Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2025 08:03 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun