Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 13:47 Bukayo Saka hélt að hann hefði fengið vítaspyrnu gegn Fulham. getty/Rob Newell Albert Brynjar Ingason vildi endilega fara yfir mögulegar vítaspyrnur sem Arsenal átti að fá gegn Fulham í Sunnudagsmessunni. Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30
Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00