Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 10:45 Elenora er hægt og rólega að finna gleðina á ný. Instagram „Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er. Elenora var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Í byrjun árs 2023 flutti hún til London þar sem hún hóf störf í heimsþekktu bakaríi, Buns from home. Í færslunni segir Elenora frá því að hún hafi í lok síðasta árs þurft að segja tímabundið upp draumastarfinu sínu eftir erfiðar fréttir og mikið áfall. Streita og kulnun höfðu tekið sinn toll og hún varð bæði líkamlega og andlega uppgefin. „Ég kom heim í mömmuhús til Íslands og játaði mig sigraða,“ skrifar hún. Þá ákvað hún í fyrsta sinn að þiggja þunglyndislyf, sem hún segir að hafi gjörbreytt lífi hennar. „Mér fannst það algjört tabú áður.“ Hún lýsir því hvernig hún hafi árum saman leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum, stundað hreyfingu, jóga og ýmis sjálfshjálparnámskeið. Þrátt fyrir mikla sjálfsvinnu fór hún aftur í kulnun. „Ég fór í massífa stranga sjálfsvinnu og þurfti mikið að kyngja egóinu í lok síðasta árs. Ég lofaði mér hins vegar að enda aldrei aftur á þessum stað og snúa blaðinu við algjörlega,“ segir hún. Aldrei afrekað jafn lítið Elenora fer aftur til London þar sem hún segir að hún hafi smám saman fundið gleðina á ný, notið lífsins með sínum nánustu og unnið að markmiðum sem hún hafði hingað til sett til hliðar. „Þetta er búið að vera allskonar upp og niður en vá hvað þetta ár hefur kennt mér mikið og lyft mér mikið upp. Ég tók algjört skref til baka þetta ár, hef aldrei afrekað jafn lítið, þénað jafn lítið eða ferðast jafn lítið,“ segir hún. „Það eina sem skipti mig máli var að finna ljósið í augunum á mér aftur og vera betri einstaklingur fyrir mig og fólkið mitt.“ Elenora lýsir einnig áþreifanlegum líkamlegum einkennum sem hún varð vör við á verstu tímum kulnunarinnar: „Ég var orðin alltof grönn, þrútin og bólgin, farin að missa hárið og fleira.“ Hún lýsir þakklæti sínu til ástvina fyrir ómetanlegan stuðning og hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sæti, jafnvel þegar það er erfitt. „Að taka skref aftur á bak var besta skrefið fram á við,“ skrifar hún og minnir á mikilvægi þess að sýna hvert öðru góðvild. „Verum góð við hvert annað, því við vitum aldrei hvað næsti maður er að ganga í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Elenora Rós (@bakaranora) Heilsa Bakarí England Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Elenora var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Í byrjun árs 2023 flutti hún til London þar sem hún hóf störf í heimsþekktu bakaríi, Buns from home. Í færslunni segir Elenora frá því að hún hafi í lok síðasta árs þurft að segja tímabundið upp draumastarfinu sínu eftir erfiðar fréttir og mikið áfall. Streita og kulnun höfðu tekið sinn toll og hún varð bæði líkamlega og andlega uppgefin. „Ég kom heim í mömmuhús til Íslands og játaði mig sigraða,“ skrifar hún. Þá ákvað hún í fyrsta sinn að þiggja þunglyndislyf, sem hún segir að hafi gjörbreytt lífi hennar. „Mér fannst það algjört tabú áður.“ Hún lýsir því hvernig hún hafi árum saman leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum, stundað hreyfingu, jóga og ýmis sjálfshjálparnámskeið. Þrátt fyrir mikla sjálfsvinnu fór hún aftur í kulnun. „Ég fór í massífa stranga sjálfsvinnu og þurfti mikið að kyngja egóinu í lok síðasta árs. Ég lofaði mér hins vegar að enda aldrei aftur á þessum stað og snúa blaðinu við algjörlega,“ segir hún. Aldrei afrekað jafn lítið Elenora fer aftur til London þar sem hún segir að hún hafi smám saman fundið gleðina á ný, notið lífsins með sínum nánustu og unnið að markmiðum sem hún hafði hingað til sett til hliðar. „Þetta er búið að vera allskonar upp og niður en vá hvað þetta ár hefur kennt mér mikið og lyft mér mikið upp. Ég tók algjört skref til baka þetta ár, hef aldrei afrekað jafn lítið, þénað jafn lítið eða ferðast jafn lítið,“ segir hún. „Það eina sem skipti mig máli var að finna ljósið í augunum á mér aftur og vera betri einstaklingur fyrir mig og fólkið mitt.“ Elenora lýsir einnig áþreifanlegum líkamlegum einkennum sem hún varð vör við á verstu tímum kulnunarinnar: „Ég var orðin alltof grönn, þrútin og bólgin, farin að missa hárið og fleira.“ Hún lýsir þakklæti sínu til ástvina fyrir ómetanlegan stuðning og hvetur fólk til að setja sjálft sig í fyrsta sæti, jafnvel þegar það er erfitt. „Að taka skref aftur á bak var besta skrefið fram á við,“ skrifar hún og minnir á mikilvægi þess að sýna hvert öðru góðvild. „Verum góð við hvert annað, því við vitum aldrei hvað næsti maður er að ganga í gegnum.“ View this post on Instagram A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)
Heilsa Bakarí England Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00