Lífið

Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Már fór hamförum í þættinum.
Andri Már fór hamförum í þættinum.

Í síðasta þætti af Bannað að hlæja mættu frábærir gestir í matarboð Auðuns Blöndal.

Um var að ræða hlaðvarpsdrottningarnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, Hjörvar Hafliðason, Stefán Einar og sjálfur Nablinn, Andri Már Eggertsson sem hefur farið á kostum á Sýn Sport undanfarin ár sem viðtalsmaður.

Andri er kallaður Nablinn, í raun fyrir það eitt að hafa verið með útstæðan nafla þegar hann var yngri. Í boðinu fékk hann spurningu frá Kristínu hvort það kæmi mögulega eitthvað út úr þessum fræga nafla. Ekki stóð á svörum frá Andra.

„Nei nei, ekkert gröftur eða neitt svoleiðis en ég leyfi stundum stelpum að skvörta inn í hann,“ sagði Andir léttur og voru gestir matarboðsins í verulegum vandræðum með að fara ekki að hlæja eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Nablinn ræðir um naflann sjálfan: Enginn gröftur og bara skvört





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.