Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 10:46 Nú er um ár síðan ég hnaut um pólitíkina, ef svo má að orði komast. En pólitík var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að koma nálægt og ég held ég hafi tekið þá ákvörðun mjög ung. Ég man eftir að heyra fullorðna fólkið ræða pólitík sem var að mínu mati tilgangslaust þras, án þess að einhver niðursstaða fengist í málið. Þetta fannst mér ekki heillandi og ákvörðunin var tekin; Ég ætlaði aldrei að koma nálægt pólitík. En svo er það þetta með aldrei, það virðist nefninlega elta mann uppi. Ég valdi ekki pólitíkina, heldur valdi hún mig. Aðdragandinn að því er reyndar bráðskemmtilegur, en látum hann liggja á milli hluta að þessu sinni. Í stuttu máli þá kolféll ég fyrir stjórnmálaflokki. Ég kolféll fyrir fólkinu, orkunni, málefnunum, ástríðunni og gleðinni. Kolféll svona eins og þegar maður verður ástfanginn. Ástin mætti þegar ég síst átti von og alls ekki af mínum draumaprinsi, heldur stjórnmálaflokki. Já - ég veit! Undanfarið ár hef ég svo verið að að bæta upp fyrir 48 ára áhugaleysi um pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég hef mætt á ótal málþing, pallborð, horft á Alþingisrásina og komið sjálfri mér á óvart hversu gaman ég hef haft af þvi að mæta og læra. Auðvitað er sumt alveg drepleiðinlegt, en það er eins og með leiðinlega bók að stundum þarf ekki nema eina setningu sem að hittir i mark til að lesturinn borgi sig. En til að koma mér að aðalatriðinu þurfum við að spóla 10 ár aftur í tímann. Þá var ég með tiltölulega nýlegt matarblogg þegar einn daginn, alveg upp úr þurru, kom til mín spurningin; Hverjir geta gefið út bók? . Svarið kom ekki svo löngu síðar, svona eins og ljósaperu-móment. Allir geta gefið út bók. Maður býr til bók og gefur hana út - punktur. Þremur matreiðslubókum og allskonar vexti, breytingum og þroska síðar - er ný spurning mætt; Hvaða einkennir góðan stjórmálamann? Er til dæmis nóg að vera góð manneskja og vilja vel? Ég held að það við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvaða eiginleika við viljum að einkenni fólkið sem er við stjórnvölinn, en jafn mikilvægt held ég að fólkið sem er við stjórnvölinn geri slíkt hið sama. Ég veit ekkert hvert þessi spurning leiðir mig en pælingarnar eru hafnar. Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er um ár síðan ég hnaut um pólitíkina, ef svo má að orði komast. En pólitík var eitthvað sem ég ætlaði aldrei að koma nálægt og ég held ég hafi tekið þá ákvörðun mjög ung. Ég man eftir að heyra fullorðna fólkið ræða pólitík sem var að mínu mati tilgangslaust þras, án þess að einhver niðursstaða fengist í málið. Þetta fannst mér ekki heillandi og ákvörðunin var tekin; Ég ætlaði aldrei að koma nálægt pólitík. En svo er það þetta með aldrei, það virðist nefninlega elta mann uppi. Ég valdi ekki pólitíkina, heldur valdi hún mig. Aðdragandinn að því er reyndar bráðskemmtilegur, en látum hann liggja á milli hluta að þessu sinni. Í stuttu máli þá kolféll ég fyrir stjórnmálaflokki. Ég kolféll fyrir fólkinu, orkunni, málefnunum, ástríðunni og gleðinni. Kolféll svona eins og þegar maður verður ástfanginn. Ástin mætti þegar ég síst átti von og alls ekki af mínum draumaprinsi, heldur stjórnmálaflokki. Já - ég veit! Undanfarið ár hef ég svo verið að að bæta upp fyrir 48 ára áhugaleysi um pólitík og öllu sem henni viðkemur. Ég hef mætt á ótal málþing, pallborð, horft á Alþingisrásina og komið sjálfri mér á óvart hversu gaman ég hef haft af þvi að mæta og læra. Auðvitað er sumt alveg drepleiðinlegt, en það er eins og með leiðinlega bók að stundum þarf ekki nema eina setningu sem að hittir i mark til að lesturinn borgi sig. En til að koma mér að aðalatriðinu þurfum við að spóla 10 ár aftur í tímann. Þá var ég með tiltölulega nýlegt matarblogg þegar einn daginn, alveg upp úr þurru, kom til mín spurningin; Hverjir geta gefið út bók? . Svarið kom ekki svo löngu síðar, svona eins og ljósaperu-móment. Allir geta gefið út bók. Maður býr til bók og gefur hana út - punktur. Þremur matreiðslubókum og allskonar vexti, breytingum og þroska síðar - er ný spurning mætt; Hvaða einkennir góðan stjórmálamann? Er til dæmis nóg að vera góð manneskja og vilja vel? Ég held að það við höfum öll gott af því að velta því fyrir okkur hvaða eiginleika við viljum að einkenni fólkið sem er við stjórnvölinn, en jafn mikilvægt held ég að fólkið sem er við stjórnvölinn geri slíkt hið sama. Ég veit ekkert hvert þessi spurning leiðir mig en pælingarnar eru hafnar. Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun