Fótbolti

Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Gudmundsson byrjaði á bekknum en endaði á markalistanum.
Albert Gudmundsson byrjaði á bekknum en endaði á markalistanum. EPA/CLAUDIO GIOVANNINI

Norska Íslendingafélagið Brann heldur áfram að gera frábæra hluti í Evrópudeildinni en liðið vann skoska stórliðið Rangers í kvöld. Það gekk ekki vel hjá Aston Villa í Hollandi í sömu keppni. Albert Guðmundsson kórónaði sigur Fiorentina með marki

Brann vann leikinn 3-0 eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.

Freyr Alexandersson er að gera frábæra hluti með norska liðið og Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliðinu í kvöld.

Mörkin skoruðu Emil Kornvig á 40. mínútu og Jacob Lungi Sörensen á 55. mínútu. Noah Holm skoraði síðan þriðja markið á 79. mínútu.

Eggert Aron var öflugur inn á þriggja manna miðju liðsins.

Aston Villa tapaði á sama tíma á móti hollenska félaginu Go Ahead Eagles 2-1.

Evann Guessand kom Villa yfir strax á fjórðu mínútu en Mathis Suray jafnaði metin á 42. mínútu og Mats Deijl kom Örnunum yfir á 61. mínútu.

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina unnu 3-0 útisigur á Rapid Vín í Austurríki.

Edin Dzeko lagði fyrst upp mark fyrir Cher Ndour á 9. mínútu og skoraði síðan sjálfur á 48. mínútu.

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu og innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 88. mínútu. Markið skoraði Albert með vinstri fótar skoti utarlega úr teignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×