Lífið

Halla átti á­nægju­legan fund með Karli Bretakonungi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Halla og Karl Bretakonungur í Buckingham-höll.
Halla og Karl Bretakonungur í Buckingham-höll. Facebook

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. 

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum.

Halla er í opinberri heimsókn í Bretlandi og hitti fyrr í dag Juliu Gillard fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu í Kings College London.

Í tilkynningu um ferðina í gær kom fram að í heimsókn sinni myndi Halla einnig kynna sér miðstöðina Sustainable Ventures sem styður við sprotafyrirtæki sem vinna að sjálfbærni og loftslagslausnum og heimsækja tvo háskóla, King‘s College og London Business School.

Einnig ætlaði hún að heimsækja líka sendiráð Íslands heim og hitta þar Íslendinga búsetta í Bretlandi. Á lokadegi heimsóknarinnar lítur hún við í útibúi 66°Norður við Regent Street og heimsækir veitingastaðinn „Churchill‘s Fish & Chips“ í Uxbridge, í vesturhluta Lundúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.