Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Það varð allt gjörsamlega vitlaust í leikslok og dómarinn þurfti að veifa rauðum spjöldum hægri og vinstri. @gazzettadellosport Fótboltamenn geta verið afar blóðheitir í Suður-Ameríku en ótrúleg atburðarás varð á knattspyrnuleik í Bólivíu á dögunum. Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu. Bólivía Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira