Fótbolti

Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sædís Rún Heiðarsdóttir og félagar töpuðu á grátlegan hátt í kvöld.
Sædís Rún Heiðarsdóttir og félagar töpuðu á grátlegan hátt í kvöld. Getty/Marius Simensen

Íslendingaliðið Vålerenga tapaði naumlega á móti þýska stórliðinu Wolfsburg í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld.

Wolfsburg vann leikinn 2-1 þökk sé vítaspyrnu sem liðið fékk á áttundu mínútu í uppbótartímanum. Janina Minge skoraði sigurmarkið úr vítinu.

Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Vålerenga og Arna Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

Staðan var markalaus í hálfleik en Lineth Beerensteyn kom þýska liðinu í 1-0 á 57. mínútu.

Sara Lindbak Hörte jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar og þannig var staðan þar til í blálokin.

Vålerenga hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildarkeppninni en þetta var annar sigur Wolfsburg í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×