Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. nóvember 2025 07:02 Eftir að hafa dottið niður Súlur einn síns liðs ákvað Garpur næst að draga með sér þrjá vini. Ævintýramaðurinn Garpur I. Elísabetarson ákvað að klifra fjallið Súlur á Stöðvarfirði einn síns liðs. Á leiðinni upp missti hann takið og féll niður fimmtán metra. Klifurlína, hjálmur og mosagróið berg dempuðu fallið og björguðu lífi hans. Fall er fararheill og ákvað Garpur að reyna aftur við fjallið með góðum félögum. „Þegar ég sá Súlur hugsaði ég bara: „Ég verð einhvern veginn að standa þarna uppi.“ Þannig ég fór fyrst í fjallgöngu þarna upp, skoðaði þetta og drónaði,“ segir Garpur um fjallið Súlur á Stöðvarfirði sem er til umfjöllunar lokaþætti seríunnar Okkar eigið Ísland. „Svo fór ég aðra ferð og þá ætlaði ég að athuga hversu hátt ég kæmist án þess að lenda í veseni sem, eftir á að hyggja, var ekki sniðugt.“ Fann ekki fyrir neinu eftir fallið Garpur komst ekki nema upp fyrstu fimmtán metrana vegna þess hve erfitt undirlendið var, mosagróið, illfært og grjótið ansi laust í sér. „Þetta er allt drasl, allt óþægilegt og mér líður aldrei vel. Þetta fjall gefur manni ekkert rosalega mikinn afslátt, sérstaklega þessa fyrstu metra. Svo er ég að fara upp smá kafla sem lítur ekki út fyrir að vera þægilegur og þá (ég átta mig ekki á því hvað gerist, steinn losnað og ég misst takið) fleygist ég af fjallinu,“ segir Garpur. Gömul þjóðsaga segir að á toppi Súlnanna sé grafin tunna full af gulli. „Ókei, þetta er bara búið, ég átti gott líf, þetta var skemmtilegt og fullt af góðum minningum,“ segist hann hafa hugsað með sér meðan hann flaug í loftinu. Garpur skoppaði niður mósagróið fjallið og lenti líklega þrisvar utan í því áður en hann lenti. Hann var sem betur fer í línu og hefði því ekki getað dottið lengra en þrjátíu metra. „Svo lendi ég með hausinn niður í móti við brún og tuttugu-þrjátíu metra fall eftir það. Ég finn engar tilfinningar, hvorki líkamlega né andlega, ekki neitt, ég bara ligg þarna. Svo fer ég að hreyfa tærnar og þær hreyfast og hreyfi hausinn varlega til hliðanna, þreifa á hausnum á mér og öxlunum og finn að Go-Pro-vélin sem ég var með á hausnum er farin þannig ég hef greinilega lent á hausnum,“ segir hann. „Ég ákvað að ég yrði að koma þarna aftur og kalla til liðsauka,“ segir hann um fjallið og sú ganga er umfjöllunarefnið í lokaþætti fjallgönguþáttanna Okkar eigið Ísland sem hafa verið sýndir á Vísi í haust og vetur. Fjallið er stundum umvafið skýjum. Miserfitt að sannfæra vinina Garpur heyrði í Andra Má Ómarssyni, Bergi Sigurðssyni og Jónasi G. Sigurðssyni. Þrátt fyrir að verkefnið virtist ógnvænlegt reyndist Garpur of sannfærandi og ákváðu þremenningarnir því að slá til og fara með honum. „Ég var svo spenntur að klára þetta, losa þetta úr hausnum mínum, ég var búinn að hugsa svo mikið um þetta. Þetta var búið að festast í sjálfsmyndinni minni að hafa dottið þarna,“ segir Garpur. Krefjandi klifur. Mennirnir héldu því af stað austur keyrandi. Eftir ágætis bíltúr tók við eins og hálfs tíma ganga upp að rótum Súlna sem var þakið í þoku og skýjabakka. Fljótt áttuðu mennirnir þrír sem Garpur hafði fengið með sér að klifrið yrði krefjandi, undirlagið þakið lafþunnum mosa og illfæru grjóti. „Ég fann það alveg strax að ég hafði náð að sannfæra Andra um að koma með en hann var ekkert peppaðasti gæinn þegar hann sá í hvað stefndi. Jonni er alltaf til í allt og Bergur var spenntastur af okkur,“ segir Garpur um viðmót þremenninganna. „Ég hlakka til þegar þú fyrirgefur mér“ Eftir því sem fjórmenningarnir klifruðu hærra varð erfiðara fyrir þá sem voru komnir upp að eiga í samskiptum við þá sem voru niðri og öfugt. Mosinn var sömuleiðis svo sleipur að þeir runnu ítrekað með tilheyrandi grjóthruni í átt að næsta manni. „Ég hlakka til þegar þú fyrirgefur mér,“ sagði Garpur við Andra í miðju klifrinu. „Gæti verið svolítið í það,“ svaraði Andri sem sagðist síðar hafa viljað vera hvar sem er annars staðar en akkúrat þarna á þeim tímapunkti. Þokan minnkaði aðeins þegar mennirnir voru komnir upp. Upplýsingar um klifurleiðina voru af skornum skammti og fóru þeir félagar fljótt að hafa áhyggjur af því hvernig þeir kæmust niður. Til allrar hamingju batnaði undirlendið eftir því sem þeir komust hærra, mosinn og mulningurinn véku fyrir traustara bergi. Þrátt fyrir það var smá hasar eftir enda þykk þoka sem umvafði toppinn. Hægt er að sjá alla ferðasöguna, klifrið og spennandi lokahlutann í þættinum í heild sinni hér að neðan: Okkar eigið Ísland Fjallamennska Fjarðabyggð Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
„Þegar ég sá Súlur hugsaði ég bara: „Ég verð einhvern veginn að standa þarna uppi.“ Þannig ég fór fyrst í fjallgöngu þarna upp, skoðaði þetta og drónaði,“ segir Garpur um fjallið Súlur á Stöðvarfirði sem er til umfjöllunar lokaþætti seríunnar Okkar eigið Ísland. „Svo fór ég aðra ferð og þá ætlaði ég að athuga hversu hátt ég kæmist án þess að lenda í veseni sem, eftir á að hyggja, var ekki sniðugt.“ Fann ekki fyrir neinu eftir fallið Garpur komst ekki nema upp fyrstu fimmtán metrana vegna þess hve erfitt undirlendið var, mosagróið, illfært og grjótið ansi laust í sér. „Þetta er allt drasl, allt óþægilegt og mér líður aldrei vel. Þetta fjall gefur manni ekkert rosalega mikinn afslátt, sérstaklega þessa fyrstu metra. Svo er ég að fara upp smá kafla sem lítur ekki út fyrir að vera þægilegur og þá (ég átta mig ekki á því hvað gerist, steinn losnað og ég misst takið) fleygist ég af fjallinu,“ segir Garpur. Gömul þjóðsaga segir að á toppi Súlnanna sé grafin tunna full af gulli. „Ókei, þetta er bara búið, ég átti gott líf, þetta var skemmtilegt og fullt af góðum minningum,“ segist hann hafa hugsað með sér meðan hann flaug í loftinu. Garpur skoppaði niður mósagróið fjallið og lenti líklega þrisvar utan í því áður en hann lenti. Hann var sem betur fer í línu og hefði því ekki getað dottið lengra en þrjátíu metra. „Svo lendi ég með hausinn niður í móti við brún og tuttugu-þrjátíu metra fall eftir það. Ég finn engar tilfinningar, hvorki líkamlega né andlega, ekki neitt, ég bara ligg þarna. Svo fer ég að hreyfa tærnar og þær hreyfast og hreyfi hausinn varlega til hliðanna, þreifa á hausnum á mér og öxlunum og finn að Go-Pro-vélin sem ég var með á hausnum er farin þannig ég hef greinilega lent á hausnum,“ segir hann. „Ég ákvað að ég yrði að koma þarna aftur og kalla til liðsauka,“ segir hann um fjallið og sú ganga er umfjöllunarefnið í lokaþætti fjallgönguþáttanna Okkar eigið Ísland sem hafa verið sýndir á Vísi í haust og vetur. Fjallið er stundum umvafið skýjum. Miserfitt að sannfæra vinina Garpur heyrði í Andra Má Ómarssyni, Bergi Sigurðssyni og Jónasi G. Sigurðssyni. Þrátt fyrir að verkefnið virtist ógnvænlegt reyndist Garpur of sannfærandi og ákváðu þremenningarnir því að slá til og fara með honum. „Ég var svo spenntur að klára þetta, losa þetta úr hausnum mínum, ég var búinn að hugsa svo mikið um þetta. Þetta var búið að festast í sjálfsmyndinni minni að hafa dottið þarna,“ segir Garpur. Krefjandi klifur. Mennirnir héldu því af stað austur keyrandi. Eftir ágætis bíltúr tók við eins og hálfs tíma ganga upp að rótum Súlna sem var þakið í þoku og skýjabakka. Fljótt áttuðu mennirnir þrír sem Garpur hafði fengið með sér að klifrið yrði krefjandi, undirlagið þakið lafþunnum mosa og illfæru grjóti. „Ég fann það alveg strax að ég hafði náð að sannfæra Andra um að koma með en hann var ekkert peppaðasti gæinn þegar hann sá í hvað stefndi. Jonni er alltaf til í allt og Bergur var spenntastur af okkur,“ segir Garpur um viðmót þremenninganna. „Ég hlakka til þegar þú fyrirgefur mér“ Eftir því sem fjórmenningarnir klifruðu hærra varð erfiðara fyrir þá sem voru komnir upp að eiga í samskiptum við þá sem voru niðri og öfugt. Mosinn var sömuleiðis svo sleipur að þeir runnu ítrekað með tilheyrandi grjóthruni í átt að næsta manni. „Ég hlakka til þegar þú fyrirgefur mér,“ sagði Garpur við Andra í miðju klifrinu. „Gæti verið svolítið í það,“ svaraði Andri sem sagðist síðar hafa viljað vera hvar sem er annars staðar en akkúrat þarna á þeim tímapunkti. Þokan minnkaði aðeins þegar mennirnir voru komnir upp. Upplýsingar um klifurleiðina voru af skornum skammti og fóru þeir félagar fljótt að hafa áhyggjur af því hvernig þeir kæmust niður. Til allrar hamingju batnaði undirlendið eftir því sem þeir komust hærra, mosinn og mulningurinn véku fyrir traustara bergi. Þrátt fyrir það var smá hasar eftir enda þykk þoka sem umvafði toppinn. Hægt er að sjá alla ferðasöguna, klifrið og spennandi lokahlutann í þættinum í heild sinni hér að neðan:
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Fjarðabyggð Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira