. Slík færni eykur lífsgæði, getur bætt andlega heilsu og gerir fólki auðveldara um vik að takast á við breytingar og áskoranir. Til dæmis tengist sveigjanleiki í hugsun meiri lífsánægju, betri andlegri heilsu og aukinni seiglu gagnvart mótlæti og streitu. Slíkir einstaklingar eiga auðveldara með að bregðast við óvæntum uppákomum í lífinu og eru líklegri til að tileinka sér gagnlegar lausnir til að ná settum markmiðum. Til þess að vera sveigjanlegur þurfa m.a. að vera til staðar eiginleikar eins og auðmýkt, góð samskiptafærni, umhyggja, getan til að setja sig í spor annarra og vilji til að viðurkenna mistök. Í vinnusálfræði hafa fræðimenn verið almennt sammála um að það þurfi ólíka leiðtogastíla fyrir mismunandi aðstæður og leiðtoginn þarf að geta greint hvenær hvaða stíll hentar hverju sinni. Slíkur leiðtogi þarf að geta breytt um aðferðir þegar í harðbakkann slær eða þegar aðstæður breytast. Hann þarf að geta skilið og áttað sig á þörfum teymisins/starfsfólks/liðsins. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að farsælir leiðtogar eru þeir sem geta breytt um leiðtogastíl eftir aðstæðum hverju sinni, allt til þess að hámarka frammistöðu hópsins. Í vinnusálfræðinni er talað um sveigjanleika sem færni leiðtoga og/eða stjórnenda til að aðlaga hegðun sína, nálgun og stjórnunarstíl að ólíkum aðstæðum, verkefnum og þörfum. Slíkur leiðtogi festir sig ekki við eina ákveðna aðferð heldur er opnari fyrir því að velja og breyta um aðferð eftir því hvað hentar best hverju sinni. Slíkir leiðtogar eru einnig líklegri til að bregðast hraðar við breytingum og óvæntum aðstæðum. Sveigjanleiki er lykilþáttur þegar byggja á upp árangursríka skipulagsheild en einnig hvað varðar getu fyrirtækja og stjórnenda til að aðlagast aðstæðum. Þessi eiginleiki er sérstaklega mikilvægur þar sem breytingar eru örar og hraðar og þar sem mikil óvissa ríkir, líkt og raunin er í fótboltaumhverfinu. Hugtakið sveigjanleiki í vinnusálfræði hefur verið skilgreint á ýmsan hátt en í grunninn er talað um að leita að mismunandi aðferðum til að finna skynsamar eða hagkvæmar leiðir, t.d. í rekstri. Einnig er talað um hæfnina til að laga sig að breyttum aðstæðum og vera tilbúin til þess, en þannig eru fyrirtæki líklegri til að lifa af og þrífast í óvissu í umhverfinu. Ýmsir þættir í ytra umhverfi fyrirtækis verða til þess að enn meiri krafa er á aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Í krísustjórnun til dæmis er sveigjanleiki stjórnenda nauðsynlegur, þar sem krísur eru oft ófyrirsjáanlegar og krefjast þess að stjórnendur geti lagað viðbrögð sín. Því má segja að sveigjanleiki sé eitt af lykileinkennum árangursríks leiðtoga, þar sem hlutirnir fara ekki eins og var áætlað og nýjar upplýsingar krefjast oft endurskoðunar á fyrri ákvörðunum eða aðferðum. Rannsóknir í íþróttasálfræði hafa sýnt að sveigjanlegur leiðtogastíll (flexible leadership) hjá þjálfurum hefur jákvæð áhrif á árangur, líðan og hvata íþróttafólks. Þeir þjálfarar eru líklegri til að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni, þörfum liðsins og leikmanna. Þjálfarar sem eru með góða aðlögunarhæfni og eru sveigjanlegir eru líka tilbúnari til að hlusta á hugmyndir leikmanna, sýna auðmýkt, leita að nýjum tækifærum og lausnum. Þá hefur verið sýnt að jákvæð og sveigjanleg leiðsögn þjálfara getur ýtt undir góða liðsheild, traust en líka þrautseigju og seiglu íþróttafólks. Í viðtali sem birtist nýlega sagði Amorim að það vanti fleiri leiðtoga í liðið, sem er líklega rétt. En er Amorim sjálfur nógu öflugur leiðtogi til að leiða liðið áfram? Sem stuðningsmaður Manchester United þá vona ég það. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Enski boltinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræðan um Ruben Filipe Marques Amorim þjálfara Manchester United og sveigjanleika. Þegar þú ert þjálfari Manchester United þá færðu meiri athygli og umfjöllun en aðrir þjálfarar. Ég hef tekið eftir umræðunni undanfarið þar sem hann hefur fengið töluverða gagnrýni. Gagnrýnin beinist meðal annars að því að hann sé ósveigjanlegur í sínum þjálfunar aðferðum þ.e. að hann vilji einungis spila eitt ákveðið leikkerfi (343) sem margir vilja meina að henti ekki leikmannahópnum. Þegar leikir hafa tapast hefur því umræðan eðlilega snúist um það hvernig hann stillir upp liðinu og hvort hann sé að fá það besta úr leikmönnum liðsins. Það er auðsjáanlegt að Amorim kemur almennt vel fyrir. Hann er heiðarlegur í viðtölum og virðist búa yfir góðri samskiptafærni. Þá hefur hann verið óhræddur við að taka stórar ákvarðanir. Þó tel ég að hann mætti bæta líkamstjáningu sína á hliðarlínunni, það virðist einhvern veginn alltaf eins og hann sé að fá kvíðakast. Hann virkar óöruggur og stressaður. Sannarlega skiptir sveigjanleiki og hugrekki til að skipta um kúrs máli, hvort sem það er í lífinu sjálfu, sem stjórnandi eða sem þjálfari. Slík færni eykur lífsgæði, getur bætt andlega heilsu og gerir fólki auðveldara um vik að takast á við breytingar og áskoranir. Til dæmis tengist sveigjanleiki í hugsun meiri lífsánægju, betri andlegri heilsu og aukinni seiglu gagnvart mótlæti og streitu. Slíkir einstaklingar eiga auðveldara með að bregðast við óvæntum uppákomum í lífinu og eru líklegri til að tileinka sér gagnlegar lausnir til að ná settum markmiðum. Til þess að vera sveigjanlegur þurfa m.a. að vera til staðar eiginleikar eins og auðmýkt, góð samskiptafærni, umhyggja, getan til að setja sig í spor annarra og vilji til að viðurkenna mistök. Í vinnusálfræði hafa fræðimenn verið almennt sammála um að það þurfi ólíka leiðtogastíla fyrir mismunandi aðstæður og leiðtoginn þarf að geta greint hvenær hvaða stíll hentar hverju sinni. Slíkur leiðtogi þarf að geta breytt um aðferðir þegar í harðbakkann slær eða þegar aðstæður breytast. Hann þarf að geta skilið og áttað sig á þörfum teymisins/starfsfólks/liðsins. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að farsælir leiðtogar eru þeir sem geta breytt um leiðtogastíl eftir aðstæðum hverju sinni, allt til þess að hámarka frammistöðu hópsins. Í vinnusálfræðinni er talað um sveigjanleika sem færni leiðtoga og/eða stjórnenda til að aðlaga hegðun sína, nálgun og stjórnunarstíl að ólíkum aðstæðum, verkefnum og þörfum. Slíkur leiðtogi festir sig ekki við eina ákveðna aðferð heldur er opnari fyrir því að velja og breyta um aðferð eftir því hvað hentar best hverju sinni. Slíkir leiðtogar eru einnig líklegri til að bregðast hraðar við breytingum og óvæntum aðstæðum. Sveigjanleiki er lykilþáttur þegar byggja á upp árangursríka skipulagsheild en einnig hvað varðar getu fyrirtækja og stjórnenda til að aðlagast aðstæðum. Þessi eiginleiki er sérstaklega mikilvægur þar sem breytingar eru örar og hraðar og þar sem mikil óvissa ríkir, líkt og raunin er í fótboltaumhverfinu. Hugtakið sveigjanleiki í vinnusálfræði hefur verið skilgreint á ýmsan hátt en í grunninn er talað um að leita að mismunandi aðferðum til að finna skynsamar eða hagkvæmar leiðir, t.d. í rekstri. Einnig er talað um hæfnina til að laga sig að breyttum aðstæðum og vera tilbúin til þess, en þannig eru fyrirtæki líklegri til að lifa af og þrífast í óvissu í umhverfinu. Ýmsir þættir í ytra umhverfi fyrirtækis verða til þess að enn meiri krafa er á aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Í krísustjórnun til dæmis er sveigjanleiki stjórnenda nauðsynlegur, þar sem krísur eru oft ófyrirsjáanlegar og krefjast þess að stjórnendur geti lagað viðbrögð sín. Því má segja að sveigjanleiki sé eitt af lykileinkennum árangursríks leiðtoga, þar sem hlutirnir fara ekki eins og var áætlað og nýjar upplýsingar krefjast oft endurskoðunar á fyrri ákvörðunum eða aðferðum. Rannsóknir í íþróttasálfræði hafa sýnt að sveigjanlegur leiðtogastíll (flexible leadership) hjá þjálfurum hefur jákvæð áhrif á árangur, líðan og hvata íþróttafólks. Þeir þjálfarar eru líklegri til að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni, þörfum liðsins og leikmanna. Þjálfarar sem eru með góða aðlögunarhæfni og eru sveigjanlegir eru líka tilbúnari til að hlusta á hugmyndir leikmanna, sýna auðmýkt, leita að nýjum tækifærum og lausnum. Þá hefur verið sýnt að jákvæð og sveigjanleg leiðsögn þjálfara getur ýtt undir góða liðsheild, traust en líka þrautseigju og seiglu íþróttafólks. Í viðtali sem birtist nýlega sagði Amorim að það vanti fleiri leiðtoga í liðið, sem er líklega rétt. En er Amorim sjálfur nógu öflugur leiðtogi til að leiða liðið áfram? Sem stuðningsmaður Manchester United þá vona ég það. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun