Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2025 14:07 Bergþóra Þorsteinsdóttir missti föður sinn þegar hún var sjö ára. Hún tengir andlátið og viðbrögðin við kaupfíkn sem hún hefur glímt við síðan. Bítið Bergþóra Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur á TikTok, segist hafa verið svo langt leidd af kaupfíkn að hún faldi kvittanir í Cheerios-pökkum. Hún hefur sett sig í kaupbann þar sem eiginmaðurinn þarf að gefa grænt ljós á öll innkaup. Hún opnaði sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlinum og ræddi áskorunina nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bergþóra lýsir kaupfíkninni sem stöðugri þörf til að kaupa eitthvað nýtt. Það þurfi ekki að vera merkilegir hlutir. Í aðdraganda kaupanna finni hún fyrir kvíða og stressi, skipti þá engu hvort um sé að ræða viðskipti á netinu eða í versluninni sjálfri. Tilfinningarnar séu mestar þegar hún greiði fyrir vöruna. Ekki þegar hún fái vöruna. Stundum takist henni að leysa vandann með því að fylla körfu en loka svo glugganum án þess að greiða fyrir. Það svali einhverri þörf. Sömuleiðis að fara í verslunarmiðstöðvar, taka myndir og skoða hluti. „Ef ég er enn þá að hugsa um það kannski viku seinna, þá hef ég leyft mér að kaupa það. Hvatvísin er verst í þessu hjá mér.“ Þessu fylgi niðurtúrar eins og í tilfelli annarra fíkna. „Fíkniskömm, rosaleg skömm.“ Hún hafi reynt að fela fíknina fyrir sínum nánustu. „Já, ég veit ekki hversu oft ég hef rifið miða og hent í ruslið, falið inni í Cheerios-kassa,“ segir Bergþóra. Ekki sé endilega um að ræða þörf til að kaupa dýra hluti heldur einfaldlega eitthvað. Tengir vandann við andlát föður Hún segist lengi hafa glímt við vandann og tengir hann við andlát föður hennar þegar hún var sjö ára. Það hafi verið erfiðir tímar. „Þegar við vorum upp á þetta versta þá sagði mamma: „Jæja komum aðeins í Kringluna“. Þá fékk ég föt og bróðir minn tölvuleik. Þetta var okkar leið til að ráða við þessa verstu tíma.“ Þá kveiki ADHD eld undir svona hegðun. Eiginmaðurinn vissi af vandanum Bergþóra segist hafa viðurkennt vandann fyrir ári síðan. Maðurinn hennar hafi verið að sinna veiku barni heima fyrir og hún á leiðinni að skipta við hann. „Ég þurfti að stoppa í Nettó og kaupa mér eitthvað á leiðinni heim. Ég gat ekki farið heim án þess.“ Ekki matvöru, eða bláber, heldur eitthvað annað. Hún hafi orðið að segja manninum sínum frá vandanum upphátt. „Það fyrsta sem hann sagði var, ég veit.“ Hún hafi sett sjálfa sig í þriggja mánaða kaupbann sem hafi verið mjög erfitt. Stundum sé hlegið að þessu. Í einni heimsókn í Krónuna hafi hún reynt að sleppa því að fara í snyrtivörudeildina. Það hafi verið mjög erfitt, miklu erfiðara en hún hélt. Auðveldara að hætta að drekka Eftir að hafa opnað sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlum hafi hún fengið skilaboð úr öllum áttum frá fólki sem glími við sama vanda, þörf til að vera alltaf að kaupa eitthvað. Þetta hafi aukist með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Eftir þriggja mánaða kaupbannið hafi hún velt framhaldinu fyrir sér. Hún hafi hætt að drekka fyrir nokkrum árum en þetta sé allt annað. Það sé ekki hægt að hætta einfaldlega að kaupa. Hún hafi sett sér þær reglur að kaupa ekkert nema með leyfi eiginmannsins. Svo hafi hún reynt að setja sig aftur í kaupbann en það hafi ekki gengið jafnvel. Hún sé þó miklu meðvitaðri en hún hafi verið um fíknina. Hún hafi ákveðið að leita sér ekki hjálpar hjá sérfræðingum heldur reyna að nýta tólin sem hún hafði vegna annarra fíkna. Hún telji vandamálið algengara hjá konum en körlum enda sé auglýsingum beint frekar að þeim en körlum, svo sem þegar komi að snyrtivörum. Bergþóra segir bjartari tíma fram undan enda sé hún kaupfíkill á réttri leið. Neytendur Fíkn Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Bergþóra lýsir kaupfíkninni sem stöðugri þörf til að kaupa eitthvað nýtt. Það þurfi ekki að vera merkilegir hlutir. Í aðdraganda kaupanna finni hún fyrir kvíða og stressi, skipti þá engu hvort um sé að ræða viðskipti á netinu eða í versluninni sjálfri. Tilfinningarnar séu mestar þegar hún greiði fyrir vöruna. Ekki þegar hún fái vöruna. Stundum takist henni að leysa vandann með því að fylla körfu en loka svo glugganum án þess að greiða fyrir. Það svali einhverri þörf. Sömuleiðis að fara í verslunarmiðstöðvar, taka myndir og skoða hluti. „Ef ég er enn þá að hugsa um það kannski viku seinna, þá hef ég leyft mér að kaupa það. Hvatvísin er verst í þessu hjá mér.“ Þessu fylgi niðurtúrar eins og í tilfelli annarra fíkna. „Fíkniskömm, rosaleg skömm.“ Hún hafi reynt að fela fíknina fyrir sínum nánustu. „Já, ég veit ekki hversu oft ég hef rifið miða og hent í ruslið, falið inni í Cheerios-kassa,“ segir Bergþóra. Ekki sé endilega um að ræða þörf til að kaupa dýra hluti heldur einfaldlega eitthvað. Tengir vandann við andlát föður Hún segist lengi hafa glímt við vandann og tengir hann við andlát föður hennar þegar hún var sjö ára. Það hafi verið erfiðir tímar. „Þegar við vorum upp á þetta versta þá sagði mamma: „Jæja komum aðeins í Kringluna“. Þá fékk ég föt og bróðir minn tölvuleik. Þetta var okkar leið til að ráða við þessa verstu tíma.“ Þá kveiki ADHD eld undir svona hegðun. Eiginmaðurinn vissi af vandanum Bergþóra segist hafa viðurkennt vandann fyrir ári síðan. Maðurinn hennar hafi verið að sinna veiku barni heima fyrir og hún á leiðinni að skipta við hann. „Ég þurfti að stoppa í Nettó og kaupa mér eitthvað á leiðinni heim. Ég gat ekki farið heim án þess.“ Ekki matvöru, eða bláber, heldur eitthvað annað. Hún hafi orðið að segja manninum sínum frá vandanum upphátt. „Það fyrsta sem hann sagði var, ég veit.“ Hún hafi sett sjálfa sig í þriggja mánaða kaupbann sem hafi verið mjög erfitt. Stundum sé hlegið að þessu. Í einni heimsókn í Krónuna hafi hún reynt að sleppa því að fara í snyrtivörudeildina. Það hafi verið mjög erfitt, miklu erfiðara en hún hélt. Auðveldara að hætta að drekka Eftir að hafa opnað sig um kaupfíkn á samfélagsmiðlum hafi hún fengið skilaboð úr öllum áttum frá fólki sem glími við sama vanda, þörf til að vera alltaf að kaupa eitthvað. Þetta hafi aukist með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Eftir þriggja mánaða kaupbannið hafi hún velt framhaldinu fyrir sér. Hún hafi hætt að drekka fyrir nokkrum árum en þetta sé allt annað. Það sé ekki hægt að hætta einfaldlega að kaupa. Hún hafi sett sér þær reglur að kaupa ekkert nema með leyfi eiginmannsins. Svo hafi hún reynt að setja sig aftur í kaupbann en það hafi ekki gengið jafnvel. Hún sé þó miklu meðvitaðri en hún hafi verið um fíknina. Hún hafi ákveðið að leita sér ekki hjálpar hjá sérfræðingum heldur reyna að nýta tólin sem hún hafði vegna annarra fíkna. Hún telji vandamálið algengara hjá konum en körlum enda sé auglýsingum beint frekar að þeim en körlum, svo sem þegar komi að snyrtivörum. Bergþóra segir bjartari tíma fram undan enda sé hún kaupfíkill á réttri leið.
Neytendur Fíkn Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira