Handbolti

Mis­jafnt gengi Ís­lendingaliðanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson flýgur.
Elliði Snær Viðarsson flýgur. Vísir/Vilhelm

Melsungen vann sinn leik í efstu deild þýska handboltans í dag á meðan Gummersbach mátti þola tap.

Elliði Snær Viðarsson átti góðan leik sóknarlega þegar lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach máttu þola þriggja marka gegn Eisenach á útivelli, 32-29. 

Línumaðurinn frá Eyjum skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Teitur Örn Einarsson gaf jafnframt eina stoðsendingu í liði Gummersbach.

Melsungen vann tveggja marka sigur á Stuttgart, 31-29. Ekkert íslenskt mark var skorað en línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson lagði upp eitt. Gummersbach er í 6. sæti með 10 stig eftir sjö leiki á meðan Melsungen er í 8. sæti með sjö stig.

Í Ungverjalandi átti Bjarki Már Elísson virkilega góðan leik í horninu hjá Veszprém sem vann vægast sagt öruggan sigur á Budai Farkasök, lokatölur 45-26. Bjarki Már skoraði átta mörk í leiknum. 

Veszprém er með fullt hús stig eftir fjóra leiki eða samtals átta stig.


Tengdar fréttir

Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leiddu sína menn í Magdeburg til sigurs gegn Hamburg í þýsku Bundeslígunni í handbolta fyrr í dag. Ómar Ingi var í einu orði sagt frábær en leiknum lauk með 29-30 sigri en spilað var í Hamborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×