Lífið

„Loksins er öll fjöl­skyldan saman komin“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gunnar og Björk ásamt sonum sínum, tengdadætrum og sonarsyni.
Gunnar og Björk ásamt sonum sínum, tengdadætrum og sonarsyni. Instagram

„Er lífið ekki dásamlegt?“ skrifaði Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, við fallega fjölskyldumynd sem hann deildi á samfélagsmiðlum í gær. 

Á myndinni má sjá Gunnar ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni, leikskáldinu og leikstjóranum Björk Jakobsdóttur, sonum þeirra Óla Gunnari og Ásgrími, tengdadætrum þeirra, Eydísi Elfu Örnólfsdóttur og Sabrinu B. Singh, standa yfir barnavagni þar sem sonur Óla og Eydísar sefur vært.

„Loksins er öll fjölskyldan saman komin. Synirnir, tengdadæturnar og sonarsonurinn!!! Hann kom í ágúst en Sabrina flutti til landsins í síðustu viku. Og nú erum við öll saman,“ skrifaði Gunnar undir myndina.

Hjónin Gunnar og Björk eru bæði þekkt í íslensku menningar- og listalífi. Gunnar hefur skrifað fjölda vinsælla barna- og unglingabóka, þar á meðal Mamma klikk, Víti í Vestmannaeyjum og Draumaþjófurinn.

Björk er leikkona, leikskáld og leikstjóri, og einn af stofnendum Hafnarfjarðarleikhússins og Gaflaraleikhússins. Hún hefur leikstýrt fjölda sýninga, bæði fyrir börn og fullorðna.

Hjónin hafa verið saman í yfir þrjátíu ár og virðast afar samrýmd. Þau reka saman Gaflaraleikhúsið og hafa unnið saman að nokkrum sýningum, þar á meðal söngleiknum Draumaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.