„Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. október 2025 13:15 Aron Már Ólafsson hefur gaman af sögusögnum að sér fyrir mestan partinn. Vísir/Vilhelm Leikarinn Aron Már Ólafsson, þekktur sem Aron Mola, lætur sögusagnir um sig lítið á sig fá og fagnar umtalinu því það ýti undir frekari hlutverk fyrir hann. Hins vegar þykir honum leiðinlegt að fyrrverandi sambýliskona hans hafi verið dregin inn í umræðuna. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslunni á FM 957 í gær. Þar ræddi hann við Egil Ploder um sögusagnir sem fóru á flug í sumar í kjölfar sambandsslita hans og Hildar Skúladóttur, barnsmóður og sambýliskonu hans til ellefu ára. „Fólk var hundrað prósent á því að þú værir samkynhneigður. Þetta gekk allt sumarið, svo dofnaði það. Svo kemur þú í Bannað að hlæja og þú og Fannar farið í sleik í þættinum, og Fannar tekur Palla-eftirhermu og segir; „Ég vil að Aron Mola komi út úr skápnum.“ Þú helltir bara bensíni á varðeldinn,“ sagði Egill á léttum nótum. „Ef við segjum að það hafi verið varðeldur í allt sumar og glóðin hafi verið eftir, ákvað ég að koma með bensíntunnuna og negli henni á. Það varð bara skógarheldur,“ segir Aron og bætir við: „En fyrir mig sem leikari er það geggjað að fólk haldi þetta um mann, að vera með þessa mystik. Vá, hann er leikari, opinn og flæðandi.“ Meira blaður, fleiri hlutverk Talið berst að Hildi og fyrstu sögunni sem kom upp fyrr í sumar. „Hildur átti að hafa labbað inn á mig með öðrum manni, það er skiljanlega leiðinlegt fyrir hana, og ljót lygasaga en það að ég sé samkynhneigður finnst mér bara fyndið,“ segir Aron og heldur áfram: „Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að þetta fór líka í hana og gerði lítið úr henni. Eina ástæðan fyrir að ég myndi leiðrétta eitthvað er út af henni. Mér er alveg sama en henni er það eðlilega ekki. Segið bara að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga um hitt. Það er bara geggjað,” segir Aron. Hann segir það í raun magnað að fólk haldi að hann hafi verið svo áhættusækinn að setja sig í aðstæður þar sem fyrrverandi sambýliskona hans til margra ára hefði getað gengið inn á hann með öðrum karlmanni. „Hversu hugrakkur þarf maður að vera til að koma sér í aðstæður þar sem konan, ellefu árum síðar, gæti mögulega labbað inn á þig? Hversu hugrakkur og áhættusækinn þarftu að vera? Þetta er alveg kreisí pæling. Það er eiginlega bara klikkuð hugmynd ef maður pælir í því,” segir hann léttur í bragði. „En ég tek þessu bara með opnu hjarta. Mér finnst bara gaman að fólk sé að blaðra um mig þarna úti sko. Það er það besta fyrir mig í mínu starfi að fólk blaðri um mig svo að ég fái fleiri hlutverk.“ Samtal þeirra félaga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: FM957 Brennslan Ástin og lífið Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sjá meira
Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslunni á FM 957 í gær. Þar ræddi hann við Egil Ploder um sögusagnir sem fóru á flug í sumar í kjölfar sambandsslita hans og Hildar Skúladóttur, barnsmóður og sambýliskonu hans til ellefu ára. „Fólk var hundrað prósent á því að þú værir samkynhneigður. Þetta gekk allt sumarið, svo dofnaði það. Svo kemur þú í Bannað að hlæja og þú og Fannar farið í sleik í þættinum, og Fannar tekur Palla-eftirhermu og segir; „Ég vil að Aron Mola komi út úr skápnum.“ Þú helltir bara bensíni á varðeldinn,“ sagði Egill á léttum nótum. „Ef við segjum að það hafi verið varðeldur í allt sumar og glóðin hafi verið eftir, ákvað ég að koma með bensíntunnuna og negli henni á. Það varð bara skógarheldur,“ segir Aron og bætir við: „En fyrir mig sem leikari er það geggjað að fólk haldi þetta um mann, að vera með þessa mystik. Vá, hann er leikari, opinn og flæðandi.“ Meira blaður, fleiri hlutverk Talið berst að Hildi og fyrstu sögunni sem kom upp fyrr í sumar. „Hildur átti að hafa labbað inn á mig með öðrum manni, það er skiljanlega leiðinlegt fyrir hana, og ljót lygasaga en það að ég sé samkynhneigður finnst mér bara fyndið,“ segir Aron og heldur áfram: „Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að þetta fór líka í hana og gerði lítið úr henni. Eina ástæðan fyrir að ég myndi leiðrétta eitthvað er út af henni. Mér er alveg sama en henni er það eðlilega ekki. Segið bara að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga um hitt. Það er bara geggjað,” segir Aron. Hann segir það í raun magnað að fólk haldi að hann hafi verið svo áhættusækinn að setja sig í aðstæður þar sem fyrrverandi sambýliskona hans til margra ára hefði getað gengið inn á hann með öðrum karlmanni. „Hversu hugrakkur þarf maður að vera til að koma sér í aðstæður þar sem konan, ellefu árum síðar, gæti mögulega labbað inn á þig? Hversu hugrakkur og áhættusækinn þarftu að vera? Þetta er alveg kreisí pæling. Það er eiginlega bara klikkuð hugmynd ef maður pælir í því,” segir hann léttur í bragði. „En ég tek þessu bara með opnu hjarta. Mér finnst bara gaman að fólk sé að blaðra um mig þarna úti sko. Það er það besta fyrir mig í mínu starfi að fólk blaðri um mig svo að ég fái fleiri hlutverk.“ Samtal þeirra félaga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
FM957 Brennslan Ástin og lífið Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sjá meira