50+: Það má segja Nei við barnapössun Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Allt er gott í hófi á líka við um það hversu oft eða mikið amma og afi eru tilbúin til að segja Já við barnapössun. Því stundum eru þau komin í nánast ólaunað starfsfhlutfall við að passa og kunna ekki við að segja Nei. Að segja Nei við barnapössun er samt fullkomlega í lagi. Vísir/Getty Vissuð þið að það er til eitthvað sem kallast ömmu- og afakulnun? (e. grandparents burnout) Og að á netinu er heilmikið til af efni, skrifað bæði vestanhafs og austan, um það hvers vegna það sé í góðu lagi fyrir ömmur og afa að segja stundum Nei við barnapössun. Að segja Nei hefur nefnilega ekkert um það að segja hvort fólk elski ekki að vera með barnabörnin sín.Að segja Nei getur hins vegar sagt mikið til um það hvernig fólk nær að elska að vera amma og afi frekar en að upplifa sig sem barnfóstrur.Ótrúlega mörg viðtöl hafa líka verið birt í miðlum ytra þar sem rætt er við fólk sem fékk sig fullsatt við að vera alltaf að passa. Eða að vera tekin fyrir sjálfgefnar barnapíur. Því auðvitað er það ekki á ábyrgð ömmu og afa að sjá til þess, hvernig leyst er úr dagvistunarmálum eða öðrum gæslumálum. Og hvað ætli þetta sé að segja okkur? Jú, einfaldlega það að fyrst það er svona mikið búið að skrifa um þessi mál, er það vísbending um að það er stór hópur þarna úti af ömmum og öfum sem finnst of mikið ætlast til þess að sem ömmur og afar segi þau alltaf Já við barnapössun. Í dag ætlum við því að rýna í nokkur góð ráð um það hvernig fólk getur komið í veg fyrir að sú staða komi upp að það að vera með barnabörnin í pössun sé orðið að kvöð frekar en gleði. Vefsíðan Kidsit sérhæfir sig í alls kyns efni tengt barnapössun. Þar á meðal barnabarnapössun ömmu og afa og því hversu mikilvægt það er að amma og afi setji sín mörk. Því já; það er í góðu lagi að segja Nei við barnapössun. Og það sem meira er; ömmur og afar þurfa ekki að afsaka það. Að vilja rækta sitt eigið sjálfstæða líf er eðlileg þörf og krafa. Ekki síst þegar börnin eru flogin að heiman og loks ráðrúm til að njóta lífsins til hins ítrasta. Verkefnið snýst því um að setja mörk. Og standa við mörkin. Því það að setja mörk en gefa síðan eftir, gerir okkur óánægð og brátt virðumst við líka hálf ómarktækt í málefninu. Að segja Nei getur hins vegar verið erfitt fyrir suma. Og auðvitað hljómar það frekar kuldalega ef við einfaldlega segjum Nei án skýringa. Ekki síst ef börnin okkar eru vön því að við segjum bara Já (og andvörpum síðan innra með okkur). Það getur því verið gott að æfa sig í eða velja nokkur svör sem þér finnst best henta. Allt frá því að segja: Nei, ég er ekki laus þá, yfir í að ákveða fyrirfram hvaða viðmið þú vilt hafa og vinna síðan út frá því. Dæmi: Ef þig langar að miða við að passa tvisvar í mánuði, samanlagt, þá getur það verið þitt viðmið. Best er að láta vita af því viðmiði og skýra út að þið viljið einfaldlega setja viðmiðunarmörk á pössunina. Ykkar tími er líka auðlind. Ef regluleg pössun er löngu orðin að venju er gott að útfæra samkomulag um hvernig barnapössunin verður hér eftir. Til dæmis að ákveða einhverja daga og tíma. Ræða þá fyrirfram hvort það er verið að tala um að sækja og skutla, passa yfir nótt og svo framvegis. En sumum finnst óskaplega erfitt að segja Nei og setja mörk. Sérstaklega þegar kemur að barnabörnunum. Samviskubitið getur verið fljótt að tikka inn. Ein leið til að hjálpa okkur af stað er að svara: Ég læt þig vita á morgun. Sem þýðir að við leyfum okkur að sofa á því hvernig við ætlum að svara hvort við getum passað eða ekki. Mestu skiptir að segja ekki Já þegar okkur langar að segja Nei. Því það á endanum gerir það að verkum að ánægjan sem á að upplifast af því að vera með barnabörnunum okkar þverrar eða hverfur. Enn ein leiðin er að ræða við fjölskylduráðgjafa eða annan fagaðila. Því það getur heilmikil hjálp verið fólgin í því að fá þriðja aðila til að leiða okkur í gegnum það hvernig við setjum okkur mörk og stöndum við þau. Tengdar fréttir 50+: Framhjáhöldum fjölgar Ýmsar vísbendingar eru um að fólk sem er fimmtugt eða eldra, haldi framhjá oftar eða í meira mæli en áður. 10. nóvember 2025 07:00 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Munu þau hætta saman? Er hún/hann með einhverja stefnu um hvað hann/hún vil gera? Mun hann/hún einhvern tíma flytja aftur heim? 19. september 2025 07:02 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. 20. ágúst 2025 07:02 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. 13. ágúst 2025 07:01 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Að segja Nei hefur nefnilega ekkert um það að segja hvort fólk elski ekki að vera með barnabörnin sín.Að segja Nei getur hins vegar sagt mikið til um það hvernig fólk nær að elska að vera amma og afi frekar en að upplifa sig sem barnfóstrur.Ótrúlega mörg viðtöl hafa líka verið birt í miðlum ytra þar sem rætt er við fólk sem fékk sig fullsatt við að vera alltaf að passa. Eða að vera tekin fyrir sjálfgefnar barnapíur. Því auðvitað er það ekki á ábyrgð ömmu og afa að sjá til þess, hvernig leyst er úr dagvistunarmálum eða öðrum gæslumálum. Og hvað ætli þetta sé að segja okkur? Jú, einfaldlega það að fyrst það er svona mikið búið að skrifa um þessi mál, er það vísbending um að það er stór hópur þarna úti af ömmum og öfum sem finnst of mikið ætlast til þess að sem ömmur og afar segi þau alltaf Já við barnapössun. Í dag ætlum við því að rýna í nokkur góð ráð um það hvernig fólk getur komið í veg fyrir að sú staða komi upp að það að vera með barnabörnin í pössun sé orðið að kvöð frekar en gleði. Vefsíðan Kidsit sérhæfir sig í alls kyns efni tengt barnapössun. Þar á meðal barnabarnapössun ömmu og afa og því hversu mikilvægt það er að amma og afi setji sín mörk. Því já; það er í góðu lagi að segja Nei við barnapössun. Og það sem meira er; ömmur og afar þurfa ekki að afsaka það. Að vilja rækta sitt eigið sjálfstæða líf er eðlileg þörf og krafa. Ekki síst þegar börnin eru flogin að heiman og loks ráðrúm til að njóta lífsins til hins ítrasta. Verkefnið snýst því um að setja mörk. Og standa við mörkin. Því það að setja mörk en gefa síðan eftir, gerir okkur óánægð og brátt virðumst við líka hálf ómarktækt í málefninu. Að segja Nei getur hins vegar verið erfitt fyrir suma. Og auðvitað hljómar það frekar kuldalega ef við einfaldlega segjum Nei án skýringa. Ekki síst ef börnin okkar eru vön því að við segjum bara Já (og andvörpum síðan innra með okkur). Það getur því verið gott að æfa sig í eða velja nokkur svör sem þér finnst best henta. Allt frá því að segja: Nei, ég er ekki laus þá, yfir í að ákveða fyrirfram hvaða viðmið þú vilt hafa og vinna síðan út frá því. Dæmi: Ef þig langar að miða við að passa tvisvar í mánuði, samanlagt, þá getur það verið þitt viðmið. Best er að láta vita af því viðmiði og skýra út að þið viljið einfaldlega setja viðmiðunarmörk á pössunina. Ykkar tími er líka auðlind. Ef regluleg pössun er löngu orðin að venju er gott að útfæra samkomulag um hvernig barnapössunin verður hér eftir. Til dæmis að ákveða einhverja daga og tíma. Ræða þá fyrirfram hvort það er verið að tala um að sækja og skutla, passa yfir nótt og svo framvegis. En sumum finnst óskaplega erfitt að segja Nei og setja mörk. Sérstaklega þegar kemur að barnabörnunum. Samviskubitið getur verið fljótt að tikka inn. Ein leið til að hjálpa okkur af stað er að svara: Ég læt þig vita á morgun. Sem þýðir að við leyfum okkur að sofa á því hvernig við ætlum að svara hvort við getum passað eða ekki. Mestu skiptir að segja ekki Já þegar okkur langar að segja Nei. Því það á endanum gerir það að verkum að ánægjan sem á að upplifast af því að vera með barnabörnunum okkar þverrar eða hverfur. Enn ein leiðin er að ræða við fjölskylduráðgjafa eða annan fagaðila. Því það getur heilmikil hjálp verið fólgin í því að fá þriðja aðila til að leiða okkur í gegnum það hvernig við setjum okkur mörk og stöndum við þau.
Tengdar fréttir 50+: Framhjáhöldum fjölgar Ýmsar vísbendingar eru um að fólk sem er fimmtugt eða eldra, haldi framhjá oftar eða í meira mæli en áður. 10. nóvember 2025 07:00 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Munu þau hætta saman? Er hún/hann með einhverja stefnu um hvað hann/hún vil gera? Mun hann/hún einhvern tíma flytja aftur heim? 19. september 2025 07:02 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. 20. ágúst 2025 07:02 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. 13. ágúst 2025 07:01 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
50+: Framhjáhöldum fjölgar Ýmsar vísbendingar eru um að fólk sem er fimmtugt eða eldra, haldi framhjá oftar eða í meira mæli en áður. 10. nóvember 2025 07:00
50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Munu þau hætta saman? Er hún/hann með einhverja stefnu um hvað hann/hún vil gera? Mun hann/hún einhvern tíma flytja aftur heim? 19. september 2025 07:02
50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. 20. ágúst 2025 07:02
50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. 13. ágúst 2025 07:01
50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02