Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 15:55 Viktor Bjarki Daðason hefur þegar afrekað að skora í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund. EPA/Liselotte Sabroe Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FC Kaupmannahafnar og gæti komið við sögu í London í kvöld þegar liðið sækir Tottenham heim í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira