Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 10:03 Viktor Bjarki Daðason fagnar eftir markið sem hann skoraði gegn Kairat í gærkvöld. EPA/Ida Marie Odgaard „Hann er með þetta allt saman,“ sagði Aron Jóhannsson um Viktor Bjarka Daðason sem Aron lýsir sem hinum íslenska Nick Woltemade. Viktor skoraði sitt annað mark í Meistaradeild Evrópu í gær, aðeins 17 ára gamall. Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark FCK í 3-2 sigri gegn Kairat á Parken í gær, eftir að hafa einnig skorað gegn Dortmund í haust. Hann hefur alls skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í níu leikjum eftir að hafa komið inn í aðallið Kaupmannahafnarfélagsins. „Þetta er sturlað afrek. Maður sér að hann er ekki bara þarna af því að hann er sautján ára. Hann tekur mikið til sín, vinnur mikið af skallaboltum. Hann er kannski okkar útgáfa af Woltemade. Stór, sterkur og góður að halda í boltann,“ sagði Aron sem sjálfur þekkir það að raða inn mörkum í sterkum deildum. Hér að neðan má sjá umræðuna í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gærkvöld og frammistöðu Viktors á Parken. Klippa: Afar hrifnir af Viktori Bjarka „Hann verður, eftir nokkur ár, „complete“ framherji. Það er ógeðslega gaman að sjá þetta,“ sagði Aron sem nýtur þess að sjá hvernig ungir íslenskir leikmenn hafa blómstrað hjá FCK, líkt og Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa einnig gert. „Þeir eru með Cornelius, sem er sennilega á tuttuguföldum launum, en þeir sjá annan Orra í Viktori. Það er frábært að sjá hvernig hann staðsetur sig í teignum. Að hafa þetta markanef, þú þarft að hafa það. Svo er hann með líkamann og dugnaðinn líka. Ef hann heldur rétt á spilunum er framtíðin fáránlega björt hjá honum. FCK er risaklúbbur og það er gaman að sjá sögu íslensku strákanna þar. Búið að selja þá á gífurlegar upphæðir, þannig að þeir treysta enn ungum, íslenskum strákum til að koma í akademíuna og byggja þá upp til að selja áfram. En ég vil bara sjá hann klára þetta tímabil og alla vega eitt í viðbót hjá FCK áður en hann fer eitthvað stærra, því þessi strákur á klárlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira