Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 17:31 Mohamed Salah virðist vera í fýlu eftir að hann var settur á bekkinn í Meistaradeildarleik á móti Eintracht Frankfurt. Getty/Rene Nijhuis Mohamed Salah byrjaði á bekknum hjá Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og liðið svaraði með 5-1 sigri. Egyptinn er augljóslega mjög ósáttur með lífið þessa dagana. Hann hefur byrjað alla leiki Liverpool en gert mjög lítið upp á síðkastið á meðan Liverpool tapaði fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Salah var svo ósáttur með bekkjasetuna að hann strunsaði inni í klefa eftir leik þótt Liverpool hefði unnið langþráðan og sannfærandi stórsigur. Í ofanálag þá fjarlægði Salah nafn Liverpool af miðlum sínum sem hefur vakið mikla athygli. Það virðist vera mikið drama í gangi hjá að flestra mati besta leikmanni Liverpool. Þar er verið að tala um að hann sé leikmaður Liverpool og annað slíkt sem kom fram í haus og á prófílmynd. Það er í bak og burt. Það má þó enn finna myndir af honum á góðum stundum með félaginu. Salah framlengdi samning sinn við Liverpool í apríl síðastliðnum þegar hann, öðrum fremur, var búinn að færa Liverpool tuttugasta enska meistaratitilinn. Nýi samningur Salah nær til júlí 2027 en þá verður hann orðinn 35 ára gamall. Frammistaða Salah var mögnuð á síðustu leiktíð því hann var bæði markahæstur (29) og stoðsendingahæstur (18) í ensku úrvalsdeildinni og kom því alls að 47 mörkum liðsins í 38 leikjum. Á þessu tímabili hefur hann komið að sex mörkum samanlagt (3 mörk og 3 stoðsendingar) í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Frammistaðan hefur verið mjög slök í síðustu leikjum og því kom það engum á óvart að sjá hann á bekknum í leiknum. Nú reynir á knattspyrnustjórann Arne Slot að leysa úr þessum leiðunum og koma stórstjörnu Liverpool úr fýlu og aftur í gang. View this post on Instagram A post shared by Football • Futbol • Soccer (@footyemporium) Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Hann hefur byrjað alla leiki Liverpool en gert mjög lítið upp á síðkastið á meðan Liverpool tapaði fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Salah var svo ósáttur með bekkjasetuna að hann strunsaði inni í klefa eftir leik þótt Liverpool hefði unnið langþráðan og sannfærandi stórsigur. Í ofanálag þá fjarlægði Salah nafn Liverpool af miðlum sínum sem hefur vakið mikla athygli. Það virðist vera mikið drama í gangi hjá að flestra mati besta leikmanni Liverpool. Þar er verið að tala um að hann sé leikmaður Liverpool og annað slíkt sem kom fram í haus og á prófílmynd. Það er í bak og burt. Það má þó enn finna myndir af honum á góðum stundum með félaginu. Salah framlengdi samning sinn við Liverpool í apríl síðastliðnum þegar hann, öðrum fremur, var búinn að færa Liverpool tuttugasta enska meistaratitilinn. Nýi samningur Salah nær til júlí 2027 en þá verður hann orðinn 35 ára gamall. Frammistaða Salah var mögnuð á síðustu leiktíð því hann var bæði markahæstur (29) og stoðsendingahæstur (18) í ensku úrvalsdeildinni og kom því alls að 47 mörkum liðsins í 38 leikjum. Á þessu tímabili hefur hann komið að sex mörkum samanlagt (3 mörk og 3 stoðsendingar) í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Frammistaðan hefur verið mjög slök í síðustu leikjum og því kom það engum á óvart að sjá hann á bekknum í leiknum. Nú reynir á knattspyrnustjórann Arne Slot að leysa úr þessum leiðunum og koma stórstjörnu Liverpool úr fýlu og aftur í gang. View this post on Instagram A post shared by Football • Futbol • Soccer (@footyemporium)
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira