Veður

Víða lítils­háttar rigning eða snjó­koma

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til átta stig, mildast syðst.
Hiti verður á bilinu núll til átta stig, mildast syðst. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði víða lítilsháttar rigning eða snjókoma, en þurrt og bjart á Vesturlandi.

Hiti verður á bilinu núll til átta stig, mildast syðst.

„Norðan og norðaustan 5-13 á morgun og léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Skýjað og dálítil él í öðrum landshlutum, hiti um eða undir frostmarki.

Á miðvikudag er útlit fyrir norðan strekking austast á landinu, en golu eða kalda annars staðar. Skýjað og stöku él norðan heiða, en bjart syðra. Frost 0 til 8 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðan- og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestantil. Kólnar, frost 0 til 5 stig síðdegis.

Á miðvikudag: Norðan 3-10, en 8-13 austast. Skýjað á norðaustanverðu landinu og stöku él, annars bjart með köflum. Frost 1 til 8 stig.

Á fimmtudag: Hægur vindur og þurrt, en suðvestan 3-8 og dálítil él norðvestantil. Hlánar við vesturströndina, annars breytist hiti lítið.

Á föstudag og laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt. Léttskýjað og áfram kalt austanlands. Skýjað en úrkomulítið vestantil og hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag: Breytileg átt og skúrir eða él, en að mestu þurrt um landið austanvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×