„Við þurfum bara að keyra á þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2025 16:03 Ólafur Ingi ætlar að láta reyna á hápressuna í kvöld. vísir Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00