Fótbolti

Marta getur aftur unnið verð­launin sem voru nefnd eftir henni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marta fagnar hér með bandaríska liðinu Orlando Pride.
Marta fagnar hér með bandaríska liðinu Orlando Pride. Getty/ Jamie Squire

Lamine Yamal var tilnefndur á fimmtudaginn til FIFA Puskás-verðlaunanna fyrir besta mark karla á síðasta tímabili og brasilíska goðsögnin Marta var tilnefnd til FIFA Marta-verðlaunanna, kvennaverðlauna sem nefnd eru eftir henni.

Mark Yamals, unglingsins frá Barcelona, skoraði hann gegn Espanyol í maí, bogaskot með vinstri fæti eftir að hafa keyrt á vörnina frá hægri kantinum. Markið tryggði Barcelona titilinn.

Mark Mörtu kom í undanúrslitum úrslitakeppni NWSL á síðasta ári. Hún fékk boltann í miðjuhringnum, spretti síðan og lék á tvo varnarmenn, fór fram hjá markverðinum og skoraði í autt markið til að hjálpa Orlando Pride að sigra Kansas City Current og komast í úrslitaleik NWSL.

Marta vann einmitt þessi verðlaun árið 2024 þegar þau voru afhend hjá konunum í fyrsta skiptið. Það mark skoraði hún fyrir brasilíska landsliðið.

Verðlaunin verða ákvörðuð með fimmtíu prósent atkvæðavægi frá aðdáendum og fimmtíu prósent vægi frá dómnefnd „FIFA-goðsagna“ og verður sigurvegarinn krýndur á verðlaunahátíð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, The Best FIFA Football Awards 2025. Frestur til að kjósa er 3. desember.

Meðal tilnefndra til karlaverðlaunanna eru Declan Rice úr Arsenal fyrir aukaspyrnu sína gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Lucas Ribeiro sem hljóp einn síns liðs frá miðjupunktinum og skoraði fyrir Mamelodi Sundowns gegn Borussia Dortmund á heimsmeistaramóti félagsliða.

Skot Ally Sentnor fyrir Bandaríkin gegn Kólumbíu á SheBelieves-bikarnum er tilnefnt til Marta-verðlaunanna. Sama gildir um vippu Vivianne Miedema fyrir Holland gegn Wales á Evrópumóti kvenna.

Allar tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×