Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Kári Mímisson skrifar 9. október 2025 18:45 Björgvin Páll Gústavsson var besti maður leiksins í kvöld. vísir / anton Topplið Aftureldingar heimsótti Val í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Afturelding unnið alla leiki sína í deildinni ásamt því að komast áfram í 8-liða úrslitin í bikarnum á meðan Valur hafði tapað tveimur leikjum og dottið úr bikarnum í síðustu viku. Svo fór að lokum að Valur vann afar sannfærandi tíu marka sigur eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Lokatölur hér af Hlíðarenda, 35-25 fyrir Val. Leikurinn fór hægt af stað og það má segja að markverðir beggja liða hafi farið fremstir í flokki. Þeir Björgvin Páll Gústavsson og Sigurjón Bragi Atlason vörðu báðir eins og berserkir og sóknarmenn beggja liða áttu í mestu vandræðum með að koma boltanum í netið. Um miðbik fyrri hálfleiksins fór þó að skilja með liðunum en Val tókst að breyta stöðunni úr 5-5 í 11-6 á sjö mínútna kafla og tókst að halda þeirri forystu allt þar til flautað var til hálfleiks. Staðan 16-11 þegar liðin héldu til búningsklefa. Seinni hálfleikur var algjör einstefna og Valur gerði í raun út um leikinn á fyrstu mínútum hálfleiksins. Sóknarlega voru gestirnir úr Mosfellsbæ algjörlega týndir og áttu hvern tapaðan bolta á fætur öðrum sem sprækir Valsarar refsuðu fyrir. Hægt og býtandi jókst forysta Vals og á endanum fór liðið með afar sannfærandi tíu marka sigur. Lokatölu hér á Hlíðarenda í kvöld 35-25 fyrir Val. Atkvæðamestir hjá heimamönnum voru þeir Dagur Árni Heimisson og Gunnar Róbertsson með sjö mörk úr níu skotum báðir. Þá átti Björgvin Páll stórleik en hann varði 17 skot (44 prósent) þar af varði hann tvö víti. Hjá gestunum var Oscar Sven Leithoff Lykke markahæstur en hann skoraði sjö mörk úr tólf skotum. Hinn 19 ára Sigurjón Bragi hefur komið vel inn í lið Aftureldingar það sem af er tímabili en hann varði 10 skot í dag (28 prósent), þar af 9 í fyrri hálfleik. Atvik leiksins Atvik leiksins verður að vera þessi sjö mínútna kafli Vals þar sem þeir breyta stöðunni úr 5-5 yfir í 11-6 en eftir það sáu Mosfellingar í raun aldrei til sólar. Stjörnur og skúrkar Björgvin Páll var frábær í dag eins og áður segir og varði hvert skotið á fætur öðru og er í raun helsta ástæða þess að Valur náði að byggja upp þessa forystu sýna á svo skömmum tíma. Það voru ansi margir leikmenn í liði Aftureldingar sem náðu ekki að sýna sinn rétta leik og það var í rauninni ótrúlegt hvað liðið henti boltanum frá sér oft í seinni hálfleiknum. Dómarinn Það var tilkynnt í vikunni að þeir Anton og Jónas væru á leiðinni á EM nú í janúar og þeir félagar héldu upp á það með því að rúlla upp þessum leik. Stemning og umgjörð Umgjörðin var vissulega mjög flott hjá heimamönnum enda hafa síðustu tvö ár vissulega verið góð hjá handknattleiksdeild Vals. Mætingin hefði nú samt mátt vera betri og þá sérstaklega hjá heimamönnum en stúkan var heldur tóm fyrir minn smekk. Ágúst: Langhlaup en ekki spretthlaup þó maður hafi nú verið sterkur í því á sínum tíma Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var heldur betur glaður með sigur sinna manna gegn toppliði Aftureldingar nú í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins sem mér fannst vera mjög heilsteyptur og góður, bæði varnarlega og sóknarlega. Þetta var gott framhald frá síðasta leik gegn Haukum í bikarnum þar sem að við áttum alls ekki skilið að tapa. Heilt yfir er ég mjög ánægður með þennan leik.“ Spurður að því hversu mikilvægt það væri fyrir liðið að svara með svona frammistöðu eftir tapið svekkjandi gegn Haukum í bikarnum segir Ágúst að hann sé stoltur af strákunum sem hafi sýnt mikinn karakter með frammistöðu sinni hér í kvöld. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt og gott að ná í svona sigur, sérstaklega eftir svekkelsið gegn Haukum. Mér fannst strákarnir sýna mikinn karakter og mikla liðsheild, það er það sem við viljum standa fyrir. Í dag voru margir að koma með eitthvað að borðinu sem er eitthvað sem að við viljum standa fyrir. Ég er hrikalega stoltur af þeim alveg eins og ég var eftir tapið gegn Haukum. Við erum að reyna að bæta okkur jafnt og þétt í gegnum tímabilið og þetta var stórt skref í rétta átt.“ Það er vissulega aðeins október en spurður að því hvort þetta hafi ekki verið besti leikur liðsins það sem af er vetri segir Ágúst vera alveg rólegur og bendir á að það sé mikið eftir af þessu móti og margt sem getur gerst. „Þessi leikur var mjög heilsteyptur og góður en bikarleikurinn á móti Haukum var eftir að maður skoðar þann leik alveg frábær handboltaleikur á mjög háu getustigi. Þetta var mjög heilsteypt og gott og bara mjög sannfærandi. Við erum alveg rólegir þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu. Nú þurfum við bara að vera áfram duglegir á æfingasvæðinu og halda áfram að bæta okkur. Við verðum áfram með báða fætur á jörðinni. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup þó maður hafi nú verið sterkur í því á sínum tíma.“ Olís-deild karla Afturelding Valur
Topplið Aftureldingar heimsótti Val í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Afturelding unnið alla leiki sína í deildinni ásamt því að komast áfram í 8-liða úrslitin í bikarnum á meðan Valur hafði tapað tveimur leikjum og dottið úr bikarnum í síðustu viku. Svo fór að lokum að Valur vann afar sannfærandi tíu marka sigur eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Lokatölur hér af Hlíðarenda, 35-25 fyrir Val. Leikurinn fór hægt af stað og það má segja að markverðir beggja liða hafi farið fremstir í flokki. Þeir Björgvin Páll Gústavsson og Sigurjón Bragi Atlason vörðu báðir eins og berserkir og sóknarmenn beggja liða áttu í mestu vandræðum með að koma boltanum í netið. Um miðbik fyrri hálfleiksins fór þó að skilja með liðunum en Val tókst að breyta stöðunni úr 5-5 í 11-6 á sjö mínútna kafla og tókst að halda þeirri forystu allt þar til flautað var til hálfleiks. Staðan 16-11 þegar liðin héldu til búningsklefa. Seinni hálfleikur var algjör einstefna og Valur gerði í raun út um leikinn á fyrstu mínútum hálfleiksins. Sóknarlega voru gestirnir úr Mosfellsbæ algjörlega týndir og áttu hvern tapaðan bolta á fætur öðrum sem sprækir Valsarar refsuðu fyrir. Hægt og býtandi jókst forysta Vals og á endanum fór liðið með afar sannfærandi tíu marka sigur. Lokatölu hér á Hlíðarenda í kvöld 35-25 fyrir Val. Atkvæðamestir hjá heimamönnum voru þeir Dagur Árni Heimisson og Gunnar Róbertsson með sjö mörk úr níu skotum báðir. Þá átti Björgvin Páll stórleik en hann varði 17 skot (44 prósent) þar af varði hann tvö víti. Hjá gestunum var Oscar Sven Leithoff Lykke markahæstur en hann skoraði sjö mörk úr tólf skotum. Hinn 19 ára Sigurjón Bragi hefur komið vel inn í lið Aftureldingar það sem af er tímabili en hann varði 10 skot í dag (28 prósent), þar af 9 í fyrri hálfleik. Atvik leiksins Atvik leiksins verður að vera þessi sjö mínútna kafli Vals þar sem þeir breyta stöðunni úr 5-5 yfir í 11-6 en eftir það sáu Mosfellingar í raun aldrei til sólar. Stjörnur og skúrkar Björgvin Páll var frábær í dag eins og áður segir og varði hvert skotið á fætur öðru og er í raun helsta ástæða þess að Valur náði að byggja upp þessa forystu sýna á svo skömmum tíma. Það voru ansi margir leikmenn í liði Aftureldingar sem náðu ekki að sýna sinn rétta leik og það var í rauninni ótrúlegt hvað liðið henti boltanum frá sér oft í seinni hálfleiknum. Dómarinn Það var tilkynnt í vikunni að þeir Anton og Jónas væru á leiðinni á EM nú í janúar og þeir félagar héldu upp á það með því að rúlla upp þessum leik. Stemning og umgjörð Umgjörðin var vissulega mjög flott hjá heimamönnum enda hafa síðustu tvö ár vissulega verið góð hjá handknattleiksdeild Vals. Mætingin hefði nú samt mátt vera betri og þá sérstaklega hjá heimamönnum en stúkan var heldur tóm fyrir minn smekk. Ágúst: Langhlaup en ekki spretthlaup þó maður hafi nú verið sterkur í því á sínum tíma Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var heldur betur glaður með sigur sinna manna gegn toppliði Aftureldingar nú í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins sem mér fannst vera mjög heilsteyptur og góður, bæði varnarlega og sóknarlega. Þetta var gott framhald frá síðasta leik gegn Haukum í bikarnum þar sem að við áttum alls ekki skilið að tapa. Heilt yfir er ég mjög ánægður með þennan leik.“ Spurður að því hversu mikilvægt það væri fyrir liðið að svara með svona frammistöðu eftir tapið svekkjandi gegn Haukum í bikarnum segir Ágúst að hann sé stoltur af strákunum sem hafi sýnt mikinn karakter með frammistöðu sinni hér í kvöld. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt og gott að ná í svona sigur, sérstaklega eftir svekkelsið gegn Haukum. Mér fannst strákarnir sýna mikinn karakter og mikla liðsheild, það er það sem við viljum standa fyrir. Í dag voru margir að koma með eitthvað að borðinu sem er eitthvað sem að við viljum standa fyrir. Ég er hrikalega stoltur af þeim alveg eins og ég var eftir tapið gegn Haukum. Við erum að reyna að bæta okkur jafnt og þétt í gegnum tímabilið og þetta var stórt skref í rétta átt.“ Það er vissulega aðeins október en spurður að því hvort þetta hafi ekki verið besti leikur liðsins það sem af er vetri segir Ágúst vera alveg rólegur og bendir á að það sé mikið eftir af þessu móti og margt sem getur gerst. „Þessi leikur var mjög heilsteyptur og góður en bikarleikurinn á móti Haukum var eftir að maður skoðar þann leik alveg frábær handboltaleikur á mjög háu getustigi. Þetta var mjög heilsteypt og gott og bara mjög sannfærandi. Við erum alveg rólegir þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu. Nú þurfum við bara að vera áfram duglegir á æfingasvæðinu og halda áfram að bæta okkur. Við verðum áfram með báða fætur á jörðinni. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup þó maður hafi nú verið sterkur í því á sínum tíma.“
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti