Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2025 07:31 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. EPA/Liselotte Sabroe Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er skiljanlega ánægður með hinn 17 ára gamla Viktor Bjarka Daðason sem í gærkvöld varð sá þriðji yngsti til að skora í allri sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Viktori Bjarka síðustu daga. FCK tryggði sér krafta hans í fyrra, þegar hann var enn aðeins 15 ára, og nú hefur framherjinn ungi fengið sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins, og heldur betur nýtt þau. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK síðasta föstudag og átti stoðsendingu í leik gegn Silkeborg, og skoraði svo mark á því korteri sem hann spilaði gegn Dortmund á Parken í gær, í 4-2 tapi gegn þýska stórliðinu. Viktor er því þegar kominn með mark og stoðsendingu á þeim sextíu mínútum sem hann hefur spilað fyrir liðið. „Við erum ánægð með þessa byrjun hjá honum og hann mun fá fleiri tækifæri og fleiri leiki í framhaldinu til þess að þroskast með liðsfélögum sínum hér – bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Neestrup á blaðamannafundi í gærkvöld. Kann hluti sem aðrir í liðinu kunna ekki Neestrup hafði áður viðurkennt að hann þyrfti á Viktori að halda, vegna meiðsla Andreasar Cornelius, því þessi ungi Íslendingur hefði hæfileika í vítateignum sem aðrir í leikmannahópnum hefðu ekki. „Þetta er leikmaður með mikla hæfileika og það er mikilvægt að hann geti komið inn og lagt sitt að mörkum. Hann kann sitt í teignum og það sem hann kann að gera er eitthvað sem aðrir hafa ekki. Án þess að ég vilji leggja of mikla pressu á þennan unga mann þá gæti hann því orðið okkar jóker fram að jólum,“ sagði Neestrup og lýsti þannig Viktori sem dýrmætu breytispili sem hægt væri að spila út. Aðeins fimmti Íslendingurinn Viktor er að sjálfsögðu yngsti Íslendingurinn sem skorað hefur í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu og jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem nær því. Hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Alfreð Finnbogason. Næsti leikur Viktors Bjarka gæti verið á á sunnudaginn þegar Viborg mætir á Parken, í dönsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins í Meistaradeild Evrópu er 4. nóvember gegn Tottenham í Lundúnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira