Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2025 15:03 Daníel Bjarnason er tónskáld og tónlistarstjórnandi og vann að nýjustu plötu Rosalíu. Daníel Bjarnason, tónskáld og tónlistarstjórnandi, var í risastóru hlutverki við gerð nýjustu plötu poppstjörnunnar Rosalíu, Lux. Þátttaka Daníels á plötunni kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og mátti hann ekki ræða hana við neinn í heilt ár. Spænska söngkonan Rosalía er fædd árið 1992 í Katalóníu og hefur á undanförnum árum skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2017 og sló svo rækilega í gegn fyrir sína næstu plötu, El Mal Querer, sem kom út ári síðar. Þriðja platan, Motomami, skilaði henni engu minna en heimsfrægð, en fjórða og nýjasta platan hennar Lux, sem kom út í byrjun nóvember, hefur hins vegar sprengt alla skala, slíkar voru viðtökurnar. Rosalia hefur safnað að sér verðlaunum.Mynd/Getty Meistaraverk og plata áratugarins eru orð sem notuð hafa verið til að lýsa plötunni sem jafnvel er sögð marka tímamót í tónlistarsögunni. Fimm stjörnur í Rolling Stone og ný met á topplistum Spotify og Billbord eru bara nokkur dæmi um árangur plötunnar til þessa. Rosalía syngur á alls fjórtán tungumálum á plötunni, og þótt íslenska sé ekki þar á meðal, þá koma Íslendingar heldur betur við sögu eins og Elín Margrét Böðvarsdóttir komst að í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. En hvað er það við Rosalíu og plötuna Lux sem þykir svona stórbotið? „Þetta er náttúrulega mjög flókið listaverk og það er ekkert endilega einhver ein túlkun. Fyrstu viðbrögð eru bara þessi músík, því hún er svo svakaleg og hefur svo mikil tilfinningaleg áhrif á mann,“ segir Nína Hjálmars menningarrýnir. „Í grunninn myndi maður halda að hún væri poppstjarna frá Spáni, Barcelona, en hún er miklu meira en það,“ segir Álfgrímur Aðalsteinsson, listamaður og aðdáandi. Björk og Rosalia hafa aldrei unnið saman áður en Björk kemur við sögu á nýjustu plötunni. „Mér finnst hún ótrúlega trú sjálfri sér. Hún er berskjölduð og einlæg og mér finnst það einmitt kristallast í þessari nýju plötu. Hún nær auðveldlega til þín,“ segir Isabel Alejandra Diaz aðdáandi. Rosalía er risaaðdáandi Bjarkar sem kemur við sögu í laginu Berghein. En Björk er sannarlega ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í þessu merkilega verki. Daníel Bjarnason tónskáld var í risastóru hlutverki við gerð plötunnar en hann hvorki meira né minna en stýrði sinfóníuhljómsveitinni sem þar gegnir algjöru lykilhlutverki. „Þetta kom frekar óvænt til. Það var hringt í mig fyrir sirka ári síðan, þá fékk ég símtal frá umboðsskrifstofu minni og ég var spurður hvort ég væri til í að koma eftir viku og stjórna upptöku á nýjustu plötu með Rosalíu. Ég bara sló til og sagði já,“ segir Daníel. Með mörg járn í eldinum „Svo fékk ég demoin af lögunum og fattaði þá að þetta væri kannski enn þá meira spennandi en ég hafði gert ráð fyrir og miklu meiri partur sem hljómsveitin væri af þessari plötu. Þannig byrjaði þetta og kom svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Að vanda er þessi færi og þaulreyndi listamaður með mörg járn í eldinum en hann vinnur sem stendur í nokkrum verkefnum. En honum þætti ekki leiðinlegt að gera eitthvað svipað aftur. Lítið hafði spurst út um hvað væri í vændum þar til Lux komst út svo Daníel þurfti að passa sig að kjafta ekki af sér. Hann skrifaði undir sérstakan samning þar sem kom fram að hann mætti ekki ræða plötuna við neinn í sex mánuði eða fram að útgáfu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar kemur fram að hver Íslendingurinn á fætur öðrum tekur þátt í þessu meistaraverki frá Rosalíu. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Spænska söngkonan Rosalía er fædd árið 1992 í Katalóníu og hefur á undanförnum árum skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2017 og sló svo rækilega í gegn fyrir sína næstu plötu, El Mal Querer, sem kom út ári síðar. Þriðja platan, Motomami, skilaði henni engu minna en heimsfrægð, en fjórða og nýjasta platan hennar Lux, sem kom út í byrjun nóvember, hefur hins vegar sprengt alla skala, slíkar voru viðtökurnar. Rosalia hefur safnað að sér verðlaunum.Mynd/Getty Meistaraverk og plata áratugarins eru orð sem notuð hafa verið til að lýsa plötunni sem jafnvel er sögð marka tímamót í tónlistarsögunni. Fimm stjörnur í Rolling Stone og ný met á topplistum Spotify og Billbord eru bara nokkur dæmi um árangur plötunnar til þessa. Rosalía syngur á alls fjórtán tungumálum á plötunni, og þótt íslenska sé ekki þar á meðal, þá koma Íslendingar heldur betur við sögu eins og Elín Margrét Böðvarsdóttir komst að í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. En hvað er það við Rosalíu og plötuna Lux sem þykir svona stórbotið? „Þetta er náttúrulega mjög flókið listaverk og það er ekkert endilega einhver ein túlkun. Fyrstu viðbrögð eru bara þessi músík, því hún er svo svakaleg og hefur svo mikil tilfinningaleg áhrif á mann,“ segir Nína Hjálmars menningarrýnir. „Í grunninn myndi maður halda að hún væri poppstjarna frá Spáni, Barcelona, en hún er miklu meira en það,“ segir Álfgrímur Aðalsteinsson, listamaður og aðdáandi. Björk og Rosalia hafa aldrei unnið saman áður en Björk kemur við sögu á nýjustu plötunni. „Mér finnst hún ótrúlega trú sjálfri sér. Hún er berskjölduð og einlæg og mér finnst það einmitt kristallast í þessari nýju plötu. Hún nær auðveldlega til þín,“ segir Isabel Alejandra Diaz aðdáandi. Rosalía er risaaðdáandi Bjarkar sem kemur við sögu í laginu Berghein. En Björk er sannarlega ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í þessu merkilega verki. Daníel Bjarnason tónskáld var í risastóru hlutverki við gerð plötunnar en hann hvorki meira né minna en stýrði sinfóníuhljómsveitinni sem þar gegnir algjöru lykilhlutverki. „Þetta kom frekar óvænt til. Það var hringt í mig fyrir sirka ári síðan, þá fékk ég símtal frá umboðsskrifstofu minni og ég var spurður hvort ég væri til í að koma eftir viku og stjórna upptöku á nýjustu plötu með Rosalíu. Ég bara sló til og sagði já,“ segir Daníel. Með mörg járn í eldinum „Svo fékk ég demoin af lögunum og fattaði þá að þetta væri kannski enn þá meira spennandi en ég hafði gert ráð fyrir og miklu meiri partur sem hljómsveitin væri af þessari plötu. Þannig byrjaði þetta og kom svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Að vanda er þessi færi og þaulreyndi listamaður með mörg járn í eldinum en hann vinnur sem stendur í nokkrum verkefnum. En honum þætti ekki leiðinlegt að gera eitthvað svipað aftur. Lítið hafði spurst út um hvað væri í vændum þar til Lux komst út svo Daníel þurfti að passa sig að kjafta ekki af sér. Hann skrifaði undir sérstakan samning þar sem kom fram að hann mætti ekki ræða plötuna við neinn í sex mánuði eða fram að útgáfu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar kemur fram að hver Íslendingurinn á fætur öðrum tekur þátt í þessu meistaraverki frá Rosalíu.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira