Lífið

Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geð­bilaður?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstök blanda hjá Jógvan.
Sérstök blanda hjá Jógvan.

Skemmtikraftarnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen voru gestir í Ísskápastríðinu á Sýn í síðustu viku.  Jógvan var með Gumma Ben í liði og Eva fékk þann heiður að vera með Friðriki Ómari sér til halds og trausts.

Þegar kom að eftirréttinum sáust hlutir sem aldrei áður höfðu sést í sögu þáttanna. Jógvan langaði að skrifa eftirréttasöguna. Til þess blandaði hann saman hvítu súkkulaði með truflum og satay. Áætlun hans sjokkeraði Sigga það mikið að það mátti heyra hann segja: „Er hann geðbilaður?“

Hér að neðan má sjá hvernig málin þróuðust í þættinum sjálfum en Ísskápastríðið er á dagskrá á Sýn á fimmtudagskvöldum og má sjá enn fleiri þætti á Sýn+.

Klippa: Skrifuðu eftirréttasöguna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.