Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 13:36 Tíu starfsmenn Porcelain Fortress og skjáskot úr Walk of Life. Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress gefur í dag út annan leik sinn, Walk of Life, á tölvuleikjaveitunni Steam. Spilarar leiksins þurfa að taka þátt í farsakenndu lífsgæðakapphlaupi hver við annan. Walk of Life er óbeint framhald af fyrri leik fyrirtækisins, No Time to Relax (ísl. Þetta reddast), sem gefinn var út árið 2019 og hefur selst í yfir 400 þúsund eintökum. Leikmenn þurfa að takast á við amstur dagsins, sækja um vinnu, feta menntaveginn og takast á við þær óvæntu uppákomur sem lífið hefur upp á að bjóða. Í lok leiksins eru stigin tekin saman þar sem greint er frá því hvaða leikmaður stóð sig best í lífinu. „Stemningin í hópnum er auðvitað rafmögnuð yfir þessum stóra degi,“ segir Ingólfur Vignir Ævarsson, forstjóri Porcelain Fortress. „Við sönnuðum það með No Time to Relax að við getum gefið út skemmtilega leiki, og við ætlum okkur enn stærri hluti með Walk of Life,“ segir hann. Síðasta haust var greint frá því að Porcelain Fortress hefði tryggt sér fjárfestingu upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á leiknum. Á bakvið fjárfestinguna voru Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Í dag starfa tíu manns hjá Porcelain Fortress. Leikjavísir Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Walk of Life er óbeint framhald af fyrri leik fyrirtækisins, No Time to Relax (ísl. Þetta reddast), sem gefinn var út árið 2019 og hefur selst í yfir 400 þúsund eintökum. Leikmenn þurfa að takast á við amstur dagsins, sækja um vinnu, feta menntaveginn og takast á við þær óvæntu uppákomur sem lífið hefur upp á að bjóða. Í lok leiksins eru stigin tekin saman þar sem greint er frá því hvaða leikmaður stóð sig best í lífinu. „Stemningin í hópnum er auðvitað rafmögnuð yfir þessum stóra degi,“ segir Ingólfur Vignir Ævarsson, forstjóri Porcelain Fortress. „Við sönnuðum það með No Time to Relax að við getum gefið út skemmtilega leiki, og við ætlum okkur enn stærri hluti með Walk of Life,“ segir hann. Síðasta haust var greint frá því að Porcelain Fortress hefði tryggt sér fjárfestingu upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á leiknum. Á bakvið fjárfestinguna voru Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Í dag starfa tíu manns hjá Porcelain Fortress.
Leikjavísir Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira