„Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Aron Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2025 10:00 Ólafur Ingi Skúlason er á leið í sinn þriðja leik sem þjálfari Breiðabliks. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, ber virðingu fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk sem Blikar mæta í dag í Sambandsdeild Evrópu. Shakhtar hefur þurft að glíma við áskoranir undanfarinn áratug sem fá félög geta tengt við. Lið Shakhtar Donetsk er þekkt stærð í Evrópu, reglulegur þátttakandi í Meistaradeild Evrópu og árið 2009 bar liðið sigur úr býtum í Evrópubikarnum en hefur frá árinu 2014, eða frá því að Rússar innlimuðu Krímskagann, verið á vergangi fjarri sínum heimahögum í Donetsk héraði, bæði í Úkraínu og svo flakkað á milli landa með heimaleiki sína í Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Donbass leikvangurinn glæsilegi, heimavöllur Shakhtar sem tekur um 52 þúsund manns í sæti, en hefur ekki nýst Shakhtar síðan fyrir árið 2014. Vísir/Getty Sökum hennar fer leikurinn við Breiðablik fram í Kraká í Póllandi en ekki á glæsilegum Donbass leikvangi Shakhtar. Þrátt hefur allt sem gengið hefur á er Shakhtar enn að keppa á efstu gæðastigum fótboltans.„Þetta er ótrúlega vel gert hjá þeim. Að geta haldið áfram í svona ástandi eins og hefur verið,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks um lið Shakhtar. „Eitthvað sem við getum þó lítið pælt í. Við erum bara að fara mæta þeim, þeir hafa gert mjög vel í því að halda utan um þetta þrátt fyrir það sem hefur gengið á og náð að vera áfram með samkeppnishæft lið á mjög háu gæðastigi í evrópska boltanum. Það er magnað afrek í raun og veru. Við einbeitum okkur þó bara að því að mæta þeim inn á vellinum og reyna að valda þeim usla.“ Blikar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Sambandsdeildinni og þurfa að vera á sínum besta degi til að ná í úrslit gegn Shakhtar sem er lið að mestu skipað leikmönnum frá Úkraínu og Brasilíu. „Þeir eru heilt yfir góðir í flestu. Mjög líkamlega sterkt lið, margir fljótir, sterkir og öflugir leikmenn. Það er mjög margt sem ber að varast í þeirra leik og sérstaklega ef þeir fá mikið svæði og tíma á bolta. Þá getur þetta orðið erfitt. Við þurfum því að vera agressívir, þéttir á köflum og svo hugrakkir á boltann. Þora aðeins að halda í hann.“ Lið Shakhtar verið að spila heimaleiki sína í úkraínsku deildinni í borginni Lviv en heimaleikir liðsins í Evrópu hafa verið leiknir í Þýskalandi, Ungverjalandi eða Póllandi.Vísir/Getty „Við metum þá bara góða. Við erum búnir að skoða þá vel og vitum það vel að þetta er hörku lið. En við Íslendingar vitum það vel að þegar kemur að níutíu mínútum í fótbolta, ef við spilum á okkar hæsta gæðastigi þá getum við strítt þeim. Það er planið. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en við erum kokhraustir og ætlum okkur að reyna fá eitthvað úr þessum leik.“ Ánægður með mjög margt Ólafur Ingi tók við þjálfun Breiðabliks undir lok síðasta mánaðar af Halldóri Árnasyni sem var sagt upp störfum. Hann hafði lítinn tíma til þess að undirbúa sitt lið því strax tók við tveggja leikja mikilvæg hrina, leikur gegn KuPs í Sambandsdeildinni og svo úrslitaleikur gegn Stjörnunni í Bestu deildinni um Evrópusæti á næsta tímabili. Niðurstaðan jafntefli gegn KuPs og sigur gegn Stjörnunni sem var hins vegar ekki nægilega stór til þess að tryggja Blikum Evrópusætið. Ólafur hefur hins vegar fengið góðan tíma frá þeim leik til þess að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Shakhtar í dag. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Eins og þú segir var aðdragandinn að þessu stuttur og stutt á milli fyrstu leikja en ég var mjög ánægður með stóran hluta af því sem við sýndum í þessum fyrstu tveimur leikjum undir minni stjórn. Síðan þá höfum við haldið áfram þar sem frá var horfið, haft smá tíma til að undirbúa þennan leik og halda okkur í formi eftir að deildarkeppnin kláraðist heima. Þetta hafa verið skemmtilegir dagar og verða áfram fram í miðjan desember að minnsta kosti.“ Frá Evrópuleik Breiðabliks frá því fyrr á tímabilinu gegn Lech Poznan. Hér má sjá Viktor Karl Einarsson, leikmann liðsinsVísir/Getty Nýtur góðs af reynslu frá fyrri tíð Blikar verða í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fram í næsta mánuð en hér heima er öllum mótum lokið. Félagið hefur verið í þessari stöðu áður og njóta Ólafur og hans teymi góðs af því. „Blessunarlega er félagið með reynslu af þessu, þekkir þetta vel. Strákarnir fá smá frí eftir þennan leik, hvíla líkama og sál og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik í Sambandsdeildinni gegn Samsunspor heima og í kjölfarið Shamrock Rovers. Við erum bara brattir með þetta, svo styttir þetta undirbúningstímabilið, það er alltaf plús. Reynslan og þekkingin af því er hérna innanbúðar og mjög gott að koma inn í eitthvað sem hefur verið gert áður.“ Leikur Shakhtar Donetsk og Breiðabliks í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay rásinni í dag og hefst klukkan korter í sex. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Lið Shakhtar Donetsk er þekkt stærð í Evrópu, reglulegur þátttakandi í Meistaradeild Evrópu og árið 2009 bar liðið sigur úr býtum í Evrópubikarnum en hefur frá árinu 2014, eða frá því að Rússar innlimuðu Krímskagann, verið á vergangi fjarri sínum heimahögum í Donetsk héraði, bæði í Úkraínu og svo flakkað á milli landa með heimaleiki sína í Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Donbass leikvangurinn glæsilegi, heimavöllur Shakhtar sem tekur um 52 þúsund manns í sæti, en hefur ekki nýst Shakhtar síðan fyrir árið 2014. Vísir/Getty Sökum hennar fer leikurinn við Breiðablik fram í Kraká í Póllandi en ekki á glæsilegum Donbass leikvangi Shakhtar. Þrátt hefur allt sem gengið hefur á er Shakhtar enn að keppa á efstu gæðastigum fótboltans.„Þetta er ótrúlega vel gert hjá þeim. Að geta haldið áfram í svona ástandi eins og hefur verið,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks um lið Shakhtar. „Eitthvað sem við getum þó lítið pælt í. Við erum bara að fara mæta þeim, þeir hafa gert mjög vel í því að halda utan um þetta þrátt fyrir það sem hefur gengið á og náð að vera áfram með samkeppnishæft lið á mjög háu gæðastigi í evrópska boltanum. Það er magnað afrek í raun og veru. Við einbeitum okkur þó bara að því að mæta þeim inn á vellinum og reyna að valda þeim usla.“ Blikar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í Sambandsdeildinni og þurfa að vera á sínum besta degi til að ná í úrslit gegn Shakhtar sem er lið að mestu skipað leikmönnum frá Úkraínu og Brasilíu. „Þeir eru heilt yfir góðir í flestu. Mjög líkamlega sterkt lið, margir fljótir, sterkir og öflugir leikmenn. Það er mjög margt sem ber að varast í þeirra leik og sérstaklega ef þeir fá mikið svæði og tíma á bolta. Þá getur þetta orðið erfitt. Við þurfum því að vera agressívir, þéttir á köflum og svo hugrakkir á boltann. Þora aðeins að halda í hann.“ Lið Shakhtar verið að spila heimaleiki sína í úkraínsku deildinni í borginni Lviv en heimaleikir liðsins í Evrópu hafa verið leiknir í Þýskalandi, Ungverjalandi eða Póllandi.Vísir/Getty „Við metum þá bara góða. Við erum búnir að skoða þá vel og vitum það vel að þetta er hörku lið. En við Íslendingar vitum það vel að þegar kemur að níutíu mínútum í fótbolta, ef við spilum á okkar hæsta gæðastigi þá getum við strítt þeim. Það er planið. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en við erum kokhraustir og ætlum okkur að reyna fá eitthvað úr þessum leik.“ Ánægður með mjög margt Ólafur Ingi tók við þjálfun Breiðabliks undir lok síðasta mánaðar af Halldóri Árnasyni sem var sagt upp störfum. Hann hafði lítinn tíma til þess að undirbúa sitt lið því strax tók við tveggja leikja mikilvæg hrina, leikur gegn KuPs í Sambandsdeildinni og svo úrslitaleikur gegn Stjörnunni í Bestu deildinni um Evrópusæti á næsta tímabili. Niðurstaðan jafntefli gegn KuPs og sigur gegn Stjörnunni sem var hins vegar ekki nægilega stór til þess að tryggja Blikum Evrópusætið. Ólafur hefur hins vegar fengið góðan tíma frá þeim leik til þess að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Shakhtar í dag. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Eins og þú segir var aðdragandinn að þessu stuttur og stutt á milli fyrstu leikja en ég var mjög ánægður með stóran hluta af því sem við sýndum í þessum fyrstu tveimur leikjum undir minni stjórn. Síðan þá höfum við haldið áfram þar sem frá var horfið, haft smá tíma til að undirbúa þennan leik og halda okkur í formi eftir að deildarkeppnin kláraðist heima. Þetta hafa verið skemmtilegir dagar og verða áfram fram í miðjan desember að minnsta kosti.“ Frá Evrópuleik Breiðabliks frá því fyrr á tímabilinu gegn Lech Poznan. Hér má sjá Viktor Karl Einarsson, leikmann liðsinsVísir/Getty Nýtur góðs af reynslu frá fyrri tíð Blikar verða í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fram í næsta mánuð en hér heima er öllum mótum lokið. Félagið hefur verið í þessari stöðu áður og njóta Ólafur og hans teymi góðs af því. „Blessunarlega er félagið með reynslu af þessu, þekkir þetta vel. Strákarnir fá smá frí eftir þennan leik, hvíla líkama og sál og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik í Sambandsdeildinni gegn Samsunspor heima og í kjölfarið Shamrock Rovers. Við erum bara brattir með þetta, svo styttir þetta undirbúningstímabilið, það er alltaf plús. Reynslan og þekkingin af því er hérna innanbúðar og mjög gott að koma inn í eitthvað sem hefur verið gert áður.“ Leikur Shakhtar Donetsk og Breiðabliks í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay rásinni í dag og hefst klukkan korter í sex.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira