Fótbolti

Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og Barbara Dunst glaðbeittar í leik með Bayern.
Glódís Perla Viggósdóttir og Barbara Dunst glaðbeittar í leik með Bayern. Getty/Alexander Hassenstein

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern Munchen og var, að venju, með fyrirliðabandið, í 3-1 sigri á útivelli gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.

Bayern lenti undir snemma leiks, Selma Karchaoui kom boltanum í netið fyrir PSG eftir sextán mínútna leik, en gestirnir svöruðu fyrir það aðeins mínútu síðar.

Linda Dallmann jafnaði leikinn strax og Momoko Tanikawa kom Bayern síðan yfir á 34. mínútu. Jovana Damnjanovic setti svo þriðja markið á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Bayern er nú með þrjá sigra eftir fjórar umferðir en eina tapið hingað til var slæmur 7-1 skellur gegn toppliði Barcelona sem gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í kvöld.

Barcelona hafði unnið fyrstu þrjá leikina mjög örugglega, skorað fjórtán mörk og aðeins fengið á sig eitt, áður en liðið heimsótti Lundúnir í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×