Lífið

Már Gunnars genginn út

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Már Gunnarsson er kominn á fast.
Már Gunnarsson er kominn á fast. Már Gunnarsson

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum.

„Stoltasti kærasti í heiminum! Frábær frammistaða hjá Má Gunnarssyni, ég elskaði hvert einasta lag, þú og allt gengið voruð frábær,“ segir Harrison í færslu á Instagram, sem Már deilir á sinni síðu og segir „kærastinn minn.“

Instagram

Már stundar tónlistarnám á háskólastigi í The Royal Northern College of Music í Manchester, og hefur verið virkur í tónlistarlífinu hérlendis og meðal annars tekið þátt í söngvakeppninni.

Meðfram þessu er hann afreksíþróttamaður í sundi og hefur keppt mörgum sinnum á Ólýmpíuleikum fatlaðra.


Tengdar fréttir

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.

Már klessti á bakkann og HM er í hættu

Sundmaðurinn öflugi Már Gunnarsson var einstaklega óheppinn á sundmóti á dögunum og af þeim sökum gæti hann misst af heimsmeistaramóti fatlaðra í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.