Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. október 2025 14:53 Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Þór Pálsson giftu sig 6. september síðastliðinn. Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir fagnaði fertugsafmæli sínu með vinkvennaferð þar sem allar vinkonurnar fengu sér eins húðflúr. Fanney lét líka flúra á sig brúðkaupsdaginn en ruglaðist aðeins í ríminu. Þáttastjórnendur Brennslunnar fengu ábendingu frá dyggum hlustanda að Fanney Ýr, sem á fertugsafmæli í dag, hefði gert nokkuð óvenjulega skissu nýverið þannig að þeir heyrðu hljóðið í henni. Útvarpsmennirnir tóku fyrst afmælissönginn fyrir Fanneyju og spurðu hana síðan út í nýafstaðna vinkonuferð og viðburðaríkt ár hennar í ár. Þú giftir þig á árinu, hver var dagsetningin? „Heyrðu, ég gifti mig 6. september,“ sagði Fanney. Það er fallegur dagur, eitthvað sem maður vill ekki gleyma. Jafnvel eitthvað sem maður myndi flúrað á sig. Hefurðu nokkuð flúrað eitthvað á þig? „Ekkert nýlega nema ranga dagsetningu á brúðkaupsdeginum mínum,“ sagði Fanney og hló. Stelpurnar sumarlegar í vinkvennaferðinni. Hvað gerðist eiginlega? „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði verið dauðadrukkin en það var bara alls ekki þannig,“ sagði hún. „Svo var ég bara ógeðslega ánægð að skrifa niður brúðkaupsdaginn minn og skrifa niður 6. október.“ 06/10 bara? „Ef ég hefði bara gert það, ég skrifaði „október“,“ sagði Fanney. Húflúrið sé að sögn Fanneyjar því frekar stórt. „Mér til varnar þá á ég rosalega góða vinkonu sem var með mér úti sem á afmæli þennan dag,“ bætti Fanney við. „Hvað er eiginlega að þér?“ Stjórnendum Brennslunnar lék þó forvitni á að vita hvort Fanney hafi ekki sýnt vinkonum sínum væntanlegt húðflúrið áður en kom að sjálfri aðgerðinni. „Ég gerði það reyndar og þeim fannst þetta geggjað,“ sagði Fanney. Brúðkaupshjónin voru einkar glæsileg. Hvorki brúðurin né vinkonurnar föttuðu ruglinginn og því fór sem fór. Þrátt fyrir klúðrið naut Fanney ferðarinnar og ætlar sér ekki að breyta húðflúrinu, sagan sé einfaldlega of góð. Síðustu daga hafi fjöldi fólks í kringum hana beðið um að fá að sjá húðflúrið. Þú ert ennþá gift? „Honum fannst þetta ekkert rosalega fyndið til að byrja með, svo hringdi hann í mig aftur og sagði: Hvað er eiginlega að þér?,“ sagði Fanney og hló dátt. „Hann kannski fær að vera með mér næst þegar ég set svona á mig,“ sagði hún að lokum. Húðflúr Grín og gaman Brúðkaup Tímamót Brennslan FM957 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Þáttastjórnendur Brennslunnar fengu ábendingu frá dyggum hlustanda að Fanney Ýr, sem á fertugsafmæli í dag, hefði gert nokkuð óvenjulega skissu nýverið þannig að þeir heyrðu hljóðið í henni. Útvarpsmennirnir tóku fyrst afmælissönginn fyrir Fanneyju og spurðu hana síðan út í nýafstaðna vinkonuferð og viðburðaríkt ár hennar í ár. Þú giftir þig á árinu, hver var dagsetningin? „Heyrðu, ég gifti mig 6. september,“ sagði Fanney. Það er fallegur dagur, eitthvað sem maður vill ekki gleyma. Jafnvel eitthvað sem maður myndi flúrað á sig. Hefurðu nokkuð flúrað eitthvað á þig? „Ekkert nýlega nema ranga dagsetningu á brúðkaupsdeginum mínum,“ sagði Fanney og hló. Stelpurnar sumarlegar í vinkvennaferðinni. Hvað gerðist eiginlega? „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að ég hefði verið dauðadrukkin en það var bara alls ekki þannig,“ sagði hún. „Svo var ég bara ógeðslega ánægð að skrifa niður brúðkaupsdaginn minn og skrifa niður 6. október.“ 06/10 bara? „Ef ég hefði bara gert það, ég skrifaði „október“,“ sagði Fanney. Húflúrið sé að sögn Fanneyjar því frekar stórt. „Mér til varnar þá á ég rosalega góða vinkonu sem var með mér úti sem á afmæli þennan dag,“ bætti Fanney við. „Hvað er eiginlega að þér?“ Stjórnendum Brennslunnar lék þó forvitni á að vita hvort Fanney hafi ekki sýnt vinkonum sínum væntanlegt húðflúrið áður en kom að sjálfri aðgerðinni. „Ég gerði það reyndar og þeim fannst þetta geggjað,“ sagði Fanney. Brúðkaupshjónin voru einkar glæsileg. Hvorki brúðurin né vinkonurnar föttuðu ruglinginn og því fór sem fór. Þrátt fyrir klúðrið naut Fanney ferðarinnar og ætlar sér ekki að breyta húðflúrinu, sagan sé einfaldlega of góð. Síðustu daga hafi fjöldi fólks í kringum hana beðið um að fá að sjá húðflúrið. Þú ert ennþá gift? „Honum fannst þetta ekkert rosalega fyndið til að byrja með, svo hringdi hann í mig aftur og sagði: Hvað er eiginlega að þér?,“ sagði Fanney og hló dátt. „Hann kannski fær að vera með mér næst þegar ég set svona á mig,“ sagði hún að lokum.
Húðflúr Grín og gaman Brúðkaup Tímamót Brennslan FM957 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira