Lífið

„Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júlíus Viggó, hér klæddur í Súrmjólkurpeysu úr smiðju Hugleiks Dagssonar, er nýr formaður SUS.
Júlíus Viggó, hér klæddur í Súrmjólkurpeysu úr smiðju Hugleiks Dagssonar, er nýr formaður SUS.

Júlíus Viggó Ólafsson er harður hægrisinnaður ungur maður sem vill að flokkurinn fari í ræturnar. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi hjá nýjum formanni SUS í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi.

„Ég er búinn að vera að taka þátt í starfinu hjá Ungum Sjálfstæðismönnum í langan tíma og staða formannsins þar er alltaf mjög sýnileg. Ég fann virkilega núna að þetta væri verkefni sem ég væri tilbúinn að takast á við,“ segir Júlíus Viggó sem er 24 ára og er í hagfræðinámi í Háskóla Íslands.

Stöðva móttöku tímabundið

„Ég myndi halda að ég væri nokkuð hægrisinnaður og ef ég ætti að lýsa mér í einu orði þá væri það alltaf íhaldsmaður. Útlendingamálin hér á landi eru komin út í ólestur og ég held að við höfum öll tekið eftir því. Við vorum að ræða það hjá SUS um helgina að við þyrftum að stöðva tímabundið móttöku hælisleitenda til að sjá hvort kerfið yfirhöfuð virki.“

Hann segir að ef hælisleitendur brjóti af sér hér á landi ætti að senda þá rakleiðis út úr landi.

„Það er frábært ef fólk kemur hingað til lands og tekur þátt í okkar menningu og samfélagi. Maður á rosalega mikið af góðum vinum sem eru af erlendu bergi brotnir en ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög og misnota góðvild okkar þá áttu ekkert erindi hér,“ segir Júlíus en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Júlíus Viggó er mikill stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem kjörin var formaður flokksins, fyrr á árinu. Júlíus Viggó kynnti Guðrúnu einmitt til leiks á framboðsfundi hennar þar sem hún tilkynnti um framboð til formanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.