Lífið

Inn­lit í ævin­týra­lega baðlónið Laugar­ás Lagoon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega vel heppnuð hönnun.
Virkilega vel heppnuð hönnun.

Nýjasta baðlón landsins er Laugarás Lagoon er alveg einstakt.

Það er með fossi í miðju húsinu og er með úthagagrasi á þakinu og bogadregnum úthliðum í mjög flottri hönnun. Lónið býður upp á einstaka upplifun.

Svo er hinn margverðlaunaði kokkur Gísli Matthías Auðunsson sem hefur fengið Michelin viðurkenningu, allsráðandi í eldhúsi veitingastaðar lónsin Ylju. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér þetta ævintýralega baðlón.

Breyttu um plan

„Lónið hérna er svo sem ekkert svo gömul hugmynd að byggja hérna baðlón, en það stóð lengi vel til að byggja hótel. Og svo kannski svona á síðustu metrunum, þá í rauninni var ákveðið aðeins að beygja planið og byrja á að byggja baðlón og mögulega fara í hótelbyggingu síðar,“ segir Bryndís Björnsdóttir frá baðlóninu í samtali við Völu.

„Við erum í rauninni með tvískipta upplifun sem fólk getur gert. Þú getur komið hingað bara í mat, það er eitt af sér, alveg í góðu lagi. Og þú getur líka komið hingað bara í baðlón og farið bara og notið og verið í rauninni bara eins lengi og þú vilt ofan í. Við bjóðum í rauninni ekki upp á það að fólk sé að flakka á milli. Við viljum svolítið að þú klárir hérna áður en farið er í hina upplifunina. Það er mjög gott að fara fyrst í baðlónið og njóta þess að vera úti í náttúrunni og koma síðan inn á veitingastaðinn í framhaldinu eða öfugt. Það er í rauninni allur gangur á því og kannski misjafnt eftir, eftir því hvort þú komir á degi til eða á kvöldin og takir fimm rétta máltíð. Þannig að það eru svona alls konar möguleikar eftir því kannski hvaða tilefni maður er að koma og sækjast eftir hverju sinni,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.